Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 9

Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 9 Félagsstarf fyrir aldraða og öryrkja sumarið 2020 Félagsstarf að Kirkjubraut 40 Félagsstarfið er fyrir aldraða og öryrkja og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að kynnast starfinu, njóta samveru með öðrum og nýta sér það sem verður boðið upp á í sumar að mæta. Allir velkomnir. Félagsstarfið verður opið að Kirkjubraut 40 alla daga frá 29. júní til 14. ágúst 2020 kl. 13:00-16:00. Lögð er áhersla á að fólk geti mætt og sinnt þeim verkefnum sem þeim hentar hverju sinni á þessum tíma. Fyrst og fremst er lögð áhersla á samveru. Hlustað verður á óskir fólks um viðburði og verkefni. Boðið verður upp á ýmsa viðburði s.s. gönguferðir og námskeið. Verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu Akraneskaupstaðar, facebooksíðu félagsstarfsins, á facebooksíðu FEBAN og einnig verða settar auglýsingar í félagsstarfið vikulega. Félagsstarfið má finna á facebook undir nafninu félagsstarf aldraðra og öryrkja á Akranesi. Dagskrá 29. júní til 14. ágúst 2020 Starfsmenn eru: Brynjar Már, Rakel Rósa og Þorgils Mánudagar Kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Kl. 13.00-16.00 Kennsla á spjaldtölvu og snjallsíma. Brynjar og Þorgils sjá um. Heitt á könnunni Þriðjudagar Kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni Kl. 12.45-13.15 Stólaleikfimi. Brynjar og Þorgils eru leiðbeinendur. Miðvikudagar Kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni Kl. 10.30-11.00 Gönguferð undir leiðsögn. Hist á Aggapalli. Ganga sem hentar öllum en lögð er áhersla á að fara hægt yfir. Brynjar og Þorgils sjá um. Fimmtudagar Kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla - skipulagður viðburður hvern fimmtudag og auglýst sérstaklega. Umsjón í höndum Rakelar Rósar. Heitt á könnunni Kl. 12.45-13.15 Stólaleikfimi. Brynjar og Þorgils eru leiðbeinendur. Föstudagar Kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni. Borgnesingurinn Eygló Lind Eg- ilsdóttir fagnaði 70 árunum á laug- ardaginn þegar hún sló til heljar- innar veislu í tilefni dagsins. Haldið var opið hús um miðjan dag í Stöð- ulsholtinu í Borgarnesi hjá dóttur hennar, Sonju Lind, þar sem öllum vinum og fjölskyldu Eyglóar var boðið að þiggja veitingar og sam- gleðjast með Eygló sem hefur varið stórum hluta ævi sinnar í að gleðja aðra í kringum sig. Blaðamað- ur Skessuhorns, sem er jafnframt frænka Eyglóar, kíkti í heimsókn í veisluna með myndavél undir hönd og smellti nokkrum myndum. glh Eygló Lind 70 ára Blásið var á kerti í tilefni dagsins með aðstoð frá barnabörnum. Lögreglumennirnir Þórður og Rúnar kíktu við til að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Í fyrstu þóttust þeir vera komnir til að stöðva veisluna vegna Covid-19. Leiðréttu það svo snarlega. Róbert Liljar, yngsta barnabarn Eyglóar ásamt Mörthu Lind yngstu dóttur Eyglóar, Eygló og Hilda Lofts. Tvö af börnum Eyglóar, Kristín Lilja og Ingi Björn í góðu stuði. Sonja Lind og Kristín Lind, dóttir og barnabarn Eyglóar. Nóg var af veglegum veitingum í boði fyrir veislugesti. Eygló Lind er rík af vinum og fjölskyldu í kringum sig sem létu sig ekki vanta á afmælisdaginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.