Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 24.03.1987, Page 10

Bæjarins besta - 24.03.1987, Page 10
10 BÆJARINS BESTA LÖGREGLU OG SLÖKKVILIÐS: ÍSAFJÖRÐUR: Lögregla s. 4222 Slökkvilið/sjúkrabíll s. 3333 Læknar (heilsugæsla) s. 3811 Sjúkrahús s. 3020 SUÐUREYRI: Lögregla s. 6266 FLATEYRI: Lögregla s. 7790 BOLUNGARVÍK: Lögregla/sjúkrabíll s. 7310 Lögregla, bílasími 985-23200 Slökkvilið 7261 Heilsugæslustöð s. 7287 Til sölu TOYOTA Hl LUX árgerð 1980. Vél: Buick V6 Turbo. Ekinn 83.000 km. Sjálf- skiptur, vökvastýri, spil og læsingar. Upplýsingar í s. 3445. Lifandi tónlist. Magnús Blöndal leikur allar helgar. Borðapantanir í síma 94-4111. HX HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SKÝRSLA VIKUNNAR Jónas Eyjólfsson yfirlögregluþjónn á ísafirði Fullt nafn: Jónas Helgi Eyjólfs- son. Aldur: 35 ára. Uppruni: Ættaður frá ísafirði við Djúp og Eyjafirði. Fæddur og uppalinn i Innri Njarðvík. Fór þaðan 17 ára. Fjölskylduhagir: Kvæntur Björgu Baldursdóttur frá Vigur og eigum við þrjá syni, Baldur Inga 14 ára, Jónas Eyjólf 11 ára og Hauk Davíð 7 ára. Helstu kostir: Að vera hæfilega frekur. Helstu gallar: Að geta ekki sagt ,,nei“. Laun: Þau eru þolanleg. Hvað finnst þér best við starfið? Það er mjög fjölbreytt, varðar allt frá upphafi lífs til dauða. Öll mannleg breytni virðist geta komið inn í starf lögreglumannsins. Hvað finnst þér verst við starfið? Það getur stundum tekið á taugarnar, er tímafrekt, og á köflum mjög erfitt. Bíll: Á engan eins og er. Við hvað ertu hræddastur? Endalokin. Hvar ertu í pólitík? Sjálfstæðis- maður. Hvernig viltu verja tómstundum þínum? Með fjölskyldunni, helst á snekkju, norður á Ströndum. Uppáhaldsmatur: Beaf Stroganoff, að hætti B.B. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ófærð þegar ég þarf að komast á milli staða, Uppáhaldsefni í sjónvarpi: Fréttir, og þættir Ómars Ragnarssonar Stiklur. Ertu feiminn? Svona frekar. Hvaða blöðum hefur þú mestar mætur á? Dagblaðinu, og Mogganum, ásamt tímaritum um veiðiskap. Uppáhaldstónlist: Öll tónlist af léttara taginu. Uppáhaldstónlistarmaður: Enginn sérstakur. Ertu ánægður með stjórn bæjarins þíns? Já, að vissu marki. Það er strembið að stjórna svona bæjarfélagi svo að allir verði ánægðir. Margt má betur gera, en allt tekur sinn tíma. Bæjarbúar mættu líka vera samvinnuþýðari, sér- staklega varðandi umgengni. Ef þú værir ekki þú sjálfur, hver vildir þú þá helst vera? Ef ég væri ekki ég heldur einhver annar, mundi ég segja Jónas H. Eyjólfsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.