Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Page 2

Skessuhorn - 10.06.2020, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 20202 Árlegt kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn. Í ljósi Covid-19 eru þátttakendur í hlaupinu hvattir til að gera eigin ráðstaf- anir til að virða fjarlægðarmörk. Allar upplýsingar um hlaupið má finna á kvennahlaup.is. Á morgun er spáð suðvestan- átt 5-13 m/s og dálítilli rign- ingu og hita 8-12 stig, en bjart- virði austanlands og hiti 13-20 stig að deginum. Á föstudag gengur í sunnan 8-15 m/s og dálítil rigning verður hér vest- anlands. Hiti 9-14 stig. Held- ur hægari vindur austantil á landinu, bjart með köflum og hiti að 22 stigum yfir daginn. Á laugardag er spáð suðlægri átt og víða verður bjartviðri, en dálítil rigning af og til vestan- lands. Hiti 10-20 stig að degin- um, hlýjast norðaustanlands. Á sunnudag og mánudag er út- lit fyrir suðlæga átt og dálitla rigningu af og til, einkum vest- anlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort lesendur hafi verið í vinnu til sjós. Fæstir, eða 58% svarenda, höfðu próf- að að vinna á sjó. 29% hafa oft verið í vinnu til sjós og 14% hafa nokkrum sinnum unnið á sjónum. Í næstu viku er spurt: Hvernig vilt þú þinn ís úr vél? Sigurður Brynjarsson, nemandi í 6. bekk í Grundaskóla á Akra- nesi, hlaut aðalverðlaun í Ný- sköpunarkeppni grunnskól- anna 2020. Sigurður er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar „Þar sem lífið er ljúft“ HVALFJ.SV: Í lok síðasta mánaðar auglýsti menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarð- arsveitar eftir tillögum að slagorði fyrir sveitarfélagið til að nota við gerð kynningar- myndbands til markaðssetn- ingar á sveitarfélaginu. Leit- að var að slagorði sem væri lýsandi fyrir sveitarfélagið og bárust nefndinni fjörutíu til- lögur að slagorðum frá átta aðilum. Var nefndin sammála um að slagorðið: „Þar sem lífið er ljúft“ ætti best við og varð það því fyrir valinu. -arg Hjóla- og gönguvika fram- undan AKRANES: Dagana 10.-13. júní verður fyrsta hjóla- og gönguvikan haldin á Akranesi. Um er að ræða þróunarverk- efni sem Akraneskaupstað- ur vinnur að í samvinnu við Hjólafærni á Íslandi en Akra- nes er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu sem snýst um samgöngur, menn- ingu, heilsu og loftlagsmál. Hjóla- og gönguvikunni lýk- ur með bíllausa deginum á Akranesi á laugardaginn frá klukkan 12-15. -arg Árekstur í göngunum HVALFJ: Betur fór en á horfðist þegar harður þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarð- argöngum á sjötta tímanum á laugardagskvöld. Þrír voru í bílunum og einn var fluttur á sjúkrahús, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Mik- ill viðbúnaður var á vettvangi vegna slyssins og voru göngin lokuð í um þrjár klukkustund- ir á meðan unnið var á vett- vangi. Á meðan var umferð beint um Hvalfjörð. -kgk Opnuðu afeitrunardeild LANDIÐ: Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni var opnuð á Landspítala í vikunni sem leið. Deildin heyrir und- ir fíknigeðdeild sjúkrahúss- ins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra segir tilkomu deildarinnar langþráða og um mikilvægt framfaraskref að ræða í þjónustu við afar við- kvæman hóp. -mm Veðurhorfur útlit er fyrir að um 2600 hjúkrunar- fræðingar um allt land fari í ótíma- bundið verkfall 22. júní næstkom- andi, ef ekki næst að ljúka kjara- samningum fyrir þann tíma. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sam- þykkti verkfall á föstudag með 85% greiddra atkvæða. 13% voru andvíg verkfalli og 1% skilaði auðu. Þátt- taka í atkvæðagreiðslunni var 82%. Samningaviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninga- nefndar ríkisins hafa staðið yfir í rúman mánuð, eftir að hjúkrun- arfræðingar felldu kjarasamning í lok apríl. Tæplega 15 mánuðir eru liðnir frá því að gerðardómur rann út og þar með miðlægur kjarasamn- ingur félagsins. Fram kemur á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mikið beri á milli samningsaðila, en krafa hjúkrunarfræðinga er að grunnlaun stéttarinnar verði hækk- uð. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, sagði við RúV fyrir helgi að deilan við ríkið snerist aðallega um launaliðinn. Spurð hvort félagið fylgdi lífskjarasamningnum í launa- kröfum sínum kvaðst hún ekki geta sagt til um hvað verið væri að ræða innan launaliðarins, en hjúkrunar- fræðingar væru mjög skýrir á því að þeir þyrftu að fá hærri grunnlaun. Í frétt RúV var jafnframt haft eft- ir Sverri jónssyni, formanni samn- inganefndar ríkisins, að kröfur hjúkrunarfræðinga væru utan þess ramma sem samið hafi verið um við aðrar stéttir. Mikil áhrif á HVE jóhanna Fjóla jóhannesdóttir, for- stjóri Heilbriðigsstofnunar Vestur- lands, segir verulegt áhyggjuefni að búið sé að boða til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga FÍH frá 22. júní næstkomandi. Enn sé þó tími til stefnu og samningsaðil- ar verði að leggja allt kapp á að ná samningum til að komi megi í veg fyrir verkfallsaðgerðir. „Hjúkrunar- fræðingar eru fjölmenn stétt innan HVE, eða alls 75, og áhrif verkfalls þeirra yrðu mikil strax á fyrsta degi, sérstaklega í sjúkrahússþjónustu og á stærri heilsugæslustöðvum,“ segir jóhanna Fjóla í samtali við Skessu- horn. „Komi til verkfalls þá þarf að miða mönnun við það sem leyft er samkvæmt undanþágulistum sem gilda í verkfalli. Áhersla okkar verður á að sinna bráðatilvikum og tryggja sem framast er kostur ör- yggi þjónustunnar,“ segir jóhanna Fjóla. kgk Tímabundinn 90% afsláttur verð- ur gefinn af gatnagerðagjöldum ákveðinna íbúðarhúsalóða í þétt- býli Snæfellsbæjar. Bæjarstjórns samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum 4. júní síðastliðinn. Afslátt- urinn nær til allra íbúðarhúsalóða sem þegar eru tilbúnar til úthlut- unar, að undanskildum lóðum við Fossabrekku 5-15 í Ólafsvík og lóðum við Háarif A-H í Rifi. Af- slátturinn gildir frá 1. júní 2020 til 1. maí 2021. „Lækkun gatnagerð- argjalda felur í sér mikinn sparn- að fyrir húsbyggjendur og standa vonir til að veittur afsláttur styðji við uppbyggingu á nýjum íbúð- arhúsum og hvetji til bygginga- framkvæmda í þéttbýliskjörnun- um þremur,“ segir um málið á vef Snæfellsbæjar. Þar má einnig sjá yfirlit yfir lausar íbúðarhúsalóðir í þéttbýli bæjarfélagsins. Alls eru 34 íbúðarhúsalóðir lausar í Ólafsvík, 14 í Rifi og 18 á Hellissandi. kgk Hjúkrunarfræðingar boða til verkfalls Hefði mikil áhrif á starfsemi HVE Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, for- stjóri HVE. Ljósm. úr safni/ kgk. Starfsstöð HVE á Akranesi. Ljósm. úr safni/ mm. Slá 90 prósent af gatnagerðargjöldum Frá Ólafsvík. Ljósm. úr safni/SNB. Deildarfundur Snæfellsness- og Mýrasýsludeildar, Borgarfjarðar- deildar og Hvalfjarðardeildar hjá Auðhumlu sf. var haldinn 2. júní sl. Fundurinn átti að vera haldinn í mars síðastliðnum en vegna Co- vid-19 varð að fresta honum þar til nú. Rædd voru málefni Auðhumlu sf. og MS ehf. og farið yfir árs- reikninga félagsins. Að venju voru veittar viðurkenningar til bænda sem höfðu framleitt úrvalsmjólk á árinu 2019. Þeir voru bændurn- ir í Hægindi, Brekkukoti og Mó- fellsstaðakoti í Borgarfjarðardeild, Gunnlaugsstaðir og Syðri-Knarr- artunga í Snæfellsness-og Mýra- sýsludeild auk Þaravalla og Bakka í Hvalfjarðardeild. Aðalfundur Auðhumlu verður svo haldinn á Selfossi 15. júní nk. Allt eru þetta óvenjulegar dagsetn- ingar á deildarfundum og aðalfundi þar sem eins og alþjóð tók eftir lá allt venjulegt félagsstarf niðri nú seinni hluta vetrar. -fréttatilkynning Ágúst Guðjónsson stjórnarformaður Auðhumlu, Jón Einarsson Mófellsstaðakoti, Þorvaldur Jónsson Brekkukoti, Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson Bakka og Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri Auðhumlu sf. Ljósm. Laufey Bjarnadóttir. Kúabændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.