Málfríður - 2016, Page 5

Málfríður - 2016, Page 5
fljótt að með engri þjálfun yfir veturinn næst enginn árangur og það er ekki hægt að vinna einungis vel rétt fyrir námsmat. Nemendur sem gátu áður lært og undirbúið sig rétt fyrir próf munu ekki geta það og að því leyti er þetta réttmætara mat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir námsmatsfræðingur lýsti þessu vel þegar hún hélt smá fyrirlestur um nýja náms- matið í vetur. Þegar maður hefur flugnám kann maður ekkert í byrjun og því væri ósanngjarnt að láta hæfni- próf sem tekið er eftir tvo mánuði gilda eitthvað af lokamati. Í fyrstu þarftu að fá leiðsögn/hjálp (C) og svo með æfingu og eftir marga flugtíma og leiðsögn ertu farinn að fljúga sjálfur einn og óstuddur (B), sumir eru kannski farnir að leika sér með dýfur og skrúfur í loftinu sem kennarinn var ekki einu sinni að ætlast til (A). Einfalt er því fyrir kennara að hugsa um bókstaf- ina sem leiðsögn um það hvar nemandinn er staddur í náminu og því hvaða áfangar í framhaldsskóla gætu hentað honum. þekkingu. Við erum alltaf að þjálfa nemendur í að tala, hlusta, rita og lesa. Við erum sífellt að vinna í öllum hæfniflokkunum og erum sífellt allan veturinn að æfa þau í öllum matsviðmiðum. Eins höfum við í dönskudeildinni í mínum skóla alltaf haft matskvarða, sem tengjast matsviðmiðum sem hafa auðveldað okkur einkunnagjafir og því var auðvelt að breyta því yfir í A, B, C og D. Nemendur hafa því alltaf getað séð eftir hverju er farið. Að lokum Því meira sem ég hugsa um nýja námsmatið og þær breytingar sem það hefur hrint af stað, því ánægðari er ég. Mér finnst þetta réttlátara, afslappaðra og raun- hæfara en gamla námsmatið. Nú lít ég á veturinn sem ferli þar sem það er ekkert mál að vera illa staddur í byrjun svo lengi sem þú lærir af mistökunum og tekur framförum. Nemendur hafa allan veturinn til að æfa sig í öllum færniþáttum og þeir uppgötva langflestir MÁLFRÍÐUR 5

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.