Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 21

Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 21 Þegar mest lét voru 38 þúsund manns í minnkuðu starfshlutfalli en nú eru þeir 27 þúsund talsins. Samtals hafa því um ellefu þúsund manns afskráð sig af hlutabótaleið- inni svokölluðu. „Ég get ekki betur séð en að nokkuð margir séu komn- ir aftur til vinnu sinnar í maí eft- ir að slakað var á samkomubanni,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem var sér- stakur gestur á upplýsingafundi al- mannavarna síðastliðinn föstudag. Atvinnuleysi í apríl mældist 17,8% og Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi verði 14,8% í maí. „Þannig að það horfir til betri veg- ar,“ sagði Unnur. Forstjóri Vinnumálastofnun- ar minnti á mikilvægi þess að þeir sem væru komnir aftur í fyrra starfshlutfall, hefði verið sagt upp eða væru að vinna uppsagnafrest, skráðu sig úr úrræðinu. „Svo ekki komi upp tvígreiðsla annars vegar frá atvinnurekanda og hins vegar frá okkur með tilheyrandi endur- greiðslukröfum,“ sagði Unnur. Þá sagði Unnur að enn frem- ur að allir sem ætli að vera áfram í hlutabótaúrræðinu og fái greidd- ar atvinnuleysisbætur þurfi nú að staðfesta atvinnuleit sína 20. maí. Opið verður fyrir það til 25. maí. Staðfestingin sé einföld, hnapp- ur á „mínum síðum“ á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Staðfesting sé skilyrði fyrir greiðslu 1. júní næst- komandi. „Þetta er nýtt og mjög mikilvægt að það komist til skila,“ sagði hún. Listi verður birtur Næst vék Unnur að birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, en slíkt hefur ver- ið töluvert til umræðu undanfar- ið. „Persónuvernd telur hann ekki varða lög um persónuvernd og að almannahagsmunir leiði til þess þar sem svo miklir fjármunir séu í húfi að rétt sé að birta lista yfir fyrir- tækin,“ sagði Unnur. „Til að svara því, þá mun það verða gert, en þessi listi er bara alls ekki til. Þetta tölvu- kerfi var ekki hannað til að taka út lista yfir fyrirtæki eða greiðendur, það þarf heilmikla handavinnu til. Tölvukerfið var sett upp á mettíma til að taka við umsóknum frá ein- staklingum og greiða þeim,“ sagði hún, en bætti því við að verið væri að skoða hvernig best væri að sækja þessar upplýsingar og setja í birt- ingarhæfan búning. Hún lýsti því þó yfir að hún sjálf væri hugsi um birtingu listans, þrátt fyrir álit Persónuverndar. „Ég er hugsi og hef stuðning persónu- verndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort sé rétt að birta til dæmis lista yfir fyrirtæki með fimm starfsmenn eða færri. Þá er ég að hugsa um það traust sem þarf að ríkja milli Vinnumálastofnunar og skjólstæð- inga hennar,“ sagði hún. „Það hef- ur verið alveg heilagt hjá okkur að það fari aldrei út fyrir veggi Vinnu- málastofnunar hverjir eru að leita til okkar,“ sagði Unnur. „En það verður ekkert að frétta af þessum lista um helgina og líklega ekki fyrr en um miðja næstu viku. Við þurf- um að fá sannfæringu um að listinn sé réttur og birtur með þeim hætti sem við sættum okkur við.“ Sótt um fyrir 953 vegna sóttkvíar Opnað hefur verið fyrir greiðslur til atvinnurekenda fyrir fólk sem var í sóttkví og gat ekki sinnt starfi sínu vegna þess um ákveðinn tíma. Alls hafa 288 atvinnurekendur sótt um þessar greiðslur, 67 sjálfstætt starf- andi einstaklingar og 199 launþeg- ar sóttu um sjálfir. „Samtals hefur því verið sótt um fyrir 953 einstak- linga sem þurftu að sæta sóttkví,“ sagði Unnur. Að lokum vék hún að sumarstörf- um námsmanna í samstarfi við ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar. Sveitarfélögin sjá sjálf um að auglýsa 1.700 störf á þeirra veg- um en Vinnumálastofnun auglýsir 3.400 störf hjá stofnunum ríkisins. Opnað verður fyrir þær umsóknir 26. maí næstkomandi. kgk Konur í Lionsklúbbnum Eðnu á Akranesi komu færandi hendi í Fjölbrautaskóla Vesturlands síðast- liðinn fimmtudag. Tilefnið var að færa skólanum að gjöf fjórar nýjar spjaldtölvur en þær verða notað- ar til kennslu á starfsbraut skólans. Það voru þær Arndís Halla Guð- mundsdóttir deildarstjóri á starfs- braut og Steinunn Inga Óttarsdótt- ir skólameistari sem veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu Eðnukonum kærlega fyrir hlýjan hug og rausn- arskap. Við þetta tækifæri sagði Arn- dís Halla stuttlega frá því hvernig spjaldtölvur eru notaðar til kennslu og afþreyingar á starfsbrautinni. Bæði er kennt með aðstoð tölva hefbundnar námsgreinar á borð við stærðfræði og íslensku, ýmis gagn- virk verkefni eru unnin í tölvunum en einnig lestur rafbóka, videó- klippingar unnar í þeim og fjölmargt fleira. Sagði hún þessi tæki því afar hentug til kennslu en starfsbrautin býr nú yfir sex nýjum spjaldtölvum. Nemendur sem skráðir eru á starfs- braut skólans er 23 og þar af ellefu sem alfarið stunda nám sitt þar. Gefandi félagsskapur Lionsklúbburinn Eðna er 23 ára og eru félagsmenn 25 á öllum aldri. Að sögn Maríu Kristínar Óskarsdóttur forseta klúbbsins er það markmið Eðnukvenna að styðja við góð mál- efni í nærsamfélaginu. Hvetur hún áhugasaman konur um að ganga til liðs við klúbbinn og lofar skemmti- legu og gefandi starfi. Helsta fjár- öflun klúbbins er svokallaður svel- tifundur sem haldinn er í febrúar. Nafnið er þó engan veginn lýsandi, því á sveltifundi bjóða félagskonur vinkonum sínum til mikillar veislu. Gestirnir eru þó borgandi og boð- ið er upp á góðar veitingar, happ- drætti og annað til fjáröflunar fyrir starf klúbbsins. mm Lionskonur færðu starfsbraut FVA fjórar spjaldtölvur Frá afhendingu gjafanna síðastliðinn fimmtudag. F.v. Þóra Björk Kristinsdóttir, Sonja F. Jónsson, Sólrún Engilbertsdóttir og María Kristín Óskarsdóttir frá Eðnu. Þá Arndís Halla Guðmundsdóttir deildarstjóri starfsbrautar og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari FVA. Ellefu þúsund skráð sig af hlutabótaleiðinni

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.