Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 10
KÓRÓNUVEIRAN
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020
2012. Þeir sem hafa lært um smitsjúkdóma,
faraldsfræði og lýðheilsufræði sjá að saga
mannkyns er full af svona faröldrum sem ríða
yfir heimsbyggðina með reglulegu millibili og
valda mjög miklum usla. Saga Íslendinga er
full af þessu líka í gegnum aldirnar. Síðasti al-
varlegi stóri faraldurinn hér var Spánska veik-
in 1918. Þetta er því mjög vel þekkt og við
höfðum búið okkur undir þetta. Svona heims-
faraldur inflúensu gengur yfir á þrjátíu ára
fresti, þó að enginn hafi valdið eins miklum
usla og 1918. Sá síðasti var hér árið 2009;
svínaflensan. Hún var nokkuð alvarleg en það
fannst fljótt bóluefni og hægt var að ráða við
hana betur,“ segir Þórólfur og segir undirbún-
ing hafa staðið lengi yfir á milli sóttvarnalækn-
is, almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra
og annarra stofnana.
„Við vorum búin að gera viðbragðsáætlanir
sem virkja ætti þegar svona faraldur kæmi,
því við vissum að hann kæmi. Við bjuggumst
frekar við faraldri inflúensu en þetta er í raun
og veru það sama; sama smitleiðin en aðeins
öðruvísi sjúkdómur. Við höfum unnið í þessu í
mörg ár; uppfært gögn og rætt um þetta. Við
vorum í raun alveg í startholunum þegar þetta
byrjaði. Við vorum búin að útbúa ákveðið sam-
skiptakerfi við heilbrigðisþjónustu og þurftum
aðeins að útfæra það í ljósi þess hvernig þessi
veira hegðaði sér. Það hjálpaði mjög mikið að
hafa þetta kerfi tilbúið.“
Alltaf ljóst að veiran kæmi
Þegar þú heyrðir fyrst af þessari veirusýkingu
í Kína, hugsaðir þú strax að þetta yrði svona
slæmt?
„Nei, alls ekki. Ég heyrði af þessu fyrst í
kringum áramótin; þá fóru að berast fréttir af
undarlegri lungnabólgu í Kína. Og svo að þetta
væri í einhverjum vexti, sérstaklega í Wuhan-
borg. Þá var fullyrt, meðal annars af Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni, að þetta væri veira sem
væri ekki að smitast á milli manna. Ég sendi
þá mjög fljótlega út póst til allra heilsugæsl-
anna og lækna og vakti athygli á þessu, og bað
þá um að hafa þetta í huga ef þeir sæju ferða-
menn frá Kína með undarlega lungnabólgu.
Síðar bárust mjög hratt fréttir af því að þetta
væri kórónuveira sem smitaðist á milli manna.
Það voru alltaf að koma nýjar og nýjar upplýs-
ingar og við vorum sífellt að uppfæra vitneskju
okkar. Við fórum þá strax í að taka við-
bragðsáætlanir okkar úr hillunni og hafa sam-
band við samstarfsaðila okkar. Við sögðum
þeim að dusta rykið af þessu, fara vel yfir allt
og gera sér grein fyrir hvert hlutverk þeirra
yrði ef þetta færi að koma hingað,“ segir hann.
„Þegar þetta fór að dreifast um Asíu vissi
maður að það væri bara tímaspursmál hvenær
þetta kæmi til Evrópu, sem svo gerðist. Og svo
hélt þetta áfram að breiðast út.“
Svona eftir á að hyggja, hefði átt að loka
landinu á einhverjum tímapunkti?
„Sú umræða kom fljótt upp hér hvort ekki
ætti bara að loka Íslandi til að koma í veg fyrir
að veiran kæmi hingað til lands. Mín afstaða
var sú að það myndi valda miklu meiri skaða
en að grípa til annarra ráðstafana. Við vitum
það frá öðrum faröldrum og líkönum sem hafa
verið búin til að það þyrfti að loka landinu að
minnsta kosti 99% á meðan veiran væri að
ganga erlendis til að koma í veg fyrir að hún
komi til landsins en í besta falli seinkar það
komu hennar um einhverjar vikur eða mánuði.
En þú kemur ekki í veg fyrir að hún komi, og
þá byrjar ballið.“
Það hefði kannski aldrei gengið, þar sem
flest smitin komu með Íslendingum sem komu
af skíðum erlendis og ekki hefði verið hægt að
loka á það fólk.
„Akkúrat. Og á hverjum tímapunkti eru 50
þúsund Íslendingar erlendis og þá er spurn-
ingin, hvað ætlarðu að gera við allt þetta fólk?
