Bæjarins besta - 24.03.1987, Blaðsíða 6
6
BÆJARINS BESTA
Reyklaus dagur á föstudag:
Um rétt þeirra sem ekki reykja
(öðruvísi en þetta hefðbundna reykingavarnakjaftæði)
Á föstudaginn verður „reyklaus
dagur“ á Islandi. Ráðgert er að
framkvæmd hans verði með
svipuðum hætti og á reyklausa
daginn í febrúar árið 1982. Sá
dagur tókst mjög vel. Fjölmargir
reykingamenn tóku þátt í því átaki
og allmargir hættu þá að reykja
fyrir fullt og allt.
Löggjöf um tóbaksvarnir hefur
nú verið í gildi á íslandi um
tveggja ára skeið, og hefur haft
ómetanlegt gildi fyrir það starf
sem unnið hefur verið. Ekki
verður sagt annað en það sé vel
raunhæft að stefna að reyklausu
íslandi árið 2000.
Herferð gegn reykingum er nú
farin víða um heim. Flestar þjóðir
hafa á síðustu árum lagt áherslu
á tóbaksvarnir og tekið upp
ýmsar baráttuaðferðir. Fyrir
nokkru var grein um þessi mál í
bandaríska vikuritinu Time. Þar
kom fram, að í 40 fylkjum Banda-
ríkjanna (af 50) eru reykingar á
almannafæri takmarkaðar að
einhverju leyti. í 33 fylkjum eru
þær bannaðar í strætisvögnum,
lestum og sporvögnum. í 17
fylkjum eru þær bannaðar á skrif-
stofum og öðrum vinnustöðum. í
einstöku fylkjum eru auk þess
allskonar önnur ákvæði um tak-
markanir á reykingum og tóbaks-
auglýsingum. Og í hverri viku
bætast við nýjar reglur, og eldri
reglur eru hertar.
Hér er ekki um það að ræða,
að verið sé að hafa vit fyrir þeim
sem reykja, þótt sumir haldi það.
Og tilgangurinn er ekki fyrst og
fremst sá að draga úr hinum
gífurlega kostnaði þjóðfélagsins
vegna sjúkdóma af völdum reyk-
inga. Eða öðrum kostnaði vegna
þeirra. Það er bara aukabónus.
Hér er einfaldlega verið að gæta
hagsmuna og réttinda þeirra sem
ekki reykja. Auðvitað væri ekki
þörf á löggjöf í þessu skyni ef
reykingamenn virtu sjálfsagðan
rétt þeirra sem ekki reykja og
tækju tillit til þeirra. En stað-
reyndin er sú að mjög margir
reykingamenn gera það ekki.
Þess vegna er þörf á harkalegum
ráðstöfunum á meðan viðhorf
almennings breytast nóg til þess
að þau dugi ein. Að því mun
vissulega koma.
( áðurnefndri grein í Time er
m.a. fjallað um hættuna sem fólki
stafar af reykingum annarra.
Margir reykingamenn virðast ekki
gera sér neina grein fyrir því, að
þeir eru að valda öðru fólki
heilsutjóni með framferði sínu.
Almenn kurteisi og tillitssemi eru
svo sérstakur kapítuli þar fyrir
utan. Margir reykingamenn virð-
ast ekki gera sér neina grein fyrir
því, að reykjarsvæla veldur
mörgu fólki verulegum óþæg-
indum. Og sumir reykingamenn
virðast vera að láta í Ijós van-
máttuga andstöðu sína við bar-
áttuna gegn reykingum (þeir
kalla það stundum skerðingu á
persónufrelsi!) með því að gera í
því að valda öðru fólki óþæg-
indum.
Menn muna það, þegar leyft
var að reykja öðrum megin við
ganginn í farþegaflugvélum, en
bannað hinum megin. Það var
tilgangslítið að öðru leyti en því,
að það var viðurkenning á ein-
hverjum rétti. Nú er slíku hálfkáki
löngu hætt I flugvélum, en það
viðgengst ennþá annars staðar.
Sum borð á veitingahúsum teljast
reyklaus, en ekki önnur. Far-
þegar Flugleiða kannast við
svæluna í flugstöðinni á Reykja-
víkurflugvelli. Þar er lágt undir
loft, og loftræsting í lágmarki.
Þeir sem ekki reykja geta kúldr-
ast afsíðis, og einnig virðist vera
bannað að reykja uppi í loftinu
fyrir ofan borðið þar sem tékkað
er inn. Einu sinni um daginn var
starfsfólk spurt af hverju reykingar
þar við afgreiðsluborðið væru
látnar afskiptalausar, og þá var
því svarað til, að ræða yrði við
yfirmenn Flugleiða um það!
Tölur liggja fyrir um árangurinn
af baráttunni gegn reykingum í
Bandaríkjunum. Hlutfall þeirra
sem reykja er komið úr fimmtíu
prósentum niður í tæp þrjátíu.
Og af þeim sem reykja, vilja
nærri níutíu prósent hætta.
En sumir halda uppi vörnum
fyrir frelsi til að gera öðru fólki
miska, og halda því áfram að
reykja á almannafæri með
barnalegum storkunarsvip.
Þessi börn héldu nýlega tombólu til styrktar Hjálparsveit
skáta, og varð afraksturinn kr. 883,70. Þau heita Ari Kristinn
Jóhannsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Jóhann Sigur-
jónsson.
VÖRUVAL
LJÓNINU SKEIÐI — SÍMI4211
BÚÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI
ATVINNA
Óska að ráða starfskraft til
verslunarstarfa eftir hádegi.
Upplýsingar gefnar í síma 4211.