Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020 Hringdu í síma 580 7000 eða farðu áwww.heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100% Ef þig langar í gott rifrildi, svona fruss-andi, gamaldags, öskrandi rifrildi, þáer besta leiðin til þess að ræða um hjólreiðar við ákveðna tegund af fólki. Það skilur ekki af hverju fólk hjólar og finnst algjörlega fáránleg tilhugsun að vera að þjóna sérþörfum þessa hóps með dekri eins og hjólastígum. Gott ef því finnst það ekki einna helst vera geggjuð peningasóun. Ég man svo sem þá tíð þegar það þótti nánast óhugsandi að einhver fullorðinn væri á hjóli. Krakkar hjóluðu en það var á ein- hvern hátt fyrir neðan virðingu fullorðinna. Það var meira að segja þannig að ef ein- hver sem var kominn yfir tvítugt settist á hjól fékk hann viðurnefni. Hver man ekki eftir Jóa á hjólinu? Svo gerðist eitthvað. Rólega fyrst. Eitt og eitt útivistarfrík hjólaði stundum í vinn- una. Það þótti undarlegt. En svo fjölgaði þeim og urðu nokkurs konar trúboðar sem predikuðu lífsgæðin sem fylgdu súrefni, hreyfingu og minni mengun. Samt ennþá skrýtnir. Kannski var það vegna þess að það var hreint ekki auðvelt að komast um hjólandi. Gangstéttir voru þröngar og hjólastígur var enn furðulegt nýyrði. En það breyttist og sem betur fer breyttust viðhorfin með. Líklega byrjaði þetta fyrir alvöru um aldamótin síðustu. Árið 2000 voru síðast fluttir fleiri bílar til landsins en reiðhjól. Síðan hefur orðið sprenging sem sér ekki fyrir endann á. Nú síðast með rafhjólum. Ég er einmitt einn af þeim sem fengu sér rafhjól. Ég geri mér grein fyrir því að hópi hjólafólks, sem telur spandex eitt af frum- efnunum, finnst það ekki merkilegt en mér er alveg sama. Þetta er akkúrat það sem ég þurfti. Stillanlegt hjól á breiðum dekkjum sem gefur mér smá hjálp upp brekkurnar. Og allt í einu varð ég eins og flugstjóri, sem þarf að segja öllum hvað hann gerir. Mér finnst þetta meiriháttar. Mig langar til að nota orðið valdeflandi en ég er ekki al- veg viss um að það eigi við. Ég er ekki alveg kominn í hóp trúboða. En ég á miklu betra með að sjá rökin fyrir því að bæta aðgengi fyrir hjólreiðamenn. Það gerir allt einfaldara. Fyrir alla. Ég hjóla í vinnuna ellefu kílómetra leið. Ég er álíka lengi og ef ég myndi keyra. Tala nú ekki um þegar umferðin er sem mest. Að auki fylgir þessu tilfinning sjálfstæðis og frelsis. Að vera ekki háður öðrum um hversu hratt þú getur farið. Svo er þetta líka hollt og gott. Sam- kvæmt útreikningum sem samgöngu- ráðherra birti í vikunni sparar hver kíló- metri sem er hjólaður eða genginn 150 krónur. Þannig að ein bíllaus ferð í og úr vinnu hjá mér sparar kerfinu 3.300 kall! Og jafnvel þótt þú viljir ekki hjóla, þá skil ég ekki al- veg hvernig hægt er að láta þetta pirra sig. Ég held að það þurfi alveg sérstaka hæfileika til að komast að því að þetta geti ekki gengið saman og jafnvel hjálpað. Ef þú vilt minnka röðina að steikarhlað- borðinu, hvernig væri þá að gera salatbar- inn meira spennandi? Það er nákvæmlega það sem hjólreiðar gera. Því fleiri sem hjóla – þeim mun meira pláss verður fyrir bíla á götunum. Minni mengun, minna svif- ryk, styttri tími í umferðinni og allir því sem næst sáttir. Vissulega er líklegt að færri hjóli á vet- urna og í vondu veðri. En það skiptir í raun ekki máli. Eigum við ekki frekar að fagna því að losna við nokkur hundruð bíla af göt- unum á sumrin og þegar aðstæður leyfa fyrir okkur góðviðrishjólafólkið? ’Þetta er akkúrat þaðsem ég þurfti. Stillanlegthjól á breiðum dekkjum semgefur mér smá hjálp upp brekkurnar. Og allt í einu varð ég eins og flugstjóri, sem þarf að segja öllum hvað hann gerir. