Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020
Þ
að er engum blöðum um það að fletta
að þeir sem stýrðu varnarvið-
brögðum Íslendinga gagnvart kór-
ónuveirunni náðu prýðilegum ár-
angri sem þjóðin metur.
Aðalmarkmiðið
Þegar lagt var í þann leiðangur voru markmið hans
m.a. útskýrð með því að óhjákvæmilegt væri að
tryggja að kúrfa smitaðra risi sem lægst, og þar með
önnur kúrfa, mun lægri vonandi, en sýnu alvarlegri,
sú sem mælir þá sem verða illa veikir og lenda á
mannfrekustu deildum sjúkrahúsanna, sem kalla á
sérhæfðan búnað sem er ekki óendanlegur. Þriðja
kúrfan mælir svo það sem afdráttarlausast er.
Í öllum þróuðum ríkjum komu sérfræðingar mjög
að ákvörðunum þeirra sem fara með þjóðarumboðið á
hverjum stað. Upplýsingar frá Bretlandi, þar sem
heimsþekktir vísindamenn frá öflugustu háskólum
voru í hópi þeirra sem veittu ríkisstjórninni formlega
ráðgjöf, sýna að vísindamenn, hoknir af grundvallar-
fróðleik, urðu í byrjun að fikra sig áfram gagnvart
þessu sérstaka afbrigði, enda framan af villandi upp-
lýsingagjöf um smitleiðir og ekki síst þá sem greiðust
er. Innan fárra vikna kom í ljós að flestar sambæri-
legar þjóðir tóku áþekkar ákvarðanir sem féllu að
sambærilegum meginsjónarmiðum. En þó var mein-
ingamunur og jafnvel mismunandi „vísindalegur
smekkur“ sem réð allmiklu um stefnuna, sbr. deilur
um sænsku aðferðina.
Sérstaða Íslands
Ekki er ólíklegt að um margt sé hægara að eiga við
slíkan faraldur í fámennu og tiltölulega víðáttumiklu
land. Einnig má gefa sér að til að mynda í alræðisríki,
þar sem persónulegur réttur og friðhelgi lýtur öðrum
lögmálum en í lýðræðisríki, eigi stjórnvöld auðveldari
leiki. Sama gildir þar um upplýsingagjöf, sem ólíklegt
er að nokkur burðugur aðili þori að draga í efa, þótt
hún hrópi á athugasemdir og tortryggni.
Tilkynningum frá yfirvöldum á slíkum slóðum
fylgja allar þær refsiheimildir sem þarf til að fylgja
þeim fram án andófs.
Hér voru tilmælin fyrirferðarmikil og valt mikið á
að þeim yrði vel tekið. Undan þeim viðbrögðum þurfti
ekki að kvarta. Auðvitað eru tilteknar almennar
heimildir fyrir hendi í lögum um ramma viðbragða í
sóttvörnum.
Eins og áður sagði náðu Íslendingar í upphafi ein-
stæðum árangri við að kæfa sín smit í fæðingu.
Slíkt tókst reyndar vel víðar, svo eftir var tekið, og
hafa Suður-Kórea og Singapúr verið nefnd til þeirrar
sögu. Í seinna landinu kom pestin reyndar upp aftur.
Singapúr er lítið land og mjög þröngbýlt en á móti
kemur að þar er agi mjög mikill, snyrtimennska og
hreinlæti viðbrugðið og viðurlög skilvikari í slíkum
efnum en víðast þekkist.
Of góður árangur?
En um leið og við getum með réttu fagnað góðum og
jafnvel undraverðum árangri er ekki með öllu úti-
lokað að við séum, að hluta til, hugsanlega orðin fórn-
arlömb hans.
Í byrjun var nokkuð rætt um hjarðónæmi og smit í
sömu andrá og jafnvel fákunnandi leikmenn áttuðu
sig á því um hvað var að tefla. Sem sagt það, að þegar
allstór meirihluti þjóðar hefur tekið smit lokast leiðir
veirunnar. Þótt bullandi smitaður stórmeistari dúkki
upp af skíðasvæðinu þá er gestrisni í garð veirunnar í
lágmarki. Hún mætir mótefnum þar sem hana ber að
garði. Og þó hún nái loks einum er hann lengi að
koma veirunni áfram. Vafalítið er að margir höfðu
bundið vonir við að það tækist allt í senn, að verja þá
sem veikir eru fyrir og sjá til þess að þeir smituðust
hratt sem líklegir voru til að hrista af sér veiruna og
loks að gulltryggja að spítalakerfið stíflaðist ekki.
