Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 8

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 20208 Þrjátíu þúsund hafa sótt Ferðagjöfina LANDIÐ: Fyrir síðustu helgi höfðu yfir þrjátíu þús- und einstaklingar sótt Ferða- gjöfina sína, 5.000 krónur, sem hægt er að nota hjá um 600 ferðaþjónustufyrirtækj- um hér á landi. Allir einstak- lingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi fá Ferða- gjöfina. „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórón- uveirufaraldurs og efla þann- ig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Hægt er að kynna sér Ferðagjöf á vefsíðunni www.ferdalag. is og sjá hvaða fyrirtæki taka þátt,“ segir í tilkynningu. Þar sem Ferðagjöfin er pappírs- laus lausn er hún sótt í gegn- um smáforrit. Notendur sem ekki vilja hlaða því niður geta nýtt sér Ísland.is til að sækja sína Ferðagjöf. -mm Skimunargjald ákveðið LANDIÐ: Í dag, 1. júlí, hefst gjaldtaka af komufar- þegum vegna skimunar fyr- ir COVID-19 á landamær- um. Heilbrigðisráðherra hef- ur ákveðið að gjaldið verði 11.000 kr. ef greitt er á staðn- um en 9.000 kr. ef greitt er fyrirfram. Þetta er nokkru lægra gjald en upphaflega var áætlað samkvæmt kostnaðar- mati. „Nýtt mat byggt á feng- inni reynslu og breyttum for- sendum leiðir í ljós að kostn- aður við hvert sýni er að jafn- aði lægra en ætlað var. Reglu- gerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðind- um,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. -mm Lækkun á verði sjávarfangs LANDIÐ: Verð fyrir íslensk- ar sjávarafurðir lækkaði um 2,3% í erlendri mynt í maí frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í síð- ustu viku. Þetta er fjórði mán- uðurinn í röð sem lækkun á sér stað og hefur tólf mánaða taktur vísitölunnar þar með tekið verulegan viðsnúning á örskömmum tíma. Þannig hækkaði verð á sjávarafurð- um um 9,3% á milli ára í des- ember en í maí mælist 3,4% lækkun á milli ára. -mm Kýr í kvöldgöngu SNÆFELLSNES: Fimmtu- daginn 25. júní barst lögregl- unni tilkynning um kúahjörð á ferð á Snæfellsnesvegi. Voru akstursskilyrði ekki góð, þoka og slæmt skyggni en sem bet- ur fer varð ekki tjón af. -arg Ökumenn á hraðferð VESTURLAND: Alltaf er nokkuð um að ökumenn séu á of mikill hraðferð og sam- kvæmt Lögreglunni á Vestur- landi eru margir að aka allt- of hratt. Á sunnudaginn var einn ökumaður stöðvaður á Snæfellsnesvegi á 140 km/ klst en þar er hámarkshraði 90 km/klst og má hann bú- ast við 150 þúsund króna sekt fyrir. Þá hafa margir verið að aka á um og yfir 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 90. Í ljósi þess að margir eru að aka á kindur þessa dagana er hættan við þennan ökuhraða enn meiri. Það gæti hæglega farið mjög illa að aka á kind á 120-140 km/klst. Lögreglan á Vesturlandi fylgist vel með aksturshraða í umdæminu og er myndavélabíllinn hennar alltaf á ferðinni auk annarra lögreglubíla. -arg Alvarlegt að aka sviptur SNÆFELLSNES: Lögregl- an á Vesturlandi stöðvaði í vikunni ökumann á Snæfells- nesi sem reyndist hafa ver- ið sviptur ökuréttindum. Var þetta þriðja brot ökumannsins og fylgir því varðhald en það er litið mjög alvarlegum aug- um sé ökumaður sviptur öku- réttindum á akstri. Svipting ökuréttinda er varúðarráðstöf- un vegna þess að ökumannin- um er ekki lengur treystandi fyrir ökuréttindum. Það telst því mun alvarlegra að aka eft- ir sviptingu en hafi ökumaður- inn aldrei fengið ökuréttindi. -arg Atvinnuleysi var 9,9% í maí LANDIÐ: Samkvæmt vinnu- markaðsrannskókn Hag- stofu Íslands var atvinnuleysi hér á landi 9,9% í maí. Það er 3,9 prósentustigum hærra hlutfall en í sama mánuði 2019 og 6,9% hærra en í maí 2018. Fara þarf allt aftur til 2009-2011 til að finna svipað mánaðarlegt atvinnuleysi að vori. Aukið atvinnuleysi á vor- mánuðum er einkennandi fyr- ir íslenskan vinnumarkað og er helsta ástæðan aukin eftir- spurn ungs fólks eftir atvinnu þegar skólum lýkur. Af öll- um atvinnulausum í maí 2020 voru 40,4% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á með- al þeirra 23,3%. Í mars, þeg- ar áhrifa Covid-19 faraldurins fór fyrst að gæta hér á landi, mældist atvinnuleysi 3,3% og hefur hlutfall atvinnulausra því aukist um 6,6 prósentustig síðan. -mm Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hélt aðalfund sinn 25. júní síðastlið- inn. Þar var svohljóðandi ályktun- um beint til umhverfisráðuneytisins, iðnaðarráðuneytisins, Umhverfis- stofnunar, Matvælastofnunar, Faxa- flóahafna, Þróunarfélags Grundar- tanga, Norðuráls, Kísilvers Elkem og Hvalfjarðarsveitar: „Fundurinn ályktar