Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 27
Pennagrein
Vísnahorn
Alltaf kemur blessað vorið
á hverju ári. Fer ekki hjá
því þó það taki stundum
einhverja smá útúrkróka
á leiðinni. Björg Sigurðardóttir á Geirastöð-
um í Mývatnssveit orti einhvern tímann á út-
mánuðum. Gæti hafa verið eftir gott kvöld á
skautum á ísilögðu Mývatni með einhverjum
jafnaldra sínum og sveitunga:
Ég hélt að það væri að vora og hlýna
og vonin hún kemst yfir allt
en þegar ég háttaði í holuna mína
var helvítið ís jökulkalt.
Björg var að ég hygg nokkuð jafnaldra Þuru
í Garði og gamansöm ekki síður. Um sjálfa sig
kvað hún:
Þegar ég agðast um bæinn
ill í skapi og blökk á kinn
þráir tengdasoninn sinn
Siggi gamli pabbi minn.
Aldrei kom þó sá tengdasonur þar sem
Björg mun hafa dáið ung og ógift. Hinsvegar
gerist það stundum á vorin á okkur leita hugs-
anir um eitthvað sem einu sinni var. Jón Hin-
riksson orti í minningu reiðhests:
Blæs um hól og bliknar kinn
björt er fjólan glóði,
autt er ból þar blakkurinn
baðaði í sólarflóði.
Heiðin geymir Huga spor.
Holtið dreymir lyngað,
þegar gleymir vetri vor
veran sveimar hingað.
Á sumardaginn fyrsta 1921 var Halldór
Helgason fenginn til að halda fyrirlestur í
félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal og
hófst hann á þessari vísu:
Heillavinir, heyrið þið:
hrakinn og nærri kalinn,
kem ég að sækja sólskinið
suður í Reykholtsdalinn.
Jakob Guðmundsson sem lengi var vinnu-
maður á Húsafelli og lengst við þann bæ
kenndur fylgdi oft ferðafólki yfir Kaldadal. í
einni slíkri ferð mun þessi vísa hafa orðið til:
Líður óðum lífs á kvöld
lækkar sól á degi.
Djúp er þögn og kyrrðin köld
Kaldadals á vegi.
Nokkuð lengi er ég búinn að kunna eftir-
farandi vísu og finnst ég hafi séð hana með lít-
ilsháttar orðamun eignaða Páli Jónssyni sem
kallaður var skáldi. Eins og með fleira er ekki
svo gott að vita fullar sönnur á hinum eina
sannleik en látum hana samt vaða:
Er hér kominn yngismaðurinn Ólafur
Gestsson.
Ber þann sér á baki prestsson
Brúnn af Kjalarnesi hestsson.
Sá ágæti Bjarni frá Gröf horfði í kringum
sig snemmvors og ávarpaði fósturjörð sína
þessum orðum:
Hvíta skikkjan ónýt er
alltaf fjölga götin.
Guð má fara að gefa þér
grænu sparifötin.
Hjálmar Freysteinsson sem nú er nýlega
látinn var einstakur hagyrðingur og húmor-
isti og gjarnan með svolítið „aðra sýn“ á til-
veruna sem gefur vísum oft aukið gildi. Eftir
hann er þessi öfugmælavísa:
Í myndastyttum er mikið blóð.
Máfurinn syngur fögur ljóð.
Sparsöm oft var þessi þjóð.
-Þessi vísa er skratti góð.
Held endilega að næsta vísa sé eftir Jón
Tryggvason í Ártúnum:
Ég opnaði alla glugga
sem unnt var á gamla bænum
því vorylur vakti í blænum
og vorið á enga skugga.
Hinsvegar er ég ekki viss um höfund að
þessari en jafngóð fyrir því:
Sitjum kyrr í kveldsins ró,
hvískrar þeyr á skjánum.
Merlar tár á mosató.
-Mér er kalt á tánum...
Það er nefnilega ógaman ef fólki verður
kalt á tánum og vont ef skórnir þrengja að þar
að auki. Baldvin Jónatansson mun höfundur
að þessari:
Þótt ég beri þráfalt hér
þröngan skó á fæti.
