Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Page 9

Skessuhorn - 20.05.2020, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 9 SK ES SU H O R N 2 02 0 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Velferðar- og mannréttindasvið Starf ráðgjafaþroskaþjálfa á skrifstofu velferðarsviðs• Starf ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks á skrifstofu • velferðarsviðs Skóla- og frístundasvið Starf deildarstjóra á Leikskólanum Akrasel• Hlutastarf á Leikskólanum Akrasel• Starf deildarstjóra á Leikskólanum Vallarsel• Starf leikskólakennara á Leikskólanum Vallarsel• Starf leikskólakennara á Leikskólanum Garðasel• Starf fiðlukennara við Tónlistarskólann• Starf aðstoðarskólastjóra við Tónlistarskólann• Störf dagforeldra í sveitarfélaginu.• Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1314. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna falla niður þessa vikuna. Á dögunum færðu Lionsklúbb- ar á starfssvæði Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands fæðingadeildinni á Akranesi nýjan fæðingabekk að gjöf. Verðmæti gjafarinnar er um 2,7 milljónir króna. Það var Lions- klúbburinn Harpa í Stykkishólmi sem fékk ábendingu um það í vet- ur að komið væri að endurnýjun á fæðingabekkjum deildarinnar, en ætla má að velflestir nýfæddir íbúar svæðisins líti þar fyrst dagsins ljós. Hörpukonur leituðu eftir samstarfi við aðra Lionsklúbba á svæðinu og var því vel tekið. Það var svo Þórný Alda Baldursdóttir, gjaldkeri Lions- klúbbsins Hörpu, sem afhenti gjöf- ina nýverið fyrir hönd klúbbanna. Gefendur eru eftirtaldir Lion- sklúbbar: Lkl. Agla í Borgarne- si, Lkl. Akraness, Lkl. Bjarmi á Hvammstanga, Lkl. Borgarness, Lkl. Búðardals, Lkl. Búðardals, Reykhóladeild, Lkl. Eðna á Akrane- si, Lkl. Harpa í Stykkishólmi, Lkl. Hólmavíkur, Lkl. Nesþinga á Hell- issandi, Lkl. Ólafsvíkur, Lkl. Rán í Ólafsvík, Lkl. Stykkishólms og Lkl. Þernan á Hellissandi. Við leggjum lið „Lionsklúbbar eru mikilvægir í sín- um samfélögum þegar á þarf að halda og eru kjörorð hreyfingar- innar ,,Við leggjum lið“. Flestir klúbbanna leggja mesta áherslu á að styrkja og styðja við nærsamfélag sitt en Lionshreyfingin á íslandi er einnig hluti af stærstu hjálparsam- tökum í heimi sem hafa yfir sjóðum að ráða sem koma til hjálpar þeg- ar t.d. hamfarir verða í heiminum, nú síðast vegna Covid-19 farald- ursins,“ segir Elísabet Lára Björg- vinsdóttir, formaður Lkl. Hörpu í Stykkishólmi. Hún segir Lions- félaga hafa í fjáröflunarverkefnum sínum notið velvildar og vilja þeir þakka fyrir það traust sem þeim er sýnt. „Þetta er skemmtilegur fé- lagsskapur þar sem hjálpsemi og vinátta er undirstaðan. í Lions öðl- ast félagar félagslega þjálfun og þar fer einnig fram fræðsla. Ef fólk tel- ur sig geta átt samleið með Lions- klúbbunum þá er um að gera að setja sig í samband við einhvern fé- laga. Upplýsingar um Lionsklúbba má sjá á síðu hreyfingarinnar lions. is og margir klúbbar hafa einnig fa- cebook síður,“ segir Elísabet Lára. mm Nýja fæðingarúmið komið þar sem margir væntanlegir Vestlendingar munu fyrst líta dagsins ljós. Lionsklúbbar gefa fæðingarúm til HVE á Akranesi Frá móttöku gjafarinnar. F.v. Þura Björk Hreinsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Katharina Anna Schumacher fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir deildarstjóri, Þórný Alda Baldursdóttir gjaldkeri Lionsklúbbsins Hörpu og Hrund Þórhallsdóttir yfirlæknir. borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.