Málfríður - 2016, Blaðsíða 13
Við sýnum nemendum vinningssögur á skjávarpa
og sendum svo okkar eigin útgáfu af kynningarbréfinu
heim til foreldra. Við útbúum og dreifum mismunandi
teiknimyndarömmum fyrir yngri nemendur og ræðum
við eldri nemendur um ritun í tölvu, kennum á leið-
réttingarforrit í Word, sýnum dæmi um vandaða upp-
setningu, útlit, snyrtimennsku, skil í plastmöppu o.þ.h.
Nemendur fá svo um tvær vikur í skólanum til
ritunar og þeir mega líka gjarnan vinna að ritun-
inni heima. Skilafresturinn er um miðjan október en
dregst stundum svolítið og síðan tekur við yfirlestur.
Um mánaðamótin október/nóvember afhendum við
nemendum þær aftur, allar með jákvæðri umsögn og
stundum ábendingum um það sem betur megi fara.
Að því loknu höldum við hátíð í sal skólans þar sem
Vinningshafar ásamt Óla og Fanneyju.
við tilkynnum hvaða smásögur fara á uppskeruhátíð
á bókasafni bæjarins í desember. Árið 2015 voru þær
um 30 talsins og var um að ræða allskonar sögur, ekki
endilega þær bestu. Við veitum bókaverðlaun fyrir þær
þrjár sögur sem við teljum hafa skarað fram úr í hverj-
um flokki fyrir sig og tilkynnum loks hvaða smásögur
verða sendar í landskeppnina. Þeir sem eiga sögurnar
sem fara í landskeppnina fá annan skilafrest fram í
miðjan nóvember til að betrumbæta söguna ef þeir
vilja, sem er þó alls engin skylda að gera. Við bendum
nemendum á það sem að okkar mati mætti betur fara,
s.s. varðandi stafsetningu, málfar o.þ.h. og eftirlátum
svo nemendum að vinna úr því. Við höfum alla tíð lagt
megináherslu á innihald sögunnar og skilum hiklaust
inn smásögu með stafsetningarvillum ef svo ber undir.
MÁLFRÍÐUR 13