Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 11

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 11 SKIPULAG Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 197. fundi sínum þann 08.04.2020 samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Mörk skipulagsreita breytast í Í5, sem minnkar vestan kirkjugarðs og breytist í opið svæði. Reitir Í4 og Þ1 stækka. Reitur M1 minnkar sem nemur lóð Borgar- brautar 63. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarvogur í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi Svæðið er í raun nær fullbyggt, gert er ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið og nýjum stígum í tengslum við núverandi stígakerfi. Hlutar þeirra verða á fyll- ingum norðvestan við íþróttahús. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit austan við íþróttahús og við íþróttavöll. Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi Svæðið er að mestu leyti byggt (1963-1982). Að auki er lóð fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og kirkjugarð Borgarness. Í gildi er deiliskipulag frá 2006 fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A og deiliskipulag frá árinu 2007 fyrir fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Meginmarkmið skipulagsins er að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega endurupp- byggingu. Endurheimt Hítarár í Borgarbyggð – tillaga að deiliskipulagi Tillagan nær til 24ha landsvæðis í Hítardal í Borgarbyggð, nánar tiltekið á því svæði þar sem stórt berghlaup varð 7. júlí 2018. Tillagan felst í því að móta 1,8 km árfarveg, við það endurheimtist um 7 km langur árfarvegur. Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@ borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 6. júlí nk. Tillögur liggja frammi í Ráð- húsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 6. júlí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgar- byggd.is. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillögur þeim sem þess óska sérstak- lega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 30 og 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Steðji í Borgarbyggð – verkefnalýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á jörðinni. Í brugghúsi er gestastofa og fyrirhugað er að staðsetja útleiguhús austan við brugghúsið og nýtast einnig við starfsmannahald. Hvert útleiguhús getur hýst þrjá gesti. Stafholtsveggir II í Borgarbyggð – verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Fyrirhugað er að breyta landnotkun í landi Stafholtsveggja II úr landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði. Breytingin mun taka til 4,5 ha svæðis og verður merkt S11 á sveitarfélagsuppdrætti. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I. Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgar- byggd.is eigi síðar en mánudaginn 22. júní 2020. Skipulagslýsingar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 22. júní 2020 og á www.borgarbyggd.is. Byggðastofnun hefur gert saman- tekt um áhrif niðursveiflu í ferða- þjónustu á atvinnuástand á lands- byggðinni. Þar er mikilvægi ferða- þjónustunnar greind eftir svæð- um og sveitarfélögum. Niðurstöð- ur leiða í ljós að mörg sveitarfélög verða fyrir miklum búsifjum vegna ástandsins en að mati Byggðastofn- unar verða níu sveitarfélög fyrir þyngstu höggi; eitt á Norðurlandi eystra, fimm á Suðurlandi og þrjú á Suðurnesjum. Út frá þessu var reiknuð mögu- leg lækkun á útsvarsstofni einstakra sveitarfélaga. Samkvæmt þeim út- reikningum dregur Byggðastofnun fram níu sveitarfélög sem geta orð- ið fyrir hvað þyngstu höggi vegna hruns ferðaþjónustunnar. Sveitar- félögin eru: Bláskógabyggð, Rang- árþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður á Suðurlandi, Reykja- nesbær, Suðurnesjabær og Sveitar- félagið Vogar á Reykjanesskaga og Skútustaðahreppur á Norðurlandi eystra. mm Frumvarp fjármála- og efnahags- ráðherra, sem kveður á um stuðn- ing úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnar- fresti, var