Málfríður - 2016, Page 7

Málfríður - 2016, Page 7
forvitin, þrá að uppgötva og læra. Hvert tækifæri í daglegu lífi á að nota til samskipta og málörvunar og skapa þarf jákvæðar og margbreytilegar aðstæður til að málörvunin verði sem fjölbreyttust. Barnið þarf að hafa tækifæri til að tjá sig við fullorðinn einstakling eða önnur börn. Með samskiptum öðlast barnið öryggi í umhverfi leikskólans og með því að viðurkenna fyrsta mál barnsins skapast traust. Börn læra í gegnum leik og því þarf að huga að málörvandi leikjum innan leikskólans. Stuðningur við hvert barn Í þessum þætti er barnið í brennidepli og athugun leikskólakennarans á samskiptum barnsins, bæði við jafnaldra og fullorðna einstaklinga. Kennarinn á að skoða hegðun barnsins við margbreytilegar aðstæður. Sérhvert barn ætti að fá fjölmörg tækifæri til að tjá sig og viðurkenna þarf viðleitni þess til tjáskipta. Hvetja á barnið til að taka áhættu í fjölbreytilegum mállegum samskiptum. Ef kennarinn skilur ekki barnið er hægt, með margvíslegum hætti, til dæmis hreyfingum eða bendingum, að finna út hvað barnið á við. Enn fremur er gott að biðja barnið að endursegja sögur sem lesnar eru fyrir það í því skyni að skoða málþekkingu barns- ins. Samvinna við fjölskyldu barnsins Hér er sjónum beint að heimili barnsins en það gegnir lykilhlutverki í máluppeldi. Miklu skiptir að ná góðu sambandi við foreldra og aðra uppalendur. Athuganir á málþekkingu barnsins er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla. Foreldrar eiga að fá tækifæri til að kynna sér hvernig málörvun fer fram í leikskólanum og hvernig þeir geta stutt við málþekkingu barnsins heima fyrir, til dæmis með lestri sögubóka. Mikilvægt er einnig að barnið finni fyrir áhuga fjölskyldunnar á leikskólanum og því sem þar er gert til málörvunar. Ef tungumál leikskólans er annað en mál heimilisins ætti að hvetja foreldra til að styðja við tungumál heimilisins með fjölbreyttum hætti. Að lokum Þátttakendur í vinnufundinum voru almennt sáttir við þessa tilraun til að útbúa ferilmöppu um málörvun leikskólabarna. Þó bárust fjölmargar ábendingar um atriði sem mætti breyta og bæta. Þátttakendur kynntu fjölmargar hugmyndir um hvernig væri hægt að örva mál barnsins í leikskóla en jafnframt styðja við tungu- málið sem barnið talar heima fyrir. Meðal annars var sagt frá spennandi verkefni þar sem verið var að safna þjóðsögum frá mismunandi löndum og þær lesnar á frummálinu. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið á undan- förnum árum og í flestum leikskólum er að finna börn sem læra fleiri en eitt tungumál. Málörvun í leikskóla gegnir lykilhlutverki til að barnið nái tökum á íslensku og geti spjarað sig í íslensku samfélagi. Því miður hefur víða verið pottur brotinn í þessum efnum. Talið er að einungis um þriðjungur barna sem talar annað tungumál en íslensku heima fyrir nái nægilega góðum tökum á íslenskunni í leikskólanum til að hefja farsælt nám í grunnskóla. Ferilmappa þar sem leikskólakenn- arar skoða eigið málfar og málörvun barna er án efa góð viðbót fyrir leikskólakennara og leikskólakenn- aranema. MÁLFRÍÐUR 7 Get ready for the exam and make preparation fully engaging with:  lots of interactive activities,  automatic grading,  instant feedback,  teacher assigned practice tests,  video guides. Find out more at nordic.pearsonelt.com Available for: Cambridge English Preliminary, First and Advanced, IELTS, PTE Academic, TOEIC© Test and TOEFL© iBT Test. Enrich your exam preparation with MyEnglishLab

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.