Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 24.03.1987, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 24.03.1987, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA 5 Nokkrar staðreyndir um kvalafullar tilraunir á dýrum: Líf til einskis! Mig langar í örfáum orðum að vekja ísfirðinga og nágranna til umhugsunar um málefni sem nánast enga umfjöllun hefur fengið í íslenskum fjölmiðlum eða skólum til þessa. En er samt mál sem varðar allt mannkynið. Hér er um að ræða þær fjölda- mörgu ónauðsynlegu tilraunir sem gerðar eru á saklausum dýrum dag hvern um heim allan. Að áliti fjölda vísindamanna eru langflestar þeirra tilrauna sem gerðar eru á dýrum í dag ó- nauðsynlegar. Tilraunir á dýrum eru nauðsynlegar! Hver hefur ekki heyrt þessa röksemd og gengið út frá því að hún sé rétt og sönn? Ég gerði það meira að segja sjálf, þar til ég fékk vitneskju sem sneri mér á öndverðan meið. Vitneskju, sem mig langar að miðla til ykkar, kæru lesendur. Tilraunir á dýrum eru kvalafullar! Vissulega eru til tilraunir sem gerðar eru á svæfðum dýrum, sem eru svo drepin strax og fá ekkert að vakna aftur. En margar tilraunir taka langan tíma, og bera jafnvel ekki árangur ef dýrin eru svæfð eða deyfð. Meðal þeirra eru tilraunir þar sem eitrað er fyrir dýrunum með ýmsum gerviefnum til þess að sjá hve mikið þau þola áður en þau deyja. Jafnvel tilraunir sem líta út fyrir að vera ósköp mein- lausar geta verið mjög kvalafullar fyrir dýrin. Við megum ekki aðeins líta á líkamlegu þjáning- arnar! Það er til dæmis algengt að hundar, sem eru miklar félags- verur, og þurfa mikla hreyfingu og félagsskap, séu lokaðir inni í þröngum búrum svo árum skiptir. Jafnvel apar, kettir og kanínur eru oft látin dúsa í allt of litlum búrum og þvinguð til að lifa lífi sem er þeim gersamlega óeðli- legt. Gagnslaus próf Mig langar til að koma með eitt dæmi sem er einkennandi fyrir það sem ég kýs að kalla gagns- laus próf. f þekktri rannsóknarstofu í Gautaborg eru rottur taugaveikl- aðar til dauða! Það fer þannig fram að þær eru sprautaðar með einhverskonar efni sem gerir það að verkum að þær lamast, en finna samt sem áður sársauka. Síðan eru þær kvaldar með ýmsu móti. Þar sem þær geta ekki flúið né hreyft sig verða þær svo taugaveiklaðar að hjartað stenst það ekki, og gefst hreinlega upp. Þetta tiltekna próf er ,,réttlætt“ með þeirri rökfærslu að verið sé að reyna að finna meðal gegn streitu. Væri ekki réttara og vitlegra að reyna að finna upptök streit- unnar? Gagnleg próf Ég neita því ekki að margar tilraunir á dýrum hafa komið mannkyninu til góða. En þrátt fyrir það höfum við alls engan rétt til þess að nota dýrin í þjáningar- fullar prófanir. Þess vegna verður að finna eitthvað sem getur komið í staðinn. Nú þegarerfarið að nota frumur í stað dýra á mörgum rannsóknarstofum. Meðal annars þar sem rann- sakað er krabbamein. Fyrst manninum er fært að mjúklenda á framandi hnetti, hlýtur hann að geta haldið heilsu sinni án þess að kvelja dýr til dauða!!! Vigdís Jakobsdóttir. I greininni er stuðst við bækling frá samtökunum ,,Nordiska sam- fundet mot plágsamma djur- försök“. Góður hagur Flugleiða Hagnaður Flugleiða á síðasta ári var 434 milljónir króna. Far- þegar á árinu voru tæplega 800 þúsund, eða 5,5% fleiri en árið 1985. Fraktflutningar voru tæplega 12% meiri, einkum vegna um- talsverðrar aukningar í milli- landaflugi. Á síðasta ári störfuðu að meðal- tali 1.611 manns hjá félaginu, og launagreiðslur námu samtals 1.275 milljónum króna. í árslok áttu Flugleiðir sjö þotur og fimm skrúfuþotur. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 20 mars, lagði stjórn- in til að greiddur yrði 10% arður, og hlutafé þrefaldað með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins hækki úr 105 í 315 milljónir króa. Myndirnar sýna breytingar í auga kanínu eftir svokallað ,,Draize ofnæmispróf“ þar sem tilteknu efni er sprautað undir annað augnlokið. Hitt er notað sem viðmiðun. Til vinstri er eðlilegt kanínuauga. Þriðjudagskvöld Opið frá kl. 18 Miðvikudagskvöld Opið frá kl. 18 Fimmtudagskvöld Opið frá kl. 18 Föstudagskvöld Opið kl. 18-03 Laugardagskvöld Húsið opnað kl. 19 Sunnudagskvöld Opið frá kl. 18 ATH! Dagskrá nánar kynnt í fimmtudagsblaði VEITINGASTAÐURINN Skeiöi, sími 4777

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.