Málfríður - 2016, Qupperneq 15

Málfríður - 2016, Qupperneq 15
voru, í öllum tilfellum nema einu, bókin Saga daganna eftir Árna Björnsson. Sá nemandi sem ekki fékk eintak af bókinni var Joniada Dega, 19 ára hælisleitandi í Flensborgarskóla sem útskrifast átti af Opinni braut þann 27. maí. Áður en til útskriftar kom var henni og fjölskyldu hennar vísað úr landi. Skólastjórnendur, kennarar og nem- endur ákváðu engu að síður að halda upp á áfanga Joniödu með óformlegri útskrift í Flensborgarskóla þann 12. maí. Stjórn Ísbrúar fannst ekki við hæfi að verðlauna Joniödu með níðþungri bók, þótt vönduð væri, heldur ákvað að veita henni peninga- gjöf í staðinn. Formaður Ísbrúar varð þess heiðurs aðnjótandi að vera viðstaddur athöfnina sem var bæði hátíðleg og tilfinningaþrungin. Skólameistari Flensborgarskóla lagði í ræðu sinni áherslu á að fagna bæri áfanga Joniödu og að útskriftin væri gleðistund. Ræða hans varð til þess að viðstaddir hertu upp hugann, brostu breitt og þurrkuðu, svo lítið bar á, tár af kinn. Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla og Joniada Dega. Gangadai Sahadeo, sjúkraliði og stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2015 MÁLFRÍÐUR 15

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.