Aldrei skal vanmetið eða vanþakkað þetta sem best
tókst. Og kannski var ekki raunhæft að telja að sam-
ræma mætti allt heila dæmið. Nú er opinberlega rætt
um að sennilega hafi aðeins um 5% þjóðarinnar smit-
ast. Því mundi leikmaður ætla að með því hlutfalli sé
fjarri því að vera öruggt að það stóra markmið hafi
náðst að fletja kúrfu smitaðra svo út að kúfurinn gæti
aldrei sett getu spítalakerfisins í hættu.
Er hálfleikur? Höfum við úthald?
Spurningin er enn þá þessi: Haldi plágan sínu striki
eftir að „heimurinn“ opnast á ný, munu þá Íslend-
ingar endilega standa miklu betur að vígi en aðrir?
Nú sést því fleygt, af mismikilli alvöru þó, að eflist
veiran að þrótti á ný, þá yrðum við hér, með okkar 5%
innbyggðu vörn, komin með öllu lakari stöðu en ýms-
ir aðrir. Þá væri jafnvel vænlegra að halda sig á Ítalíu
miðri, í New York eða á Bretlandi, sem öll hafa fengið
á sig hrikaleg högg.
Hvað sem slíkum vangaveltum líður er nauðsynlegt
að fara yfir það með almenningi hvaða viðbragðsáætl-
anir séu til staðar blási veiran til nýrrar sóknar. Að-
stæðurnar í byrjun febrúar komu mönnum í opna
skjöldu og heimskulegt er að leita að sökudólgum
vegna þess. En núna þekkja menn óvininn og við get-
um ekki vikið okkur undan því að vera búin undir hið
versta um leið og við vonum það besta.
Reyndar segir sagan að það sé einmitt öflugur
undirbúningur undir það versta sem sé helsta trygg-
ing þess að allt fari vel.
Nærri aldargömul orða
Því var slegið upp í einhverjum fjölmiðlum í vikulokin
að tilteknir forsætisráðherrar hefðu hafnað því að
þjóðhöfðinginn veitti þeim heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu. Íslenska fálkaorðan á aldarafmæli
næsta sumar. Það er ekki vitað til þess að hún geri
nokkrum manni mein, öðru nær og tilveru hennar
fylgja óveruleg útgjöld. Af einhverjum ástæðum þyk-
ir sumum flott og jafnvel stórmannlegt að hnýta ónot-
um í hana.
Forseti veitir fámennum hópi Íslendinga fálkaorðu
tvívegis á ári og hefur jafnan verið haldið hófsamlega
á.
Orðunni fylgir vissulega virðing og viðurkenning.
En ekkert annað. Hún opnar engar dyr. Hún færir
ekki fjármuni til. Veitingin færir menn ekki um set í
mannlífinu. Stundum má skynja að orðuveitingin sé
augljóslega vísun í verk og framgöngu þess ein-
staklings sem viðurkenninguna fær. En stundum ber
hún með sér að sá fær orðuna ekki síður sem fulltrúi
sinnar stéttar, þótt í leiðinni sé horft til ágætis hans.
Fer þetta tvennt iðulega vel saman.
Hluti af veruleika embættisins
Þegar forsætisráðherra er veitt þessi orða þá er ekki
verið að halda því fram að einhverjir telji að hann hafi
staðið sig umfram væntingar í sínu starfi.
Forsætisráðherrann er æðsti valdamaður landsins,
þeirra sem bera ábyrgð á starfa sínum. Hann fær því
oftast orðuna snemma á sínum ferli þar. Hún er því í
hans tilviki einkum embættistákn, sem er eðlilegt að
hann beri í þau fáu skipti sem tilefni gefast og er þá í
samræmi við stöðu hans gagnvart til að mynda full-
trúum erlendra ríkja. Forseti landsins er meistari
orðunnar og ber einn innlendra manna keðju auk
stórkrossins og stjörnu hans. Hvort tveggja fær hann
Um kórónur
og orður
’En um leið og við getum með réttu fagnaðgóðum og jafnvel undraverðum árangri erekki með öllu útilokað að við séum, að hlutatil, hugsanlega orðin fórnarlömb hans.
Reykjavíkurbréf08.05.20