Fréttablaðið - 07.01.2021, Side 4

Fréttablaðið - 07.01.2021, Side 4
Ávinningur námskeiðsins: • Stækka þægindahringinn og auka sjálfstraust • Rækta varanleg sambönd • Muna nöfn og nota þau • Veita öðrum innblástur Árið 2021 mun færa okkur nýtt norm. Við þurfum sveigjanleika, frumkvæði og jákvætt viðhorf til að mæta nýjum áskorunum. Dale Carnegie hjálpar þér leysa úr læðingi orkuna sem býr í þér. Sjáðu næstu námskeið á dale.is – Staðbundin eða live online Ertu klár fyrir nýja normið? Nánar á dale.is • Kynna hugmyndir á skýran og hnitamiðaðan hátt • Takast á við ágreining á háttvísan máta • Nota sannfæringarkraft og selja hugmyndir • Stjórna streitu, kvíða og viðhorfi • Sýna leiðtogafærni ,,Ég er öruggari í tjáningu og finn fyrir meira sjálfstrausti og er tilbúnari að takast við frekari áskoranir. Viðhorf mitt er jákvæðara og ég er spenntari fyrir framtíðinni. Þjálfararnir voru frábærir. Mæli hiklaust með þessu. - 43 ára gamall þátttakandi á live online námskeiði Copyright © 2020 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Ad_5x10_dcc_121620 LÖGREGLUMÁL Heimsfaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á af brota- hneigð landsmanna, ef marka má bráðabirgðatölur ríkislögreglu- stjóra um afbrotatíðni á nýliðnu ári. Áfeng islagabrotum fæk kaði mest milli ára eða um 52 prósent. Umferðarlagabrotum fækkaði um fjórðung miðað við árið á undan. Hegningarlagabrotum fjölgaði hins vegar lítillega milli ára. Mest var fjölgunin í f lokki brota gegn friðhelgi einkalífs eða um 27 pró- sent. Skráð kynferðisbrot voru 532 talsins í fyrra, rúmum fimm pró- sentum færri en árið á undan, eftir töluverða fjölgun á undanförnum tveimur árum. Öðrum of beldis- brotum fjölgaði um tæp sjö prósent. Skráðum fíkniefnabrotum fækk- aði mjög á síðasta ári eða um rúm 19 prósent. Skráðum brotum sem tengjast f lutningi fíkniefna milli landa fækkaði um 24 prósent. Lagt var hald á 27 kíló af amfeta- míni í fyrra, sem er helmingi minna en metárið 2019. Þá var aðeins lagt hald á tæp átta kíló af kókaíni á nýliðnu ári, sem er 81 prósenti minna en árið 2019. Kókaíninnf lutningur hefur ekki verið minni síðan árið 2014. Mun minna var einnig haldlagt af hassi en síðustu ár, en hins vegar voru flutt inn 87 kíló af maríjúana sem er yfir 90 prósenta aukning milli ára. Fjöldi haldlagðra kannabis plantna var svipaður og síðustu ár. Lagt var hald á 6.600 e-töflur sem er gríðarleg aukning milli ára en magn þeirra er sveiflukennt frá ári til árs. – aá Fíkniefnasmygl dróst saman um fjórðung í fyrra Takmarkaðar samgöngur milli landa hafa áhrif á tíðni smygls. ÚTFARIR „Þetta er oft almennur trassaskapur, það á alltaf að fara að gera hlutina en svo frestast þeir,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur þar sem alls 271 duftker bíður þess í hillum í bálstofunni að verða sótt og greftrað. Að sögn Þórsteins hefur duftker lengst staðið uppi í hillu á skrif- stofu kirkjugarðanna í sjö ár og bíður þess enn að vera sótt af aðstandendum hins látna. Hann segir að kirkjugarðarnir beini því eindregið til fólks að sækja kerin. Garðarnir hafi sérstakar hitamott- ur sem geri kleift að grafa kerin í jörðu þegar kalt er og nú sé tekið á móti grafarbeiðnum. Um árabil hefur reglulega þurft að biðla til mjög margra um að sækja kerin og koma þeim í jörðu. Þórsteinn segir að aðallega séu þrjár ástæður fyrir því að kerin séu ekki sótt og grafin. Í fyrsta lagi beri fólk fyrir sig að það hafi haldið að jarðsetningin yrði sjálf- krafa framkvæmd af kirkjugörð- unum. Í öðru lagi sé oft beðið eftir tilteknum ættingja frá útlöndum sem síðan aðhafist ekkert. Og þá vita aðstandendur stundum ekki