Á að loka það frá Íslandi? Það var alvarlega
verið að skoða á tímabili að loka á alla Kín-
verja. En niðurstaðan var sú að tæknilega
væri það ekki framkvæmanlegt. Enda kom á
daginn að sýkingin kom með Íslendingum sem
voru í fríi erlendis.“
Getum við átt von á fleiri faröldrum á næst-
unni og þá jafnvel verri en þessum, eins og
ebólu?
„Já, en ekki ebólu. Hún er allt öðruvísi; hún
smitast ekki auðveldlega milli einstaklinga
heldur þarf snertingu við blóð eða vessa frá
sjúklingum. Við myndum aldrei fá svona út-
breiddan faraldur af völdum ebólu. En fyrir þá
sem hana fá eru 50% líkur á dauða, en þetta er
allt öðruvísi sýking. En svarið er já, við mun-
um fá aftur svona faraldur. Alveg klárlega.
Hvenær það verður veit ég ekki og hvort það
verður heimsfaraldur inflúensu, önnur tegund
af kórónuveiru eða alveg ný veira, það veit ég
ekki. Þetta er ekkert búið, þetta kemur aftur.
Það eina sem við vitum er að heimsfaraldur
inflúensu kemur á 30-40 ára fresti, og svo aðr-
ar veirur líka. Þess vegna þurfum við alltaf að
vera í startholunum og tilbúin að eiga við
þetta.“
Fórum báðar leiðir
Í samræmi við áætlanir var fljótt vitað hvernig
bregðast ætti við til að takmarka tjón af völd-
um kórónuveirunnar.
„Fræðin um hvernig á að verjast svona sjúk-
dómi eru tiltölulega einföld. Það er ekki margt
sem hægt er að bjóða upp á. Í grunninn er
hægt að tala um tvenns konar aðgerðir. Ann-
ars vegar skaðaminnkandi aðgerðir sem felast
í því að gera sem minnst til að hemja út-
breiðslu veirunnar en reyna að vernda þá sem
fara verst út úr sýkingunni, viðkvæma hópa.
Þú reynir að styrkja heilbrigðiskerfið til að
það sé tilbúið að eiga við þetta en gerir ekkert
mikið meira. Hins vegar er hægt að fara þá
leið að reyna með öllum tiltækum ráðum að
stoppa veiruna, minnka útbreiðsluna og fækka
sýkingum eins og hægt er. Við höfum farið
báðar leiðir strax frá byrjun,“ segir hann.
„Spítalar og gjörgæslur undirbjuggu sig og
það var reynt að slá skjaldborg utan við við-
kvæma hópa. Það er skaðaminnkandi aðgerð.
Hina aðgerðina, að reyna að stoppa veiruna og
sveigja kúrfuna eins mikið og hægt er, fórum
við líka í með því að greina einstaklinga mjög
snemma, taka sýni og finna þessa einstaklinga.
Beita einangrun og fara svo í smitrakningu, en
það var gert í samvinnu við lögreglu. Þegar
mest var unnu þrjátíu manns á tveimur vökt-
um, bara við það að rekja smit. Það er enginn
betri í því að rekja og finna fólk en lögreglan
og hefur þetta samstarf verið alveg til fyr-
irmyndar,“ segir Þórólfur og segir vel hafa
gengið að finna fólk og setja það í sóttkví.
„Svo var farið af stað með samkomutak-
markanir. Þannig að við gerðum mjög margt
til að sveigja kúrfuna niður en fórum ekki alla
leið eins og sumar þjóðir sem settu á út-
göngubann eða lokuðu landamærum. Við töld-
um ekki að það myndi skila neinum auka ár-
angri en myndi valda miklu meiri
samfélagslegum skaða. Við fórum tiltölulega
væga leið og við töldum strax í byrjun að ekki
„Sú umræða kom fljótt upp hér
hvort ekki ætti bara að loka Íslandi
til að koma í veg fyrir að veiran
kæmi hingað til lands. Mín afstaða
var sú að það myndi valda miklu
meiri skaða en að grípa til annarra
ráðstafana,“ segir sóttvarnalækn-
irinn Þórólfur Guðnason.
’Árangurinn af öllu þessuvar miklu meiri og betri enég þorði að gera mér vonirum. Kúrfan togaðist niður
mjög hratt og í raun hraðar
heldur en annars staðar.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma
Möller landlæknir og Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir hafa verið með dag-
lega blaðamannafundi undanfarna mán-
uði til að upplýsa þjóðina um gang mála.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson