Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 6
jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND COVID-19 Mikil töf hefur orðið á því að nýtt greiningartæki, sem nýtist meðal annars við greiningar á COVID-19, verði tekið í notkun á Landspítalanum. Tækið var keypt um mitt síðasta ár og upphaf lega var vonast til þess að það yrði tekið í notkun í nóvember. Það gekk ekki eftir en nú er stefnt að því að tækið verði klárt til notkunar í byrjun febrúar. Tækið, Cobas 8800 frá framleið- andanum Roche, kostaði stjórnvöld um 100 milljónir króna en það mun þrefalda möguleg afköst Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Í dag getur deildin greint allt að 2.000 sýni á sólarhring með sínum tækja- búnaði og hefur því þurft að treysta á aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar til þess að ná hámarksafköstunum upp í 5.000 sýni á sólarhring. Þegar hið nýja tæki verður tekið í gagnið verður afkastageta Landspítalans 6.000 þúsund sýni á sólarhring. Tækið kom loks til landsins þann 13. desember síðastliðinn en er svo sérhæft að hvorki tæknimenn Land- spítalans né umboðsaðilans Lýru mega koma nálægt því að setja það upp. „Við megum ekki opna kass- ana sjálf og því verður að bíða með alla uppsetningarvinnu þangað til tæknimenn koma frá fyrirtækinu að utan. Því miður var orðið svo skammt til jóla að við fengum ekki ekki tæknimenn fyrir áramót,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýkla- og veirufræðideild Land- spítalans. Tæknimennirnir koma til landsins um helgina og hefja uppsetningu í byrjun næstu viku ef sýni þeirra reynast neikvæð. Tækið ætti að óbreyttu að komast í notkun í byrjun febrúar eins og áður segir. Karl segir að í ljósi mikilvægis tækisins hafi verið reynt að reka á eftir afhendingunni en ekkert hafi verið við það ráðið. „Við höfum ekki fengið aðrar skýringar á töfinni á af hendingu heldur en COVID-19 álag,“ segir Karl. – bþ Nýtt COVID-greiningartæki Landspítala enn ekki komið í gagnið Hið nýja tæki mun þrefalda afköst Sýkla- og veirufræðideildar LSH FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Karl G. Kristins- son, yfirlæknir Sýkla- og veiru- fræðideildar LSH STJÓRNMÁL Demókratar munu stjórna báðum deildum Bandaríkja- þings næstu tvö árin, en báðir fram- bjóðendur flokksins fóru með sigur af hólmi í sérstöku kjöri til öldunga- deildarinnar í Georgíu í gær. Þingsæti ríkisins voru skipuð Repúblikönum fyrir kosningarnar en í kjölfar þeirra er öldungadeildin þannig skipuð að Repúblikanar eru með 50 þingmenn á móti 48 þingmönnum Demókrata en tveir óháðir þingmenn bætast þar við, sem fylgja Demókrötum að málum. Ef atkvæði í þinginu eru jöfn á varaforseti Bandaríkjanna úrslita- atkvæðið og það embætti skipa Demókratar einnig eins og kunn- ugt er. Demókratar eru því vel settir næstu tvö árin. Þingmennirnir sem sigruðu í Georgíu í gær eru Raphael War- nock og Kelly Ossoff. Warnock er fyrsti svarti öldungadeildarþing- maðurinn úr röðum Demókrata sem er kjörinn í Suðurríkjunum og Ossoff er yngsti öldungadeildar- þingmaðurinn til að ná kjöri frá því að Joe Biden var kjörinn. Warnock mun sitja til 2022 og Ossoff til 2026. Auk þess að halda um valdataum- ana í Hvíta húsinu og öldungadeild- inni eru Demókratar einnig með meirihluta í fulltrúadeild þingsins og geta þeir því komið ýmislegu í verk næstu árin. Báðar deildir nýkjörins Banda- ríkjaþings komu saman í gær til að telja atkvæði kjörmanna til forseta og þar með staðfesta kjör Joes Biden en kjörmennirnir greiddu atkvæði í desember. Biden fékk þar alls 306 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að vinna kosningarnar. Undir venjulegum