að stemma þurfi stigu við losun eiturefna frá iðjuverum á Grundartanga, miklu betur en gert hefur verið, enda sé það vel hægt. Norðurál þurfi til dæmis að hætta að sleppa flúor út um rjáfur eða önnur op á kerskálunum, enda er viðunandi hreinsibúnaður ekki til staðar þar. Þetta útsleppi flúors sjá- ist ekki í tölum frá sjálfri starfsem- inni en birtist í mælingum á gróðri og dýrum. Fundurinn ályktar að breyta þurfi upplýsingagjöf vegna mælinga á eiturefnum. Meðaltöl gefi alls ekki upplýsingar um hápunkta mengun- ar, sem valda mestum skaða. Meðal- töl séu því sérlega varasöm sem við- mið. Sama er að segja um upplýsing- ar í ársskýrslum um að heildarmagn mengandi efna rúmist innan leyfi- legra marka. Þar koma mengunar- topparnir ekki heldur fram og upp- lýsingarnar eru því villandi. Fundurinn ályktar að óviðunandi sé, ár eftir ár, að vakta og mæla eitur- efni sem engin viðmiðunargildi séu til um í íslenskum reglugerðum og starfsleyfum, s.s. flúor í dýrum og gróðri. Fundurinn ályktar að skora á hlut- aðeigandi aðila að nú þegar verði teknar upp mælingar á mengandi efnum í matvælum frá landbúnaði í nágrenni Grundartanga. Ágiskanir eru ekki boðlegar. Sé minnsti grun- ur um óæskileg efni í matvælum eiga bændur og neytendur rétt á upplýs- ingum tafarlaust. Fundurinn fer eindregið fram á að komið verði fyrir loftgæðamælistöð vegna flúors og brennisteins norð- vestan við iðjuverin á Grundartanga, utan þynningarsvæða, vegna Berja- dalsár sem er vatnsból Akraneskaup- staðar. Loftgæðamælistöð sunn- an Hvalfjarðar verði einnig ávallt í notkun, en það er hún ekki nú. Fundurinn ályktar að birta eigi allar niðurstöður umhverfisvökt- unar vegna Grundartanga, rafrænt, jafnóðum og á áberandi hátt. Áróð- urskenndir og einhliða kynningar- fundir einu sinni á ári, til að kynna gamlar niðurstöður umhverfisvökt- unar, ættu að heyra sögunni til.“ mm Vélarbilun kom upp í flóabátnum Baldri þegar skipið var á siglingu yfir Breiðafjörð á mánudaginn. Tekið var land í Flatey þar sem bil- anagreining hófst. Mikinn svartan reyk lagði frá vél skipsins við kom- una til Flateyjar. Við bilanaleit kom í ljós að önnur af tveimur túrbín- um í vél skipsins er ónýt og er búið að panta nýja erlendis frá. Farþeg- ar sem voru um borð í Baldri fóru í land í Flatey og þurftu að bíða þar í átta og hálfa klukkustund, en voru laust eftir miðnætti fluttir með Særúnu í land í Stykkishólmi. Bílana fengu þeir síðar en Bald- ur var dreginn til hafnar í Stykkis- hólmi í gær. Í tilkynningu frá Sæ- ferðum, sem gera út Baldur, kemur fram að ekki verður hægt að flytja bíla milli Stykkishólms og Brjáns- lækjar næstu daga. Farþegabátur- inn Særún mun hins vegar sigla út í Flatey og yfir á Brjánslæk ef þörf er á. Særún getur tekið allt að 115 farþega, en enga bíla. „Unnið verð- ur hörðum höndum að viðgerð næstu daga, þegar er búið að panta varahluti og vonandi verður ferjan Baldur komin aftur í siglingar inn- an skamms,“ segir í tilkynningu frá Sæferðum. mm Í nýrri verðkönnun verðlagseftir- lits ASÍ á matvöru var Krambúð- in oftast með hæsta verðið, í 51 til- viki af 121. Bónus var oftast með lægsta verðið, eða í 81 tilviki. Mik- ill verðmunur er milli verslana og í 35 tilvikum af 121 mátti finna 60% mun á hæsta og lægsta verði á ýmsum algengum vörum. Sem dæmi var 237% munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum jarða- berjum, 100% verðmunur á Whole Earth hnetusmjöri, 78% verðmun- ur á Tilda Basmati hrísgrjónum og 100% verðmunur á Minute Maid safa. Þá var 152% munur á hæsta og lægsta verði á O.B. tíðartöppum og um og yfir 100% munur á ýms- um dýramat og barnamat. Krambúðin var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 51 tilviki af 121. Krambúðirnar eru 21 talsins og eru níu þeirra staðsettar á höf- uðborgarsvæðinu en aðrar verslanir eru dreifðar um landið. Næst oftast mátti finna hæsta verðið í Hagkaup og Heimkaup en hvor verslun fyrir sig var með hæsta verðið í 23 til- vikum. Bónus var oftast með lægsta verðið eins og fyrr segir, í 51 tilviki af 121, en Fjarðarkaup var næst oft- ast með lægsta verðið eða í 14 til- vikum, en Krónan hefur lengi verið næst á eftir Bónus með lægstu verð- in. Krónan var með lægsta verðið í níu tilvikum og Nettó sjö tilvikum. mm Baldur bilaði og mun ekki sigla næstu daga Við komu Baldurs til Flateyjar á mánudag lagði mikinn svartan reyk frá skipinu. Ljósm. ruv.is/Haukur Hólm. Krambúðin oftast með hæsta verðið í könnun ASÍ Ályktanir aðalfundar Umhverfis- vaktarinnar við Hvalfjörð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.