Málfríður - 2016, Blaðsíða 12

Málfríður - 2016, Blaðsíða 12
Fyrir mörgum árum síðan sat ég kennarafund þar sem verið var að fara yfir niðurstöður úr samræmdum prófum og ritunarþátturinn í ensku í 10. bekk hafði víst enn einu sinni komið frekar illa út í þeim skóla. Fram að því hafði ég eingöngu kennt ensku á miðstigi og því ekki beinlínis tekið þessar dapurlegu, árlegu niður- stöður samræmdra prófa til mín, þótt ég hefði auðvitað átt að gera það. Ég vissi að á næsta skólaári ætti ég að kenna ensku á elsta stigi svo að ég fór að skoða hvernig ég gæti reynt að snúa þessari þróun við. Ég lagði fyrir mismunandi ritunarverkefni, s.s. að skrifa texta eftir myndasögum, umfjöllun um bók, kjörbókarritgerð o.s.frv. Allt tókst þetta svo sem bærilega hjá mér en mér fannst samt alltaf eitthvað vanta upp á og þetta „eitt- hvað“ var í stuttu máli áhugi nemenda. Það var því sem ég hefði himin höndum tekið árið 2012 þegar ég kynntist ensku smásagnakeppn- inni, sem Renata Emilsson Peskova, enskukennari í Hlíðaskóla, stýrði fyrir hönd FEKÍ (Félag ensku- kennara á Íslandi) af miklum myndarbrag. Þarna var komið tæki fyrir mig til að efla ritun nemenda OG efla áhuga þeirra um leið. Það var ekki ein- göngu sú hugmynd að hafa ritunarsamkeppni meðal grunn- og framhaldsskóla í tengslum við evrópska tungumáladaginn 26. september sem heillaði mig, heldur var greinilega um mjög metnaðarfullt og vel skipulagt verkefni að ræða – og gott skipulag er að mínu mati lykillinn að góðum árangri . Um hálfum mánuði fyrir keppnina var sent út kynningarbréf þar sem keppnin var ítarlega kynnt með vefslóðum þar sem hægt var að lesa eldri verðlaunasögur á rafrænu formi. Stuttu fyrir evrópska tungumáladaginn var svo send út auglýsing þar sem reglur keppninnar voru nánar útlistaðar ásamt orðinu (þemanu) sem nemendur áttu að skrifa út frá. Þetta er mikilvægt svo að kennarar geti undirbúið keppnina vel. Allur undirbúningur fyrir keppnina og úrvinnsla á smá- sögunum var Renötu og stjórn FEKÍ til mikils sóma, og ýtti það allt undir áhuga minn á þátttöku. Metþátttaka Nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 2012 með ágætis- og oft og tíðum óvæntum árangri. Glæsilegar verðlaunahátíðir með veglegum bókaverðlaunum sem haldnar voru í sendiráði Bandaríkjanna fyrir nemendur, foreldra og kennara, virkuðu mjög hvetjandi og nemendur hafa sýnt keppninni sífellt meiri áhuga og lagt meiri metnað í sínar smásögur. Þátttakan hefur líka aukist jafnt og þétt og árið 2015 bárust okkur yfir 150 smásögur sem setti okkur í þann ánægjulega vanda að þurfa að velja einungis þrjár smásögur úr þeim hópi fyrir lands- keppnina. Fyrir allt þetta erum við afskaplega þakklát. Skipulag keppninnar hérna í grunnskólanum í Hveragerði er komið í nokkuð fastar skorður og við undirbúum kynningu á keppninni sjálfri vandlega. Reynslan hefur kennt okkur að framhaldið ræðst af því hvernig okkur tekst að kveikja áhuga nemenda. Það er í raun og veru aðalatriðið og kannski það sem mestu máli skiptir, þ.e. hve vel okkur kennurum tekst að „selja“ nemendum hugmyndina að því að skrifa smásögu á ensku út frá einu litlu orði. Okkur hefur tekist það nokkuð vel og þessi skemmtilega keppni í ritun hefur hingað til hitt í mark hjá nemendum. Ekki má gleyma því að nemendur sem eiga erfitt með ritun finnst þetta verkefni líka skemmtilegt því það má teikna myndasögu og þótt enski textinn sé oft ekki mikill eru allir að taka þátt á sínum forsendum. Tungumáladagurinn notaður sem kveikja Í Hveragerði byrjum við á því að kynna keppnina á evrópska tungumáladeginum þann 26. september. Kynningin er byggð á kynningarbréfinu sem okkur berst frá FEKÍ um tveimur vikum fyrir keppnina og auglýsingunni sem við fáum senda rétt fyrir hana. (Þetta miðast við það þegar Renata hélt utan um keppn- ina til ársins 2015). Áður en við kynnum orðið sem rita skal út frá, þemað, erum við sjálf búin að kynna okkur það vandlega og alla mögulega anga þess ef svo má að orði komast. Í kjölfarið hefst svo hugstormun með nemendum um innihald smásögunnar og mögulegar útfærslur, sem í raun er mikilvægasti hluti þess að kveikja áhuga nemenda. Áhugi nemenda á ritun á ensku eykst með smásagnakeppninni 12 MÁLFRÍÐUR Ólafur Jósefsson, enskukennari við Grunnskólann í Hveragerði

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.