Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 17

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 17 Hæ hæ! Vissir þú að það tekur meðal einstakling 10 mínútur að ganga 1 km og að dagleg hreyfing eykur vellíðan og lífsgæði? Þegar við göngum eða hjólum nýtum við líka ferðatímann til ókeypis heilsuræktar, spörum kostnað vegna einkabílsins, drögum úr umferðarþunga og stuðlum að heilnæmara andrúmslofti. Flatlendi Akraness er líka frábært til göngu og hjólreiða og svo stundum hittir maður líka einhvern skemmtilegan á leiðinni! Vildum bara segja þér hvað það er mikil snilld að geyma bílinn heima! Þitt bæjarfélag Akraneskaupstaður Þú finnur okkur á Bíllausidagurinn á Akranesi Bjarki Þór Grönfeldt, doktorsnemi og fyrrum nemandi við MB, sagði frá því sem hann taldi ungt fólk vilja sjá á vinnumarkaði. hann um að við værum aðeins á eft- ir í þeim efnum, það hafi því skapast bil milli færni og hæfni sem atvinnu- lífið þarfnast og þess sem mannauð- urinn býr yfir. Þessa gjá vill hann að við brúum m.a. með því að leggja áherslu á að kenna nemendum færni sem snýst um sköpun, samskipti og að leysa vandamál frekar en ein- göngu að kunna eitthvað sem þau hafa lesið um. Vill hann að forritun sé gert hærra undir höfði í mennta- kerfinu og að læsi snúst ekki bara um að lesa bókstafi heldur líka að lesa í aðstæður, tækni og fleira sem við erum að fást við í daglegu lífi. Frelsi og sveigjanleiki á vinnumarkaði Þá var spurningin hvaða kröf- ur starfsfólk framtíðarinnar hef- ur á vinnumarkaði. Sigurlína Ingv- arsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og framleiðandi hjá Bonfire Stud- ios í Bandaríkjunum, segir að hún vilji sjá framtíðina þannig að dætur hennar geti verið frjálsar, sjálfstæð- ar og ævintýragjarnar samhliða því að sinna sinni vinnu. Tók hún sem dæmi konu sem er þrívíddarlista- maður og gerir tölvuleikjapersón- ur. Undanfarin ár hefur hún ferðast um heiminn með tölvuna og á sama tíma og hún vinnur sína vinnu. Er Sigurlína viss um að þetta sé það sem koma skal, að við getum ef við kjósum, unnið hvar sem er í heimin- um. Bjarki Þór Grönfeldt, doktors- nemi við Kent í Bretlandi og fyrrum nemandi MB, hélt einnig erindi um það hvað ungt fólk vill þegar kemur að atvinnu. Sagði hann að sveigjan- leiki væri þar efst að blaði en að ungt fólk leggi einnig áherslu á að vinna við það sem skiptir það persónulega máli og fellur að þeirra gildum í líf- inu. Segir hann efnishyggjuna á und- anhaldi og að þeir sem eru á leið út á vinnumarkaðinn í dag leggi meiri áherslu á að lifa í sátt við náttúru, dýr og menn. Þá segir hann ungt fólk vilja störf þar sem þau finni að það séu að vaxa og bæta sig, stöðnun sé ekki fyrir unga fólkið. Spáir hann því að endurmenntun verði víð- tækari og í framtíðinni verði von- andi frekar talað um símenntun í því samhengi. Embættisprófshugsun- in er að hans mati á undanhaldi og vill komandi kynslóð frekar mennta sig með þeim hætti að það opni sem flestar dyr. Þau vilji geta sótt um öll þau störf sem vekja hjá þeim áhuga og að námið sem þau hafi lokið við geri þeim kleift að ganga í nánast hvaða starf sem er. Hann tók það þó fram að hans tilfinning sé að nem- endur í dag vilji ekki endilega allir vinna í gegnum netið. Þeir séu upp til hópa félagslyndir og vilji geta komið saman og átt í beinum sam- skiptum hvert við annað. Tæknin fækkar ekki störfum Síðastur með erindi á ráðstefnunni var Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdarstjóri GRID, í sínu erindi fjallaði hann um mikilvægi þess að efla störf á íslandi þannig að stoðir samfélagsins verði fleiri en í dag. Á íslandi eru stoðirnar í raun þrjár; ferðaþjónusta, útflutningur á iðnaðarvöru, helst áli og sjávarút- vegurinn. Lengi hefur verið kallað eftir fjölbreyttari stoðum svo ef það verða áföll í einni grein, eins og við erum að upplifa í dag, séu fleiri stoð- ir til að grípa. Talaði hann um það hvernig fjórða iðnbyltingin er tæki- færi en ekki ógn. Við ættum að hans sögn að horfa á þau tækifæri sem skapast við uppbyggingu, menntun og atvinnu með tilkomu tæknifram- fara. í gegnum tíðina hafa menn óttast að tækniframfarir taki yfir störfin á kostnað fólksins og tekur Hjálmar að hluta til undir það, en bætir því við að breytingarnar hafi alltaf orðið til þess að önnur störf komi í staðinn fyrir fólkið. Hann segir störf hafa breyst en þeim hafi sannarlega ekki fækkað og sér hann fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri til aukinnar fjölbreytni. Benti hann á að áður fyrr störfuðum við öll í landbúnaði, nokkrir í fiski og fáir í öðru. Hefur þetta sannarlega breyst mikið og eru störfin fjölbreyttari í dag. Að magi Hjálmars þurfum við núna að huga að því að búa nem- endur undir þessa breyttu framtíð sem við vitum að er að koma en vit- um kannski ekki alveg hvernig verð- ur. Það sem við vitum er að tæknin getur ekki tekið yfir frjóan huga og það mannlega, eins og umönnun- arstörf, kennslu og aðra vinnu með fólki. Hann segir áhersluna þurfa á að vera á því að byggja upp fjöl- breytni og fá þannig fleiri stoðir í atvinnulífið. arg Að loknum erindum ráðstefnugesta voru pallborðsumræður.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.