Fréttablaðið - 07.01.2021, Page 12

Fréttablaðið - 07.01.2021, Page 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Ljóst er að Sjálfstæðis- flokknum er ætlað að vera úti í kuld- anum. Borgin er á byrjunarreit með skipu- lagsmálin. Þar er flösku- hálsinn og óvissan. Það var í hittiðfyrra að samgöngusáttmáli sveitar-félaga og ríkis var undirritaður. Í sáttmálanum er kveðið á um að flýta eigi gatnamótum við Bústaðaveg og Arnarnesveg við Breiðholtsbraut. Fram- kvæmdum við þessu mikilvægu gatnamót eigi að ljúka árið 2021. Nú í byrjun þessa árs, sem við öll bindum vonir við að verði gott, er ekki búið að samþykkja hönnun á þessum framkvæmdum. Hvað þá meira. Skipulagsmálin eru flöskuháls í borginni í þessu máli sem mörgum öðrum. Hér er það borgin sjálf sem á að klára heimavinnuna en hefur ekki gert það. Þá er það Sundabraut sem er lykilhluti sáttmálans, en borgarstjóri hefur talað fyrir jarðgöngum á meðan formaður skipulagsráð borgarinnar hefur talað fyrir hjólavænni útfærslu ofanjarðar. Helst ekki braut samt. Svo er það Keldnalandið, en það átti að hefja skipulagningu þess árið 2019. Nú er komið árið 2021 og ekkert verið skipulagt. Loks átti að „ráðast strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu“. Það hefur enn ekki orðið, en borgin hefur í staðinn farið í vafasöm útboð á eldra kerfi. Borgin á byrjunarreit Nú þegar við komumst út úr kófinu munum við aftur vera meira á ferðinni. Það hefði verið gott að nýta tímann síðustu árin til að greiða úr þeim umferðar- flækjum sem búnar hafa verið til. Þegar ferðamenn koma aftur til með að aka á bílaleigubílum hefði verið betra að hafa efnt það sem lofað var. Borgin er á byrjunarreit með skipulagsmálin. Þar er flösku- hálsinn og óvissan. Á meðan svo er gerist ekkert þrátt fyrir góðan vilja ríkisins og Alþingis til verkefnanna. Í ljósi þessarar stöðu er rétt að endurskoða sáttmálann. Ekki síst þar sem nú er búið að stofna félagið Betri samgöngur um verkefnin. Tíminn sem átti að nota í að skipuleggja samgönguverkefnin hefur tapast. Nú þarf að stokka spilin og endurskoða sáttmálann í ljósi raunveruleikans. Samgöngusáttmálinn vanefndur Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokks- ins í Reykjavík Kosningabaráttan fyrir alþingis-kosningar síðar á árinu er um það bil að skella á. Sumir eru reyndar þegar byrjaðir, eins og sjá mátti á pistli sem stofnandi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, skrifaði á dögunum á Miðjuna. Þar dró hann hvergi af sér í gagnrýni á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson. Orðin sem þar voru notuð eru sannarlega ekki með þeim fegurstu í íslenskri tungu. Fréttablaðið er borgaralegt blað og til að gæta alls velsæmis er hér ekki vitnað orðrétt í Gunnar Smára. Látum nægja að segja að Gunnar Smári hafi hvergi farið sparlega með notkun á svívirðingum þegar kom að því að lýsa Bjarna Benediktssyni sem stjórn- málamanni. Gunnar Smári sló ófagran tón í þessari grein sinni, sem er lýsandi fyrir það ofstæki sem of oft má sjá í skrifum þar sem pólitískur andstæðingur er stimpl- aður sem fyrirlitlegur stjórnmálamaður. Umræða af þessu tagi er ekki nokkuð sem þjóðin þarf á að halda. Í framhjáhlaupi má svo velta því fyrir sér hversu sérkennilegt það er að þeir sem spara ekki ofstækisfull ummæli um aðra eru sjálfir ofurvið- kvæmir og grenja reiðilega þegar gagnrýni beinist að þeim sjálfum. Ekki skal þó fullyrt að þetta eigi við um Gunnar Smára – sjáum til. Hér er sannarlega ekki verið að mæla með krútt- legum og kisulegum umræðum í kosningabaráttu. Þær eiga að vera snarpar en um leið málefnalegar og ekki er verra ef þær eru skemmtilegar. Þrátt fyrir allt er lífið ansi oft skemmtilegt – og það má ekki gleym- ast. Lífið er líka stutt og þess vegna er um að gera að reyna að njóta þess eins og mögulegt er og muna að innri ró er mikilvægari en veraldlegur auður. Það hljóta allflestir að skilja – líka sósíalistar. Þetta árið eru kosningar haldnar á sérkennilegum tíma, um haust en ekki vor. Ástæðan er augljós. Rík- isstjórnarflokkarnir vilja halda í völdin eins lengi og mögulegt er. Erfitt er að sjá fyrir sér að þjóðin verði í sumar full eldmóðs vegna tilhugsunar um kosningar sem vitanlega hefði átt að halda nú í vor. Tímasetning kosninganna kann að vera vís- bending um að formenn ríkisstjórnarflokkanna geri sér grein fyrir því að dagar þessarar ríkisstjórnar séu senn taldir. Þess vegna kjósa þeir að hanga á ráð- herrastólunum nokkrum mánuðum lengur. Það léttir þeim örugglega ekki lífið að hluti stjórnarand- stöðunnar er farinn að tala eins og hún sé um það bil að setjast í ráðherrastólana, við hlið hins ástsæla formanns Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur. Ljóst er að Sjálfstæðisflokknum er ætlað að vera úti í kuldanum. Hann mun hafa gott af því, engum einum flokki er hollt að vera of lengi við stjórn. Landsmenn hafa líka gott af því að uppgötva að það er vel hægt að stjórna landinu án afskipta Sjálf- stæðisflokksins. Allavega er þá von til þess að látið verði af hinu stórfurðulega og um leið óhuggulega dekri við útgerðarauðvaldið. Ýmislegt bendir til að breytingar verði í pólitík- inni á þessu ári. Það er til nokkurs að hlakka. Kosningar Frumkvöðlar fagna Íslenskir frumkvöðlar hafa verið að gera gott mót utan land- steinanna undanfarna mánuði. Eftir velheppnað hlutafjárútboð í haust hefur gengi fyrirtækisins Unity, sem Davíð Helgason var einn af stofnendum að, marg- faldast og á dögunum var greint frá því að hlutur Davíðs væri rúmlega 200 milljarða virði. Í gær var síðan greint frá því að Twitter hefði keypt fyrirtækið Ueno sem Haraldur Þorleifsson stofnaði einn síns liðs árið 2014. Kaupverðið hefur ekki enn verið gefið upp en ljóst er að það hleypur á milljörðum króna. Þessi tíðindi eru afar ánægjuleg og vonandi verða þau til þess að stjórnvöld horfi enn frekar til íslenskrar nýsköpunar. Bölvun bjúrókrata Það væri nefnilega mikil þörf á frumkvöðlahugsun inn í íslenska stjórnsýslu og stjórn- mál. Íslenskir bjúrókratar hafa nefnilega verið að gera arfaslakt mót utan landsteinanna síðustu mánuði. Í gær var greint frá því að líklega myndu aðeins 8% þjóðarinnar fá bólusetningu á fyrsta ársfjórðungi. Í stað þess að hegða sér eins og frjáls og full- valda þjóð og leita allra leiða til þess að verða sér úti um bóluefni sem fyrst, þá fóru Íslendingar í skriffinnskuröð Evrópusam- bandsins og bíða þar kurteisir þar til röðin kemur að þeim. Hvenær sem það nú verður. 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.