Fréttablaðið - 07.01.2021, Qupperneq 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Skeifunni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 533 4450 | everest.is
everest@everest.is | facebook.com/everestverslun
Komdu á
skíði í vetur
20% afsláttur af öllum
gönguskíðapökkum
Swix Blizzard Beanie
Hlý og góð húfa
Verð 3.995,-
Swix Strive Jkt W
Frábær dömujakki í
skíðagönguna
Verð 19.995,-
Swix Race Jkt M
Frábær herrajakki í
skíðagönguna
Verð 31.995,-
Swix Cross Glove
Góðir alhliða hanskar
Verð 4.995,-
Northug Classic
Performance
Frábær sólgleraugu í allar
íþróttir
Verð 13.995,-
Swix RaceX Warm W
Undirfatnaður fyrir dömur
Verð 11.995,-
Skijack
Ómissandi í bílskúrinn
Verð 10.995,-
Swix RaceX Carbon LS M
Undirfatnaður fyrir herra
Verð 7.495,-
Rudy Project Cutline
Frábær sólgleraugu í allar
íþróttir
Verð 31.995,-
Mikið úrval af Swix
skíðaáburði
Ne t f l i x- þ æ t t i r n i r C obr a K a i er u vægast sagt síðbúið framhald á átaka-sögu Daniels og Johnny, sem hófst
með kvikmyndinni The Karate Kid
1984. Þættirnir hafa slegið hressi-
lega í gegn og í kjölfar frumsýningar
þriðju seríu á nýársdag hafa þeir
verið öruggir í efstu sætum vin-
sældalista Netflix á Íslandi.
„Ég reyndar horfði á fyrsta þátt-
inn í gær,“ segir Karl Gauti Hjalta-
son, þingmaður Miðflokksins, sem
veit ýmislegt um karateklúbba og
hina fornu japönsku sjálfsvarnar-
íþrótt í kvikmyndum þótt hann hafi
ekki haft tíma til að kafa djúpt ofan
í Cobra Kai.
Hann var frekur til fjörs-
ins á árum áður, meðal
annars sem stofnandi
og formaður Karate-
félagsins Þórshamars
frá 1979–1985 og for-
maður Karatesambands
Íslands frá 1985–1998 og
þegar hann hætti var
hann löngu kominn með
hið eftirsótta svarta belti.
„Þetta hafði mikil áhrif
á áttunda áratugnum. Þá var Bruce
Lee náttúrlega látinn,“ segir Karl
Gauti, sem æfði karate í dýrðarljóma
goðsagnarinnar Bruce Lee. „Hann
deyr 1973 en myndirnar gengu lengi
og það var alltaf horft til hans eins
og hins eina sanna.
Þumbinn Chuck Norris
Menn horfðu á þessar myndir hans
og þá sérstaklega Í klóm drekans,
sem var náttúrlega toppurinn og
allir voru búnir að sjá hana. Margoft
jafnvel,“ heldur Karl Gauti áfram um
Lee. „Síðan komu alls konar aðrar
myndir og alltaf fylltust bíóhúsin og
karatenámskeiðin fylltust í kjölfarið.
Chuck Norris var talinn svona
þumbi og þunglamalegur og það
var ekki eins gaman að honum. Mér
fannst hann aldrei skemmtilegur.“
Norris átti þó seinna meir eftir að fá
uppreist æru sem internetbrandari.
„Þetta er fyrst og fremst hugsað
sem sjálfsvarnaríþrótt. Alveg frá
grunni. Og það kemur fram
í öllum þessum myndum,
alveg sama hvort það eru
Bruce Lee-myndirnar,
Karate Kid, eða þetta
Cobra Kai,“ segir Karl
Gauti. „Menn eru að
þjálfa sig upp. Þeir verða
fyrir einhverjum ágangi og
góði gæinn náttúrlega bíður og
lætur berja sig aðeins áður en hann
tekur til varna.“
Bruce Lee og bílabón
Bruce Lee-myndirnar og þær sem
fjalla um Karate Kid eiga það líka
sameiginlegt að hafa laðað fólk að
íþróttinni. „Það gerist það sama
þegar Karate Kid kemur þarna 1984,
en það var kannski ekki alveg eins
áberandi og þetta höfðaði kannski
líka til yngri krakka meira en þessar
Bruce Lee-myndir.
„Þarna var ungur strák-
ur sem var lagður í ein-
hvers konar einelti og
fór svo að æfa hjá eldri
manni og maður áttaði
sig alveg á því hvað var
að gerast þótt aðrir hafi
kannski ekki gert það,“
segir reynd ur karateþjálf-
arinn um þann sérkenni-
legan kennslu grunn herra
Miyagi að láta Daníel hinn
unga bóna bíla.
„Þetta voru náttúrulega allt
saman ákveðnar hreyfingar og svo
kom þetta allt heim og saman í lokin
og þetta olli því að krakkar fylltu
þarna alla byrjendahópa,“ segir Karl
Gauti sem lét staðar numið fyrir
rúmum tveimur áratugum.
Gula beltið í skák
„Svona eftir á að hyggja þá eyddi
ég rosalegum tíma í að æfa, kenna,
stjórna og dæma. Það fór gríðarleg-
ur tími hjá mér í þessi fjögur atriði
í áraraðir,“ segir Karl Gauti, sem lét
af formennsku Karatesambandsins
eftir þrettán ár og sagði skilið við
sportið þegar hann gerðist sýslu-
maður í Vestmannaeyjum.
„Ég sneri mér reyndar mjög hratt
að annarri nördaíþrótt þegar ég
villt ist inn á æfingu hjá Taflfélagi
Vest mannaeyja með sonum mínum.
Ég er enginn sérstakur skákmað ur
en stuttu seinna var ég orðinn
for mað ur Taf lfélagsins.
Ég er ekki kominn með
svarta beltið í skák, ætli
ég sé ekki bara rétt að ná
gula. Eitthvað svoleið-
is,“ segir Karl Gauti, sem
af greiddi skákþættina
Queen’s Gambit á Netflix
mun hraðar en Cobra Kai. „Ég
vona bara að þessi karatesería
hafi sömu áhrif á starfsemi karate-
félaganna og Queen’s Gambit hefur
gert fyrir skákfélögin.“
toti@frettabladid.is
Með svarta beltið í
karate og gult í skák
Alþingismaðurinn Karl Gauti Hjaltason var með svarta beltið í
karate þegar hann hætti og vonast til að Cobra Kai-þættirnir geri
það sama fyrir karatefélögin og Queen’s Gambit fyrir skákina.
Þingmaðurinn æfði karate á meðan ljómi Bruce Lee var enn yfir bardagaíþróttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Í „viðbragðsstöðu“ eins og það var orðað í texta við mynd GVA í DV 1987.
Bruce
Lee.
Daniel
í Cobra
Kai.
7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð