Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Síða 16

Skessuhorn - 10.06.2020, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 202016 Aflatölur fyrir Vesturland 30. maí - 5. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 29 bátar. Heildarlöndun: 41.859 kg. Mestur afli: Eskey ÓF-80: 5.108 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: bátar. Heildarlöndun: 68.876 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 6.822 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 26 bátar. Heildarlöndun: 552.406 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 88.589 kg í einni löndun. Ólafsvík: 40 bátar. Heildarlöndun: 228.523 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarna- son SH-122: 31.048 kg í tveimur róðrum. Rif: 24 bátar. Heildarlöndun: 384.620 kg. Mestur afli: Tjaldur SH-270: 79.385 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 26 bátar. Heildarlöndun: 105.804 kg. Mestur afli: Djúpey BA-151: 10.849 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sigurborg SH-12 - GRU: 88.589 kg. 2. júní. 2. Áskell ÞH-48 - GRU: 75.938 kg. 1. júní. 3. Farsæll SH-30 - GRU: 69.940 kg. 2. júní. 4. Hringur SH-153 - GRU: 67.908 kg. 4. júní. 5. Runólfur SH-153 - GRU: 66.253 kg. 1. júní. -kgk Egill Hansson og Samúel Halldórs- son hafa í vetur verið með nám- skeið fyrir elsta stig í Grunnskól- anum í Borgarnesi. Þar kenna þeir krökkunum hlutverkaspilið D&D, Dýflissur og Drekar. Um er að ræða spunaspil þar sem ímyndunar- aflið og sköpunargáfan er notuð til að búa til sögu. Einn leikmaður er „master“ og sér hann um að stjórna söguþræðinum og búa til ákveð- inn söguheim. Hinir eru spilarar og búa allir til sína eigin sögupersónu sem getur í raun verið hvernig sem er. Hver og einn skrifar niður lýs- ingu á sinni persónu á blað og skrif- ar hjá sér allt sem kemur fyrir pers- ónuna í sögunni á meðan á spilinu stendur. „Persónurnar geta í raun verið hvernig sem er, þetta geta verið álfar, hetjur, tröll eða eitt- hvað allt annað. Svo gefur hver og einn sinni persónu ákveðinn kar- akter, það getur verið að viðkom- andi sé huglaus, mjög hugrakkur, sterkur, fljótur eða eitthvað annað,“ útskýra þeir Egill og Sammi í sam- tali við Skessuhorn. Notaðir eru Sammi sögustjóri og krakkarnir fylgjast áhugasamir með. Kenna krökkum hlutverkaspil með ímyndunaraflið og sköpunargáfuna að vopni Rætt við Egil Hansson og Samúel Halldórsson um hlutverkaspilið D&D Samúel Halldórsson og Egill Hansson eru með námskeið í hlutverkaspili fyrir krakka í Borgarnesi. Ljósm. arg Egill að skapa sögu fyrir krakkana. sérstakir teningar og reglubók sem stjórnar því hvernig atburðir í sög- unni fara. „Masterinn segir söguna en hver spilari stjórnar svo hvernig sín persóna bregst við aðstæðum í sögunni. Spilararnir kasta svo upp 20 hliða teningi sem segir til hversu vel persónunni tekst að gera það sem hún ætlar sér,“ útskýrir Egill. Fleiri nördar til Egill kynntist D&D þegar hann var um 14 ára og varð strax hrifinn. „Ég fann mig ekki alveg með jafn- öldum mínum en þegar ég kynnt- ist D&D kynntist ég líka nokkr- um eldri strákum sem voru á kafi í þessu og þá sá ég að það væru al- veg fleiri svona nördar eins og ég,“ segir Egill og hlær. Hann kynnti Samma fyrir D&D þegar þeir voru í menntaskóla og hafa þeir ver- ið að spila saman síðan. „Þetta er svo skemmtilegt og frábær leið til að fá útrás fyrir sköpunargáfuna,“ segir Sammi og Egill tekur undir það. Síðastliðið haust var haft sam- band við Samma og hann beðinn um að halda D&D námskeið fyrir elsta stig í Grunnskólanum í Borg- arnesi. Hann fékk Egil til liðs við sig og annan félaga þeirra og héldu þeir tveggja daga námskeið sem hluta af þemadögum í skólanum. Hitti þetta í mark og voru margir krakkanna sem vildu fá fleiri nám- skeið. Var þá ákveðið að fá Egil og Samma til að vera með lengri námskeið í félagsmiðstöðinni fyrir kakka í 7. – 10. bekk. „Ég vildi að það hefði einhver verið með svona námskeið í skólanum þegar ég var á þessum aldri. Þetta er svo frábær leið fyrir krakka að ná saman og að styrkja vináttu. D&D snýst svo mikið um samvinnu og krakkarnir hverfa alveg inn í söguna. Allir eru að vinna saman og halda ótrúlega mikið með persónum hvers annars og vilja að öllum gangi vel,“ segir Egill og bætir við að í sumar ætli þeir að verða með námskeið fyrir krakka í 4. – 6. bekk í Borgarnesi. Söguefnið getur verið hvað sem er En hvernig kvikna hugmyndirn- ar að sögunum í D&D? „Maður er alltaf að finna söguefni og oft er maður í aðstæðum þar sem kvikn- ar hugmynd sem hægt væri að nota í sögu og hausinn er því fullur af hugmyndum. Það er aldrei neitt mál fyrir mann að búa til sögu þeg- ar hugmyndaflugið er gott,“ segir Sammi og Egill tekur undir það. „Ég er með lista í tölvunni minni af hugmyndum sem mig langar að nota til að gera sögur,“ segir Eg- ill tekur sem dæmi hugmynd sem hann er með af sögu sem teng- ist þungarokki. „Þungarokk snýst mikið um myrkur, beinagrindur, undirheima og alls konar svoleið- is og ein hugmyndin mín snýst ein- mitt um að gera sögu út frá því. En sögurnar geta verið um hvað sem er, það eina sem þarf er ímynd- unarafl,“ segir Egill. En er sögu- maðurinn þá búinn að gera sög- una áður en spilið hefst? „Ekki al- veg. Hann er með tilbúna ákveðna hugmynd og beinagrind að sögu en þar sem spilararnir geta líka tekið ákvarðanir í sögunni sjálfri getur sögumaðurinn ekki séð sög- una alveg fyrir sér svo hann verður að geta unnið út frá þeim aðstæð- um sem koma upp. Sögumaðurinn getur ekki ákveðið að persónurnar fari til hægri ef spilararnir vilja svo láta þær fara til vinstri. Maður þarf því að vera tilbúinn að búa til sögu- þráðinn bara á meðan sagan er að gerast, þetta er í raun bara spuni,“ svarar Sammi. Frábærar viðtökur Spurðir hvernig krökkunum líki námskeiðin segja þeir viðtökurn- ar hafa farið langt fram úr þeirra vonum. „Það er frábært að sjá hvað þetta gerir mikið fyrir þau og hvað þeim þykir þetta skemmtilegt. Þau eru svo ótrúlega flott að vinna sam- an og lifa sig alveg inn í sögurnar. Við erum í þrjá klukkutíma í einu og tíminn hverfur bara og þau eru aldrei tilbúin að hætta þegar tím- inn er búinn,“ segir Egill. „Sumir krakkarnir eru búnir að kaupa sína eigin teninga og eru farnir að spila líka sjálfir. Við fréttum að í skól- anum þurfi kennararnir að minna þau á að hætta að spila þegar þau koma í tíma því þau eru þá að spila í frímínútum og eiga erfitt með að fara úr karakter þegar þau koma í tíma,“ segir Sammi og hlær. arg/ Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.