Enginn taka mun frá mér
mína eðliskæti.
Löngum hafa stúdentar þessa lands ver-
ið lítt haldnir af þessa heims auðæfum en
skemmtanalíf þeirra þó oft nokkuð fjörlegt.
Veturinn 1964-5 bjó Aðalsteinn Davíðsson á
Nýjagarði og orti þá kvæði í stíl Jóns frænda
míns Helgasonar og nefndist Afgangar. Þar í
má finna þetta erindi:
Uppundir hvelfing efsta gangs
ómur af partí stafar,
frænda sem prófið flaut í haust
fagna slompaðir afar.
Situr þar lögfræðisveitin öll,
saman við flöskur skrafar,
meðan oss hina hrífur fast
hugarvílið til grafar.
Það er nú svona með blessað unga fólkið.
Athafnaþráin er því í blóð borin og hverfur
ekki fyrr en það kemur í vinnuna. Fjallgöngur
eru sívinsæl íþrótt og dansinn frábær hreyfing
og líkamsrækt og svo er nú þetta með fram-
burðinn. Þarf að átta sig vel á honum. Man
samt ekkert hver orti:
Skólapiltar fara á fjöll
og faðma heimasætur.
Ungar stúlkur elska böll
einkanlega um nætur.
Það mun hinsvegar hafa verið Magnús Ein-
arsson sem sagði:
Unga fólkið iðkar dans,
unun þetta vekur,
alveg upp að mitti manns
menntun þessi tekur.
Teitur Hartmann kvað um unga og íðil-
fagra stúlku og framtíðarvonir sínar fyrir
hennar hönd:
Þess vildi ég óska að
Ásta gæti fengið
maka. Ef hún þráir það
þá mun vaxa gengið.
Ætli það sé ekki farið að nálgast endalok
þessa þáttar og væri ekki rétt að ljúka honum
með þessari ágætu vísu Eyjólfs í Sólheimum.
Sannleiksgildi hennar efa ég ekki og hef oft
sannreynt á sjálfum mér við að grafa upp úr
kollinum eitthvað sem ég hélt að ég kynni:
Þó harðni átök ellinnar,
andleg reisn sé þrotin,
glitra á barmi gleymskunnar
gömlu vísubrotin.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Glitra á barmi gleymskunnar – gömlu vísubrotin
Varnir, vernd og viðspyrna er yfir-
skrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda
við þeirri stöðu sem við stönd-
um frammi fyrir. Það er mikil-
vægt hverju samfélagi að halda
uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnu-
lífi. Það er svo sannlega tími til
að virkja þann mikla mannauð
sem býr í landsmönnum. Við höf-
um allt til staðar; viljann, mann-
auðinn og tæknina. Samgöngur
fara batnandi og með allt þetta að
vopni náum við viðspyrnu um allt
land.
Við erum að stefna inn í þyngra
efnahagsástand með tilheyrandi
uppsögnum og samdrætti á mörg-
um sviðum vegna COVID-19. Þá
hefst slagurinn um að verja störf-
in. Verja og halda þeim opin-
beru störfum sem nú þegar eru á
landsbyggðinni. Þar þurfa allir að
leggjast á eitt. Það hefur því mið-
ur verið raunin að fyrir eitt starf
sem glatast tekur það 10 ár að fá
annað til baka. Það getur líka ver-
ið hluti af hagræðingu að verja
þau störf sem fyrir eru og hluti af
viðspyrnunni að leggja enn meiri
áherslu á að skilgreina störf án
staðsetningar og dreifa þeim sem
best.
