Bæjarins besta

Útgáva

Bæjarins besta - 24.03.1987, Síða 1

Bæjarins besta - 24.03.1987, Síða 1
 (f H-PRENT SF. BLAÐAÚTGÁFA, ÖLLALMENN PRENTÞJÓNUSTA. J ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 1987 4. ÁRGANGUR Bolungarvík: Tíu ára hnáta íþróttamaður ársins! íþróttamaöur ársins 1986 í Bolungarvík var kjörinn á sunnu- dagskvöldiö. Athöfnin fór fram í félagsheimili staöarins að við- stöddu fjölmenni. Víðir Bene- diktsson, formaður íþróttaráðs, lýsti kjörinu. Fyrir valinu að þessu sinni varð sundkonan Erna Jóns- dóttir, en hún verður 11 ára á þessu ári. Sem viðurkenningu hlýtur hún farandbikar, sem hún varðveitir í eitt ár, afsteypu af honum til eignar og viðurkenningarskjal. Erna á öll íslandsmet í flokki hnáta (10 ára og yngri). Á síð- asta ári setti hún 41 Bolungar- víkurmet og 38 Vestfjarðamet. Hún sigraði með miklum yfir- burðum í báðum sínum greinum á aldursflokkameistaramóti ís- lands sem haldið var sl. sumar, og setti þar glæsileg íslandsmet. Erna hefur æft sund frá 7 ára aldri. Nú æfir hún fjórum sinnum í viku undir stjórn þjálfara sund- deildarinnar. Foreldrar hennar eru þau Rannveig Snorradóttir og Jón Valgeir Guðmundsson. Óshlíðin kláruð í vor og í sumar stendur til að leggja slitlag á það sem eftir er af Óshlíðinni. Það er fyrirtækið Hag- virki sem vinnur verkið. Að sögn Gísla Eiríkssonar hjá Vegagerðinni eru það um 1,8 km sem eftir eru á sjálfri Óshlíðinni. Einnig stendur til að leggja slitlag á 6,5 km inni í Álftafirði og 5,5 km í Dýrafirði. Frá verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu i Hnífsdal síðastliðið sunnudagskvöld vegna firmakeppni hjá Bridgefélagi ísafjarðar. Til hægri á myndinni er Halldór Sveinbjörnsson sem tók á móti fyrstu verðlaunum fyrir hönd Bæjarins besta, í miðjunni er Guð- mundur M. Jónsson sem spilaði til vinnings fyrir BB, og til vinstri er Kristinn Kristjánsson gjaldkeri Bridgefélagsins sem afhenti verðlaunin. Viðburðarík helgi Það hefur verið annasamt hjá lögreglunni a ísafirði undanfarna daga. Aðfaranótt sunnudagsins var hafin leit að skipverja af Hersi frá Hafnarfirði. Slysavarnafélagið og Hjálparsveit skáta voru fengin til að aðstoða við leitina. Lík mannsins fannst í höfninni um morguninn. Hafði hann að öllum líkindum ætlað í land umrædda nótt, en fallið milli skips og bryggju. Rétt eftir hádegi á laugar- deginum var lögregla kvödd út á Hnífsdalsveg að sinna umferðar- óhappi. Skyggni var mjög slæmt og skafrenningur mikill. Þegar komið var á staðinn, kom í Ijós að fimm bílar höfðu lent þarna saman. Fyrst rákust tveir saman, og hinir fylgdu á eftir. Skemmdir urðu töluverðar, en slys á mönnum engin. Að sögn lögreglunnar hefur árekstrum fjölgað umtalsvert upp á síðkastið. Árekstrafjöldi er orðinn jafn mikill nú í mars og hann var í júní í fyrra!

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.