Fréttablaðið - 07.01.2021, Side 13

Fréttablaðið - 07.01.2021, Side 13
Netapótek Lyavers –Apótekið heim til þín Kaupaukifylgir* lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Í Netapóteki Ly avers á lyaver.is getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð ly averðið þitt. Mikið úrval af vítamínum og bætiefnum. Lágt vöruverð og heimsending um land allt. Gerðu verðsamanburð! *Ef verslað er fyrir meira en 5.000 kr. AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Viðskiptasamningur Breta og Evrópusambandsins, sem tók gildi um áramótin, var góð lausn fyrir báða aðila eins og málum var komið. Fyrir Ísland og þau lönd önnur, sem eftir eru á innri markaði Evrópusambandsins, er þetta eigi að síður mjög stórt skref til baka. Þeir sem eru fylgjandi frjálsum viðskiptum geta með engu móti fagnað meiri takmörkunum og fleiri hindrunum. Tvær grímur renna á breskan almenning Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins fagnar hins vegar þessum tíma- mótum með háfleygum yfir- lýsingum. Brexit var samþykkt með mjög naumum meirihluta. Nýjustu kannanir sýna aftur á móti að aðeins 38 prósent eru enn fylgjandi útgöngu en 48 prósent eru á móti. Hugmyndafræðin, sem varð ofan á í breska Íhaldsflokknum, og naumur meirihluti keypti á markaðsverði í þjóðaratkvæða- greiðslunni, byggði á þeirri stað- hæfingu að það væri andstætt fullveldi Stóra-Bretlands að deila ákvörðunum með öðrum þjóðum. Meðan breska Íhaldsflokks- stjórnin hrósar happi yfir því að hafa endurheimt fullveldið benda kannanir hins vegar til þess að tvær grímur hafi runnið á meiri- hluta þjóðarinnar. Hvað veldur því? Fullveldi fyrir þingmenn  en ekki þjóðina Í f lestra augum eru fullveldi og frelsi nátengd hugtök. Sú tenging byggir á því að stjórnvöld nýti fullveldisréttinn til þess að gefa almennum borgurum og fyrir- tækjum þeirra sem mest svigrúm til athafna í viðskiptum, vísindum og listum. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að stjórnvöld nýti fullveldið á þann hátt. Almenningur í Bretlandi virðist smám saman vera að átta sig á því að hugmyndir forystu- manna breska Íhaldsflokksins um fullveldi beindust fyrst og fremst að því að auka að nafninu til svig- rúm þingmanna til ákvarðana á kostnað athafnafrelsis borgaranna og fyrirtækja þeirra. Brexit snerist með öðrum orðum um fullveldi fyrir þing- menn en ekki þjóðina. Nýjar hindranir Þó að viðskiptasamningurinn tryggi tollfrjáls viðskipti með vörur er verið að reisa margvís- legar nýjar viðskiptahindranir. Skrifræði eykst til mikilla muna á landamærum með auknum kostnaði fyrir stjórnvöld og fyrir- tæki. Viðskiptin ganga líka hægar, jafnvel þó að nýja tölvuvædda skrifræðiskerfið gangi snurðulítið fyrir sig. Þjónustuviðskipti falla fyrir utan samninginn. Þau eru uppi- staðan í breskum þjóðarbúskap. Nýjar hindranir, stórar og smáar, rísa upp á þessu sviði. Ýmis verk- efni f lytjast yfir til meginlandsins. Frjáls för fólks hefur verið aflvaki fyrir lista- og menningarlíf. Nú er dregið úr því frelsi. Nemenda- skipti falla niður og frelsi náms- manna skerðist. Minna frelsi og meira „fullveldi“ Meira í orði en á borði Til þess að halda tollfríðindum verða Bretar í öllum megin- atriðum að fylgja svipuðum samkeppnisreglum og gilda á innri markaði Evrópusam- bandsins. Komi upp ágreiningur sker alþjóðlegur gerðardómur úr. Aukið sjálfstæði þingmanna er því fremur í orði en á borði. Evrópusambandið er með samninga við yfir eitt hundrað ríki. Þó að Bretar nái á næstu árum að gera jafn marga samn- inga munu þeir ekki vega upp á móti skertu athafnafrelsi á innri markaði Evrópu. Aukið fullveldi þingmanna að nafninu til þýðir minna frelsi almennra borgara og fyrirtækja þeirra. Minna athafnafrelsi þrengir svo möguleika atvinnu- lífsins til þess að vaxa með sama hraða og samkeppnislöndin. Áhrif Breta í alþjóðasamfélag- inu dvína. Í augum umheimsins hefur fullveldi Breta veikst en ekki styrkst. Endurómur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks Miðf lokkurinn og Sjálfstæðis- f lokkurinn hafa um nokkurt skeið endurómað sömu hugmyndafræði og breski Íhaldsf lokkurinn. Báðir f lokkarnir eru andvígir því að auka athafnafrelsi með fullri aðild að Evrópusambandinu. Í báðum f lokkum er vaxandi andstaða við aðild Íslands að innri markaði Evrópusam- bandsins. Vegna ágreinings í Sjálfstæðisf lokknum tók það ríkisstjórnina til að mynda meira en heilt ár að afgreiða nýjar og bættar evrópskar reglur á sviði orkumála. Ef VG hefði verið jafn sundrað í því máli er eins víst að EES-samningurinn væri í upp- námi. Nái Miðf lokkurinn og Sjálf- stæðisf lokkurinn saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að það verði á kostnað viðskiptafrelsis og neytenda- verndar. Það mun veikja sóknar- möguleika íslensks atvinnulífs. Meðan breska Íhaldsflokks- stjórnin hrósar happi yfir því að hafa endurheimt full- veldið benda kannanir hins vegar til þess að tvær grímur hafi runnið á meirihluta þjóðarinnar. Hvað veldur því? S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.