kringumstæð- um er hlutverk þingsins í forseta- kjöri formsatriði, en eftir umdeildar kosningar er staðan önnur. Trump neitar enn að játa sig sigr- aðan og heldur því fram að kosn- ingasvindl hafi átt sér stað í nóvem- ber, en nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir muni neita að stað- festa kjör Bidens. Meðan á fundar- höldum stóð í þinginu var mótmælt á götum höfuðborgarinnar og fór svo að mótmælendur ruddust inn í þinghúsið og koma þurfti þing- mönnum og öðru starfsliði þingsins í skjól. Þrátt fyrir mótmæli Donalds Trump og stuðningsmanna hans og andmæli nokkurra þingmanna úr röðum Repúblikana getur nánast ekkert komið í veg fyrir að Demó- kratinn Joe Biden sverji embættis- eið sem 46. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. fanndis@frettabladid.is Demókratar við völd í báðum þingdeildum Demókratar náðu í gær meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Stuðnings- menn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið í Washington í gær þar sem fram fór staðfesting á forsetakjöri Joes Biden gegn andmælum Repúblikana. Mótmælendur ruddu sér leið inn í þinghúsið í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Demókratar sigruðu í aukakosningum í Georgíu sem fram fóru á þriðjudag og náðu með því völdum í öldungadeild þingsins. GRÍMSNES „Ég reyni bara að vera jákvæð og treysti því að sveitar- stjórnin f inni lausn á þessu,“ segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, félagi í Ásgarðsnefnd Oddfellow, en nefndin sendi í desember bréf til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, þar sem hún lýsir yfir óánægju sinni með að við gerð nýs Búrfellsvegar misstu félagsmenn Oddfellow vegasam- band við landsvæði í sinni eigu í Ásgarðslandi í Grímsnesi. „Það er ekki bílfært að landinu nema í gegnum hlið Þórstígsfélags- ins svo fólk þarf að þekkja einhvern til að komast í gegn,“ segir Ingi- björg og bætir við að landinu sem um ræðir hafi verið ætlað að vera opið öllum. „Ekki bara félögum í Oddfellow heldur landsmönnum öllum.“ Í bréfinu segir að Oddfellowum standi til boða aðgangur að hliði Þórstígsfélagsins og að í þeim aðgangi felist að fimm símanúmer geti opnað hliðið með símtali. Ingibjörg segir það óásættanlega lausn þar sem félagsmenn séu í það minnsta tvö hundruð talsins og að þau öll, ásamt almenningi, ættu að hafa aðgang að landinu. „Þetta er of boðslega fallegt tíu hektara land sem Oddfellowstúk- unum var gefið og það er skilyrt þannig að við megum ekki byggja þarna, heldur er þetta skógræktar- og útivistarsvæði. Þarna höfum við plantað miklu af trjám og þetta er bæði mikið berjaland og skemmtilegt útivistarsvæði, það er bara hundfúlt að þetta sé svona en ég trúi því að það finnist á þessu lausn,“ segir Ingibjörg. Í bréfinu skorar nefndin á sveit- arfélagið að leiðrétta þau mistök sem sem leiddu til þess að umrætt land var skilið eftir vegasambands- laust. Þess er krafist að lausn verði fundin hið snarasta „annars er okkur nauðugur einn kostur að leita réttar okkar“. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar um miðjan desember og var Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita Grímsnes- og Graf ningshrepps, falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Ása  Valdís segir málið í skoðun en að engin niðurstaða hafi fengist. „Þetta er bókað fimm mínútur í jól svo það er ekkert búið að gerast í þessu eins og staðan er núna,“ segir Ása. – bdj Komast ekki að landi sínu Félagsmenn í Oddfellow komast ekki lengur að landsvæði sínu í Ásgarðs- landi í Grímsnesi eftir að nýr Búrfellsvegur var lagður. MYND/AÐSEND 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.