Störf án staðsetningar
Opinber störf á vegum ríkisins eru
rúm 20.000. Þá eru ekki meðtalin
þau störf sem eru á vegum sveitar-
félaga. Hér á landi er skipting opin-
berra útgjalda milli ríkis og sveit-
arfélaga 70/30. Það er því ljóst að
staðsetning ríkisstarfa skiptir miklu
máli og ætti það að vera forgangs-
mál stjórnvalda að dreifa þeim sem
mest um landið. í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar er að finna
áherslu hennar um að skilgreina
störf og auglýsa þau án staðsetn-
ingar eins og kostur er. Auk þess
styður samþykkt byggðaáætlun við
þetta markmið. Með aukinni sam-
skiptatækni, háhraðafjarskiptateng-
ingum um allt land ásamt greiðum
samgöngum er nú hægt að dreifa
opinberum störfum sem aldrei fyrr.
Þeir tímar sem við höfum geng-
ið í gegnum á undanförnum vikum
hafa sýnt að fjarvinna er ekki bara
draumsýn, heldur raunverulegur
möguleiki. Störf án staðsetningar
geta verið jafn vel unnin í Ármúla
í Reykjavík og á Hólmavík.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Höf. er alþingismaður Framsókn-
arflokks í NV kjördæmi.
Opinber störf á
landsbyggðinni
Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynn-
ast landinu betur í maí og júní og
kynna áhugaverða staði sem eru að
bjóða upp á spennandi hluti í sum-
ar. Fyrsti áfangastaður stöðvarinn-
ar verður Borgarbyggð. Öll dag-
skrá og fréttir stöðvarinnar verða í
beinni útsendingu frá Borgarnesi á
föstudaginn, 22. maí. „Morgunþátt-
ur stöðvarinnar, ísland vaknar, með
þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Borg-
nesinginn Kristínu Sif hefst stund-
víslega kl. 6 að morgni. Auðun Ge-
org miðlar fréttum frá því helsta
sem er að gerast í sveitarfélaginu
og Síðdegisþáttur K100 með þeim
Loga Bergmann og Sigga Gunnars
fjalla um fjölbreytt mannlíf og það
sem gerir Borgarbyggð að áhuga-
verðum stað til að heimsækja, starfa
og búa,“ segir í tilkynningu.
Útsending úr hjólhýsi
„Við byrjuðum á þessu í fyrrasum-
ar, að setja fókusinn á ákveðin svæði
á landinu og kynna hvað hægt sé að
gera þar. Það gekk svo vel að í kjöl-
farið ákváðum við í haust að næsta
sumar skyldum við gera enn bet-
ur og ferðast til þessara staða sjálf
og senda þaðan út,“ segir Sigurður
Gunnarsson, dagskrár- og tónlist-
arstjóri K100 í tilkynningu. Munu
stjórnendur útvarpsþáttanna ísland
vaknar og Síðdegisþáttarins ger-
ast ferðamenn í eigin landi, hengja
hjólhýsið aftan í bílinn á föstudög-
um og ferðast um landið með hlust-
endum.
Þyrluflug í boði
Skemmtilegur viðburður verður í
boði á föstudaginn, í tilefni af út-
sendingu K100, en þá ætlar Helo.
is að bjóða upp á útsýnisflug með
þyrlu. Sex farþegar komast í hverri
ferð. Flogið verður frá Borgarnes-
flugvelli frá klukkan 16:00 og kost-
ar 10 þúsund krónur á mann.
Skipulagt fyrir faraldur
„Þetta verður mjög skemmtilegt
verkefni,“ segir Sigurður Gunnars-
son. „Við hlökkum til að skella út-
sendingarhjólhýsinu okkar á kúl-
una og halda af stað. Við ætlum að
kynnast skemmtilegu fólki sem er
að gera spennandi hluti í ferðaþjón-
ustu,“ segir hann og bætir við að
verkefnið hafi verið skipulagt löngu
áður en kórónuveirufaraldurinn
skall á. „Það hittir þó vel á að við
séum að fara í svona veglegt verk-
efni til þess að kynna ferðaþjón-
ustuna hér á íslandi, oft var þörf en
nú er nauðsyn,“ segir hann.
mm
Borgnesingurinn Kristín Sif Björgvinsdóttir er einn þáttastjórnanda morgun-
þáttarins Ísland vaknar á útvarpsstöðinni K100.
Útvarpsstöðin K100 sendir út
frá Borgarbyggð á föstudaginn