Málfríður - 2016, Page 17

Málfríður - 2016, Page 17
Samband eistneskra tungumálakennara hélt ráðstefnu í Tallinn ásamt NBR. Þetta var fyrsta alþjóðaráð- stefna tungumálakennara í Eistlandi og því mikil- vægt að styðja við þennan atburð. Eistnesku samtökin (Estonian Association Evol) sem stofnuð voru 2009 komu skemmtilega á óvart. Rammi ráðstefnunnar, fyr- irlesarar, vinnustofur, menningardagskrá og móttökur voru til fyrirmyndar. Ráðstefnan fór fram í Tallinn frá 9. júní til 11. júní. Þarna komu saman kennarar 130 erlendra tungumála frá 20 löndum: Austurríki, Ástralíu, Búlgaríu, Brasilíu, Finnlandi, Frakklandi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Eistlandi, Íslandi, Ítalíu, Japan, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rússlandi, Slóveníu og Tyrklandi. Ráðstefnan var vettvangur umræðu um breytingar á hlutverki kennara, miðlun nýrra starfsvenja við kennslu á 21. öld með sérstakri áherslu á innsæirann- sóknir og nýjar hugmyndir. Á ráðstefnunni voru fjórir aðalræðumenn. Terry Lamb fyrrverandi forseti FIPLV gerði að umræðuefni hvernig faglegt samstarf tungu- málasamtaka, hvort sem er innlands eða milli landa, getur stuðlað að því að efla nám og kennslu tungu- mála og auka fjöltyngi. Mart Laanpere, eistneskur fræðimaður, kynnti fyrir okkur hvernig til hefur tekist með nám og kennslu tungumála með nýjum miðlum. Martin Ehala ræddi um „vistfræði eistnesku á 21. öld“ og gerði góða grein fyrir stöðu tungumála í Eistlandi. Franz Mittendorfer fjallaði á líflegan hátt um nemenda- sjálfstæði og tvíþætt nám (CLIL). Einnig var boðið upp á 31 kynningu, 8 veggspjalda- kynningar og 7 örnámskeið. Frá Íslandi voru fjórir fulltrúar. Fulltrúar STÍL voru Petrína Rós Karlsdóttir, frönskukennari og formaður STÍL, og Ásta Henriksen enskukennari. STÍL lagði til fyrirlestur í dagskrána, þar sem Ásta gerði grein fyrir rannsókn sem hún gerði hérlendis á sköpun í tungumálanámi. Auk fulltrúa STÍL sóttu ráðstefnuna Sigurborg Jónsdóttir, þýsku- og frönskukennari og forseti NBR, og Solveig Þórðardóttir, formaður þýsku- kennara. Á sama tíma fór fram aðalfundur NBR sem Petrína Rós og Sigurborg sátu. Þar var Sigurborg end- urkjörin sem forseti NBR. Ráðstefnan minnti okkur á mikilvægi vináttunnar milli fólks og landa. Það var einstaklega gaman að vera einmitt í Eistlandi á þessu 25. ári frá sjálfstæði landsins frá Sovétríkjunum, þar sem Ísland var fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæðið! Ráðstefnur styrkja böndin milli fólks og skapa ný tækifæri og tengslanet. Það er alltaf mikilvægt að hittast og skiptast á skoðunum og reynslusögum úr kennslunni! Það er hreint ótrúlegt hvað við upplifum oft það sama í ólíkum löndum. Óþarfi að finna upp hjólið í öllum heimsálfum. Vive l’Amitié! MÁLFRÍÐUR 17 NBR Ráðstefna tungumálakennara í Tallinn 9. júní til 11. júní 2016 Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.