Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 24.03.1987, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 24.03.1987, Qupperneq 2
2 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA kemur út á þriöjudögum og fimmtudögum. Útgefandi: H-prent sf., Suðurtanga 2. 400 Isafjörður. sími 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón Sigurðsson. Stórholti 7. sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson. Aðalstraeti 20. simi 4101. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon. símar 4560 og 4446. og Vigdís Jakobsdóttir. sími 4560. Prentun: H-prent sf.. pósthólf 210. Tekið á móti efni og auglýsingum í ofangreindum símum. Rfkið, það er... Frambjóóandi nokkur í næstu þingkosningum opinberaði fyrir skömmu í blaðaviótali þau hin miklu sannindi, að ríkið lifði ekki sjálfstæðu lífi. Það væri til fyrir fólkið og vegna fólksins, en ekki öfugt. Ætla mætti, að við, sem ekki erum í framboði, tækjum slíkum væntanlegum leiðtoga og boð- skap hans tveim höndum. Ekki þyrfti að spyrja að því, að eftir valdatöku þvílíkra stjórnmálagarpa gerði ríkið allt fyrir okkur, en krefðist einskis á móti, vegna þess að þaó er til fyrir okkur, en við ekki fyrir það. Hallelúja. Það er úr tísku að syngja ættjarðarljóð. En þegar dregið hefur verið niður í rafmagnsgítara- rokkinu sautjánda júní bregður enn fyrir að ræðumaður birtist og pípi eitthvað um fullvalda ríki, lýðveldi og einhuga þjóð í góóu landi. Af þessum sautjándaræðum höfum vió ekki-fram- bjóðendur talið okkur trú um, að við værum ríkið og ríkið væri við. Til þess þyrfti ekki kóng. En aftur til upphafsins. Hvort sem það hefur nú verið ætlunin eða ekki, þá er bitur sannleikur í orðum frambjóðandans. Nefnilega sá, að í skjóli óréttlætis hefur fjöldinn allur komist hjá því að taka þátt í samneyslunni og gjalda ríkinu það, sem ríkisins er. Þessir þegnar hafa svo sannarlega ekki verið til fyrir ríkið. En þessir hinir sömu hafa engu að síður kunnað að meta fríðindi og fyrir- greiðslu ríkisins og talið sjálfsagt. Þannig var ríkið til fyrir þá og þeir hafa til þessa látið sér vel líka. Stóri sannleikur frambjóóandans var því gömul vitneskja. Sannindi um ranglæti, sem tröllríður í þjóðfélaginu, en sem ekki hefir verið upprætt sakir hagsmuna og skorts á réttlætis- og siðferðis- tilfinningu þingmanna. Þingmanna, sem við kjósum yfir okkur æ ofan í æ vegna þess að við viljum hafa þetta svona og vió treystum þeim til að viðhalda því, að ríkið verði til fyrir suma og sumir til fyrir ríkið. Á þessu hefur í reynd fengist stað- festing. Ranglætið skal blífa. Það á meira að segja aó staógreióa það. Skattleggjum gróða fyrirtækjanna en hættum að skattleggja rekstrarkostnað þeirra, er haft eftir formanni iðnrekenda á ársþingi þeirra. Efað þessi tillaga iðnrekandans er talin eiga rétt á sér, þá skal annarri bætt við: Hættum að skattleggja brúttótekjur heimilanna. Látum eitt yfir alla ganga. Upprætum þá ósvinnu, að ríkið sé einungis fyrir útvalda, en launþeginn sé til fyrir ríkið. s.h. %44 \ 1 uppsauk r ■ Veitinga- og skemmtistaður í hjarta bæjarins SÍMI3985 Fimmtudagskvöld: Opið kl. 21-01 Föstudagskvöld: Opið kl. 23-03 Stebbi í diskótekinu < : £«. Laugardagskvöld: Opið kl. 23-03 BG-flokkurinn skemmtir Stebbi í diskótekinu 18 ára aldurstakmark Nafnskírteini. POSTUR & SIMI PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR 50% staða póstafgreiðslumanns á pósthúsinu á ísafirði er laus. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Póstur og sími ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.