af því að málin séu ófrágengin vegna samskiptaleysis innan fjöl- skyldna. Kostnaður við að sækja kerin og láta grafsetja þau er enginn, segir Þórsteinn, þar sem sá kostnaður hafi þegar verið greiddur þeirri útfararstofu sem sá um útförina. Fólk eigi því inni hjá stofunum þá þjónustu að senda inn beiðni um að ljúka útfararferlinu. Einnig fá aðstandendur uppgefið á hvaða degi líkbrennslan fari fram og er því hægara um vik að ákveða jarð- setningardag duftkers. „Við viljum þó ekki taka frum- kvæðið að því að grafa kerin, það hefur ekki gefið góða raun því við það vaknar meðvitund fólks stundum og það verður ósátt,“ segir Þórsteinn, en allir sem sæki ekki ker síns látna aðstandanda fái bréf með beiðni um að ganga frá málum. Sú aðferð hafi hins vegar borið takmarkaðan árangur. „En það er ákveðin virðing að sinna þessu,“ undirstrikar hann. Líkbrennsla hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum. Árið 2019 völdu tæp 44 prósent bálför og langt yfir helmingur allra útfara á höfuðborgarsvæðinu var bálfarir, samkvæmt nýjustu tölum Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma. linda@frettabladid.is Á þriðja hundrað duftkera í óskilum í hirslum bálstofu Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur biðlar til aðstandenda að sækja 271 duftker, sem sum hafa beðið í sjö ár eftir greftrun. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk vitji ekki keranna og komi þeim í jörðu. Eng- inn viðbótarkostnaður fylgir grafarbeiðnum. Hitamottur gera kleift að taka grafir þótt frost sé í jörðu. Hluti duftkeranna sem bíða ástvina í bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur. Sum hafa beðið í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við viljum þó ekki taka frumkvæðið að því að grafa kerin, það hefur ekki gefið góða raun. Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur STJÓRNSÝSLA Sveitarstjórn Múla- þings ákvað á fundi sínum í gær að óheimilt verði að byggja á því svæði á Seyðisfirði þar sem skriðuföll urðu í desember síðastliðnum. Þannig verður bannað að endur- byggja hús á tíu lóðum, en þar af eru fimm lóðir þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsnæði. „Sveitarstjórn Múlaþings heimil- ar ekki endurbyggingu húsa á eftir- farandi lóðum fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir á ofan- f lóðavörnum,“ segir í samþykkt sveitarfélagsins. Tillagan var unnin í samvinnu við Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Fram kom í máli Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múla- þings, á fundinum í gær að þeir sem orðið hafa fyrir tjóni fái fullar bætur úr sjóðnum samkvæmt brunabóta- mati. Þá kom fram á fundinum í gær að Síldarvinnslan á Seyðisfirði geri ráð fyrir að vinnsla hefjist í næstu viku en dregið verði úr umferð í kringum starfsemina eins mikið og unnt er. – hó Bannað að byggja þar sem skriðurnar féllu Skriðurnar ollu miklu eignatjóni. DÓMSMÁL Jóhannes Tryggvi Svein- björnsson var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað f jórum konum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- ness en þinghald í málinu var lokað. Niðurstaðan kom Steinbergi Finnbogasyni, verjandi Jóhann- esar Tryggva, á óvart. Málinu verður áfrýjað til Landsréttar. Jóhannes Tryggvi var ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti líkamsmeðhöndlun vegna stoðker f isvandamála á árunum milli 2007 til 2017. Rannsóknin hófst haustið 2018, það ár fjallaði Fréttablaðið um málið. Jóhannes lýsti yfir sakleysi sínu bæði við rannsókn málsins og fyrir dómi. – ab Fékk fimm ára dóm fyrir fjórar nauðganir 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.