Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 24.03.1987, Page 12

Bæjarins besta - 24.03.1987, Page 12
MANAFOSS L pá i"l —— . 1 .. * STRANDFLUTNINGAR AÐ SUNNAN ALLA MIÐVIKUDAGA AÐ NORÐAN ALLA MÁNUDAGA SÍMAR: SKRIFSTOFA VÖRUHÚS 4555 4556 Knattspyrnan: Málin að skýrast hjá ÍBÍ — bæði varðandi keppni og peninga Helgi Ragnarssgn úr FH þjálfar meistaraflokk ÍBÍ í sumar (sjá bls. 4). Jón E. Halldórsson (Lambi) sér um kvennaliðið eins og áður, og Jóhann Torfason þjálfar 6. flokk. Enn vantar þjálfara fyrir 2.-5. flokk, en viðræður standa yfir við Valdimar Guðmundsson, fyrrverandi íþróttakennara við Grunnskólann á ísafirði. Þótt þjálfari sé enn ókominn, þá hafa meistaraflokksmenn samt stundað æfingar hér á ísa- firði að undanförnu undir stjórn Örnólfs Oddssonar, og þeir leik- menn sem eru fyrir sunnan hafa fengið inni hjá ýmsum félögum þar. Þetta og margt fleira sagði Jói Torfa þegar við spurðum hann frétta af fótboltamálum hjá ÍBÍ. íslandsmótið í knattspyrnu hefst í lok maí, og mun ÍBI taka þátt í því í öllum flokkum. Sjötti flokkur verður einnig með í svo- kölluðu Pollamóti. Nokkrir leikmenn ÍBÍ hafa til- kynnt félagaskipti. Haukur Magnússon og Rúnar Vífilsson fara yfir í Þrótt í Reykjavík og Jón Oddsson spilar með Fram. Óvíst er hvort Guðmundur Jóhannsson verður með áfram. Jóhann Torfason kvaðst ætla að spila í sumar, en óvíst væri enn hvort það yrði með meistaraflokki eða bara dútl. Það færi eftirýmsu, þar á meðal heilsunni. Aðrir leikmenn verða væntan- lega þeir sömu og í fyrra, auk nokkurra ungra sveina sem koma upp úr 2. flokki. Liðið þyrfti helst að fá tvo reynda leikmenn til viðbótar, auk annars mark- manns. Peningamálin gömlu og erfiðu eru smátt og smátt að skríða saman. Sérstök nefnd mannatók þau föstum tökum síðla árs 1985, og hefur mikið áunnist, að sögn Kristjáns K. Jónassonar, sem er einn í þeim hópi. Samt er enn Ungur afreks- maður Strákurinn á myndinni heitir Auðunn Gunnar Eiríksson, er ellefu ára. og býr á Flateyri. Seint á síðasta ári fór hann að æfa sund með Sunddeild Grettis. Það sýndi sig fljótt að ýmislegt er í strákinn spunnið, því hann hefur bætt tíma sinn í skriðsundi um rúmlega 15 sekúndur á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan fyrst var tekinn tími á hann. Röskur drengur hann Auðunn! mikið óunnið, enda sagði Kristján í samtali við BB að skuldirnar hefðu verið nokkuð á sjöttu milljón að stofni til, auk dráttar- vaxta, þegar þeir fóru að vinna að þessu. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður við Flugleiðir, sem eru stærsti kröfuhafinn, og hafa gengið allvel. Gert hefur verið uppkast að samningi, en til þess að hann verði staðfestur þarf áður að greiða þriðjung skuldarinnar. Jói Torfa sagði að ferða- kostnaðurinn hjá IBÍ í sumar yrði að líkindum álíka mikill og í fyrra, eða um 800 þúsund fyrir meist- araflokk og um ein og hálf milljón alls. Auglýsingar á búningum meistaraflokks í sumar verða frá Vitanum, og reyndar gefur Vitinn keppnisbúninga, Sporthlaðan æfingabúninga. Veðrið setur strik í reikninginn hjá okkur — en Aðalbjörn Jóakimsson verður í opnuviðtali á fimmtudag fimmtudag með glænýtt og feiknagott opnuviðtal við Aðal- björn Jóakimsson, fram- kvæmdastjóra Bakka h.f. Hnífsdal og fyrrverandi skip- stjóra á Hafþór. Hann er þar m.a. ómyrkur í máli um stjórn rækjuveiða á íslandi. Blaðið hjá okkur f dag er heldur þynnra en við ætluðum. En einhvern tima hefði okkur ekki þótt lítið að vera með tólf síður. Flug hefur legið niðri undan- farna daga vegna veðurs. Núna átti að vera heilsíðu- auglýsing í lit á baksíðunni, en hún hefur ekki komist vestur ennþá. Þetta hefur raskað á- ætlunum okkar á fleiri vegu. Við bíðum líka fram á Vonandi verður flogið í dag eða á morgun, og þá verður blaðið hjá okkur fallega lit- prentað á fimmtudag! m. H-PRENT ÖLLALMENN PRENTÞJÓNUSTA Sími4560

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.