Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Side 13

Skessuhorn - 10.06.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 2020 13 Sigurður Brynjarsson, nemandi í 6. bekk EHÞ í Grundaskóla á Akra- nesi, hlaut í síðustu viku aðalverð- laun í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanna 2020. Verðlaunin hlýt- ur hann fyrir hugmynd sína „Með okkar augum.“ Í stuttu máli snýst hugmynd Sigurðar um þróun apps (smáforrits) fyrir blinda. App- ið tengist sjálboðaliðum með sjón sem geta verið staddir hvar sem er í heiminum. Ef hinn blindi er einn og er að reyna að finna hlut á heim- ili sínu getur hann tengt sig við app- ið og beðið einhvern af sjálboðalið- unum um aðstoð. Sjálfboðaliðinn tengist síma þess blinda og getur séð með sínum augum inn í íbúðina og leitað að hlutnum með því að leiðbeina hinum blinda. „Kannski væri hægt að nota þetta app líka á nokkra karlmenn sem ég þekki, sumir finna bara aldrei neitt þó að þeir séu með 100% sjón,“ segir Sig- urður Brynjarsson. Vanalega berast á milli 1500 til 2000 hugmyndir frá nemendum grunnskólanna, þannig að segja má að árangur Sigurðar sér frábær. Í frétt á vef Grundaskóla segir að í vetur hafi 6. bekkingar þurft að hugsa út fyrir kassann í nýsköpunar- mennt. Að þessu sinni var töluverð breyting á umgjörð keppninnar vegna Covid-19 en bæði var keppn- inni seinkað og vinnustofa var ekki í boði. Það var svo dómnefnd sem valdi 20 bestu hugmyndirnar. Eyjólfur Eyjólfsson kom fyr- ir hönd menntarmálaráðherra og afhenti Sigurði verðlaunin. Fram kom hjá Eyjólfi að Sigurður mun fá tækifæri til þess að þróa og vinna verkefni sitt áfram. Valdís Sigurvinsdóttir kennarinn Sigurð- ar sagðist við þetta tækifæri vera ánægð með árangurinn en það voru nokkur fleiri verkefni frá nemend- um hennar sem voru send inn til keppninnar. mm/ Ljósm. Grundaskóli. Sigurður Brynjarsson ásamt félögum sínum í Grundaskóla. Bar sigur úr býtum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna Appið „Með okkar augum“ gæti komið blindu fólki að góðum notum Sigurður hlaðinn viðurkenningar- skjölum, hér ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni úr menntamálaráðuneytinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.