samþykkt af ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna á föstudaginn. Frumvarpinu er ætlað að koma til móts við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegri fjárhags- legri röskun á atvinnurekstri vegna farsóttarinnar. Markmið stuðnings- ins er að draga úr líkum á fjölda- gjaldþrotum fyrirtækja og tryggja réttindi launafólks. Stuðningurinn nemur að há-• marki 85% af launakostnaði starfsmanns á uppsagnarfresti. Að hámarki 633.000 kr. á mán-• uði vegna launa Að hámarki 85.455 kr. á mán-• uði vegna lífeyrissjóðsiðgjalds- hluta atvinnurekanda Að hámarki 1.014.000 kr. • vegna orlofslauna sem launa- maður kann að eiga rétt á, fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir hlutastarf. Stuðningurinn er veittur á • samningsbundnum uppsagn- arfresti starfsmanns, þó aldrei lengur en í þrjá mánuði. Atvinnurekandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Uppsögn launamanns, sem • ráðinn hafði verið fyrir 1. maí 2020, þarf að vera vegna að- stæðna sem sköpuðust vegna faraldurs kórónuveiru. Meðaltal mánaðartekna at-• vinnurekanda hafi dregist sam- an um 75% frá 1. mars 2020 til uppsagnardags launamanns m.v. fyrri tímabil. Atvinnurekandi skal ekki hafa • ákveðið að greiða út arð, lækka hlutafé, greiða óumsamda kaupauka eða keypt eigin bréf eða ráðist í sambærilegar að- gerðir frá 15. mars 2020. Atvinnurekandi skal ekki vera í • vanskilum með opinber gjöld, skatta eða skattsektir sem komin voru á eindaga fyrir lok árs 2019 og álagðir skattar og gjöld byggjast ekki á áætl- unum. Hann skal hafa staðið skil á skattframtölum og fylgi- gögnum og öðrum skýrslum og skilagreinum þ.m.t. CFC skýrslum til Skattsins sl. þrjú ár áður en umsókn barst og staðið skil á ársreikningum og upplýst um raunverulega eig- endur. Bú atvinnurekanda hafi hvorki • verið tekið til gjaldþrotaskipta né slita. Atvinnurekandi skal hafa stað-• ið skil á staðgreiðslu skatts af launum fyrir sama mánuð. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að vænkist hagur atvinnurekanda inn- an ákveðins tíma njóti það launa- fólk sem sagt er upp störfum með stuðningi hins opinbera forgangs til sambærilegs starfs og það gegndi áður og njóti áunninna réttinda í starfi. Samkvæmt frumvarpinu skal tekjufæra stuðningsfjárhæðina í skattskilum atvinnurekenda. Hún verði nýtt til jöfnunar taps á því ári sem stuðningur fæst og til jöfnunar yfirfæranlegs rekstrartaps fyrri ára, Stuðningur vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti eftir því sem við á. Það sem umfram er verður fært í sérstakan sjóð með- al eiginfjár sem tekjufærður verður á næstu sex rekstrarárum, 10% ár hvert fyrstu tvö árin og 20% á ári næstu fjögur árin þar á eftir. Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi skuld- bindi sig til að gera ekki tilteknar ráðstafanir, svo sem að greiða út arð, fyrr en stuðningurinn hefur að fullu verið tekjufærður. Lagt er til að atvinnurekandi geti leyst sig undan þeirri skuldbindingu með því að endurgreiða, með verðbót- um og vöxtum, þann hluta fjár- stuðnings sem þá er ótekjufærður. Gert er ráð fyrir að bein útgjöld ríkissjóðs vegna úrræðisins nemi um 27 milljörðum króna. Þegar tekið hefur verið annars vegar til- lit til þess kostnaðar sem ætla má að hefði ella fallið til vegna frek- ari nýtingar á hlutastarfaleiðinni og aukinna útgjalda Ábyrgðasjóðs launa og hins vegar út frá því sem áætlað er að endurheimtist vegna skattalegra ráðstafana má telja að kostnaður við þetta úrræði verði u.þ.b. 15 ma.kr. meiri en því næmi. Úrræðið tekur til þeirra sem hófu starfsemi fyrir 1. desember 2019 og bera ótakmarkaða skattskyldu hér á íslandi. Það gildir ekki um stofnan- ir, byggðasamlög og fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Lagt er til að Skatturinn sjái um framkvæmd úrræðisins og að umsóknarferlið verði rafrænt. mm Svipmynd úr Landmannalaugum. Níu sveitarfélög verða fyrir þyngsta högginu af falli ferðaþjónustunnar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.