Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 17
á sínum fyrsta degi í embætti. Í tilviki forseta og for- sætisráðherra eru þarna táknræn heiðurmerki, sam- tengd embættunum, eins og tíðkast með mörgum öðrum þjóðum. Ekki er verið að leggja mat á verk þeirra eða persónulega eiginleika með neinum hætti. Keðja forsetans er þó ekki bundin persónu hans, því að hann er aðeins handhafi hennar svo lengi sem hann gegnir embættinu. Eftir að þeim starfa lýkur ber hann stórkrossinn og viðeigandi stjörnu. Þessir háttsettu embættismenn fá orðuna til persónulegrar nýtingar, en með þeirri takmörkun þó að gert er ráð fyrir að orðunni sé skilað að orðuhafa látnum. Hafnaði orðunni. Var það? Það er oftast látlaus frétt um það þegar orðan er veitt, sem oftast er tvisvar á ári. En það hefur nokkr- um sinnum gerst að frétt hafi verið um að einhver hafi „hafnað“ fálkaorðunni og er slíkri frétt þá iðu- lega slegið meira upp en hinni um þá 15-20 sem fengu orðuna. Slík frétt getur ekki komið frá neinum nema þeim sem telur sig hafa hafnað orðunni. Forsætisráðherra skipar 4 af 5 mönnum í orðu- nefnd og bréfritari fylgdist því allvel með þessum málaflokki sín rúmu 13 ár í því embætti. Eftirfarandi hugleiðingar eru byggðar á því og nú kann verklag að vera orðið annað en þá var: Það er í raun svo að það getur enginn hafnað því að fá fálkaorðuna. Menn geta á hinn bóginn hafnað því að koma til álita við úthlutun. Orðunefnd fer nokkrum sinnum á ári yfir hugmyndir og eftir atvikum yfir til- lögur um veitingu fálkaorðu utan hefðbundinnar út- hlutunar, ef sérstök þörf er á við önnur atvik. Er hér átt við veitingu orðunnar til íslenskra ríkisborgara. Nefndarmenn starfa launalaust. Á fundum nefnd- arinnar er rætt í trúnaði hvaða þættir mæli sér- staklega með veitingu orðunnar til tiltekins ein- staklings og eftir atvikum hvort eitthvað kunni að mæla á móti slíkri úthlutun. Þegar ljóst þykir að tiltekinn einstaklingur sé í hópi þeirra sem komi til greina við úthlutun í þetta sinn þá er kannað í trúnaði við viðkomandi hvort hann sjái sjálfur einhverja annmarka á orðuveitingu til hans, ef sú yrði niðurstaðan. Tekið er fram að engin ákvörðun hafi enn verið tekin, málið sé í vinnslu og að sjónar- mið hans verði vegin og metin með öðru. Það kemur fyrir að einstaklingar gefi til kynna að þeim væri ekki endilega þægð í slíkri úthlutun og hafa sínar ástæður fyrir því. Ekki endilega þær að viðkomandi sé uppsigað við fálkaorðuna sem slíka. Honum gæti þótt að margur annar ætti frekar að koma til greina, og jafnvel óttast að orðuveitingin gæti kallað á öfund í „hans hópi“ og þar fram eftir götunum. Eins gæti hann séð í hendi sér að hugsanleg út- hlutun til hans sé öðrum þræði almenn virðing við fólk á áþekku sviði og gæti þótt að aðrir gætu verið jafngóðir eða betri fulltrúi stéttar, listgreinar, eða fræðasamfélags en hann. Ef hins vegar slík athugun sýnir að augljóst sé að einstaklingi væri ekki þægð í því að vera veitt orða er ekki nokkur maður í orðunefnd eða við embætti for- seta sem hefði hug á að halda slíkri hugmynd fram. Viðkomandi er því í raun alls ófær um að hafna orð- unni. En þeir eru auðvitað til sem iða í skinninu að slá sér upp í sínum hópi með því að sýna að þeir, ólíkt öðrum og minni mönnum, séu hafnir yfir tildur, ekki síst hið „úrelta þing“ Steingríms Thorsteinssonar (sem þáði þó orðu síðar). Á öllu veltur að koma því á framfæri að þeir hafi hafnað orðunni. Þeir úthluta því fálkaorð- unni til sjálfs sín í hljóði og hafna henni svo með há- vaða. Og fá þannig miklu meira „kikk“ út úr gern- ingnum en hinir sem taka kurteislega á móti við viðhöfn á Bessastöðum. Vera má að til séu einhver dæmi um „orðuþega“ sem hafi óviljandi eða vísvitandi svarað fyrirspurnum svo þokukennt að þeir hafi náð, þrátt fyrir alla fyrir- vara, alla leið á úthlutunarstig og geti því barið sér á brjóst og sagst hafna öllu tildri. En það eru þá und- antekningar sem menn hafa haft töluvert fyrir að kalla fram. Jákvæð nálgun Nánast allir í þeim fámenna hópi sem forseti afhendir fálkaorðu taka henni af tilgerðarlausri auðmýkt, hóg- værð og eðlilegu stolti og elskulegu þakklæti til for- seta og þeirra sem í hans nafni koma að undirbúningi þeirrar ákvörðunar. Með þeim þjóðum, þar sem slík virðingarveiting stendur á gömlu merg, eins og í Frakklandi og Bret- landi, eru sérviskulegrar umræður fágætar og fá ekkert flug. Þar eru hins vegar ýmsar óskráðar reglur í gildi. Til dæmis þessi: Enginn skyldi sækjast eftir orðu frá þjóðhöfðingjanum. Enginn skyldi afþakka orðu úr hans hendi. Enginn skyldi upphefjast vegna hennar, en hann hefur fulla ástæðu til að vera stoltur og þakk- látur, eins og efni standa til. Og ekki orður um það meir. Morgunblaðið/Árni Sæberg 10.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.