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Hjólað í fólk Þegar saman fer sótthræðsla ogsérgæska verður til afl semhefur sýnt sig að getur orðið gróðahyggju og kapítalisma yfir- sterkara. Kórónuveiran hefur vakið upp slíka hreyfingu á heimsvísu að allt víkur fyrir henni. Hver hugsar um sig, einstaklingar og ríki. Allir loka að sér. Hér standa fáir Íslend- ingum á sporði. Eflaust má færa fyrir því rök að kalla þetta samstöðu. En þessi tegund samstöðu getur orðið varasöm. Macron Frakklands- forseti er nú í góðum málum að því leyti að hann getur hreinlega bannað mótmælendum í gulum vestum með kröfur á hendur stjórnvöldum ekki aðeins að mót- mæla, heldur að vera yfirleitt á ferli. Í Ungverja- landi styrkir stjórnlyndur for- sætisráðherra sig í sessi og víðast hvar er gagnrýnin hugsun litin horn- auga. Valdið er valdað í bak og fyrir. Fær til þess ótakmarkaðan stuðning þeirra sem telja sér vera ógnað. Ekki svo að skilja að samstaða sprottin af hræðslu og eigingirni geti ekki orðið til góðs. Það getur hún tvímælalaust. Þegar það rann upp fyrir dómurum í Old Bailey- dómsréttinum í London um miðbik 19. aldar að þeir veiktust af tauga- veikibakteríunni engu síður en fang- arnir sem þeir réttuðu yfir og þegar borgarastéttin skildi að henni stæði prívat og persónulega ógn af opnum holræsum í fátækrahverfum borg- anna, því kóleran gerði ekki manna- mun, þá gerðist hún hliðholl af- skiptum ríkis og sveitarfélaga í þá veru að tryggja hreint vatn, skolp- ræsi og löggæslu til að gæta eigna sinna og öryggis. Eiginhagsmunir ráðandi stétta urðu þannig þess valdandi að afskiptaleysisstefnu kapítalismans, sem verið hafði í há- vegum höfð á öldinni öndverðri, var hafnað – um sinn, eða þar til reynt var að endurglæða inntak hennar rúmlega hundrað árum síðar undir merkjum „nýfrjálshyggju“. En hverjir eru þá prófsteinar á þá tegund samstöðu sem er sprottin af annarri hvöt en hinni eigingjörnu og sjálfselsku? Það er væntanlega þegar við þurf- um að leggja eitthvað af mörkum sjálf til að rétta hlut þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Í þessu samhengi mætti spyrja hvort við værum reiðubúin að endur- stokka allt kjaraumhverfi okkar og jafna kjörin í þjóðfélaginu í alvöru þannig að sá sem minnst fengi í sinn vasa væri aldrei með minna en þriðj- unginn af því sem sá hæsti fengi í sinn hlut? Ef forstjórinn og forset- inn fá þrjár milljónir skuli öryrkinn fá milljón. Værum við tilbúin að sýna samstöðu um þetta, jafnvel eftir að illar veirur hafa kvatt? Enn mætti spyrja að gefnu tilefni hvort við séum tilbúin að láta fé af hendi rakna úr eigin vasa eða úr okkar sameiginlegu sjóðum til stofn- ana og samtaka sem við viljum vel, Háskóla Íslands, Slysavarnafélags- ins Lands- bjargar, SÁÁ og Rauða krossins, í stað þess að láta fólk haldið spilafíkn halda í þeim lífinu? Ætlum við að fara að óskum Samtaka áhuga- fólks um spila- fíkn sem hvetja stjórnvöld til þess að láta ekki opna spilakassa og spilasali að nýju? Værum við tilbúin í veirulausu landi að sameinast um gerbreytta stefnu í umhverfismálum, stefnu sem reyndi á okkur öll, hvert og eitt okkar, um breyttan lífsstíl, breyttar neysluvenjur, hófsamari og þurfta- minni? Er ég þá ekki að tala um gróðursetningu, sóðaskap okkar til syndaaflausnar. Annars er ég bjartsýnn á hið síð- astnefnda. Ekki vegna þess að ég trúi því að göfuglyndi færi okkur á þennan reit heldur vegna hins að þess sé ekki langt að bíða að það renni upp fyrir okkur að ef ekki verði grundvallarbreyting á framan- greindum nótum muni neyslufrekja kapítalismans ganga af Móður Jörð dauðri. Nema að hún snúist sjálfri sér til varnar og þurrki okkur út. Þegar er hún farin að minna á tor- tímingarmátt sinn. Hver veit nema kalt mat eigi eftir að sannfæra mannkynið um að það borgi sig af eigingjörnum ástæðum að hlíta ákalli náttúrunnar. AFP Prófsteinar á samstöðu Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Kórónuveiran hefurvakið upp slíka hreyf-ingu á heimsvísu að alltvíkur fyrir henni. Hver hugsar um sig, ein- staklingar og ríki. Allir loka að sér. Hér standa fáir Íslendingum á sporði. Lögreglumenn í París biðja vegfarendur að gera grein fyrir ferðum sínum í útgöngubanni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.