Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 18

Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202018 Sveitarstjórn Dalabyggðar hef- ur samþykkt að auglýsa breyting- ar á aðalskipulagi á tveimur jörðum í Laxárdal; Hróðnýjarstöðum og Sólheimum. Breytingin felst í því að jörðunum yrði breytt úr land- búnaðarsvæðum yfir í iðnaðarsvæði svo hægt sé að reisa þar vindorku- garða. Þá eru Dalamenn einnig farnir að huga að sameiningu sveit- arfélaga og hefur sveitarstjórn hafið óformlegar viðræður við sveitarfé- lögin í næsta nágrenni. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Eyj- ólfi Ingva Bjarnasyni oddvita Dala- byggðar undir lok síðustu viku og fór yfir þessi mál og önnur. Má þar nefna verðlag á matvöru, stöðu söl- unnar á Laugum í Sælingsdal og fleira. Margir kostir í sameiningu Nú liggur fyrir Alþingi drög að lögum um að árið 2026 verði lág- marksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 1.000 íbúar. Verði þessi lög sam- þykkt ber sveitarfélögum sem ná ekki þessum fjölda að sameinast öðru sveitarfélagi þannig að lág- marksfjöldi náist. Eitt þeirra sveit- arfélaga er Dalabyggð en þar eru skráðir með lögheimili 639 íbúar. Sveitarstjórn Dalabyggðar fékk 4,4 milljónir króna í styrk úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga til að láta vinna valkostagreiningu sem er næsta skref í þessu ferli. „Við erum farin að eiga óformleg samtöl við sveit- arfélögin í næsta nágrenni en Dala- byggð á marga kosti sé litið til stað- setningar sveitarfélagsins. Við erum í dag í samstarfi með skipulagsfull- trúa annars vegar og byggingafull- trúa hins vegar við Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og við erum einnig í samvinnu við Borgarbyggð með félagsþjónustu. Við höfum einn- ig átt óformleg samtöl við Stykk- ishólmsbæ og Húnaþing vestra en þetta er eitthvað sem við ætlum okkur að skoða vel,“ segir Eyjólfur. Sjálfur segist hann opinn fyrir öll- um möguleikum. „Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að stjórn- sýslueiningin sé nægjanlega öfl- ug til að geta veitt alla þá þjónustu sem sveitarfélög eiga að geta veitt og þurfa ekki að kaupa þjónustu frá nærliggjandi sveitarfélögum,“ seg- ir hann. Aðspurður segist Eyjólfur ekki sjá fyrir sér að sameining allra sveit- arfélaganna á Vesturlandi sé góð- ur kostur. „Til að stjórnsýslan geti virkað held ég að það sé stór kostur að samfélögin séu svipuð en þau eru mjög ólík hér á Vesturlandi. En að mínu mati er þetta allt eitthvað sem við þurfum bara að skoða vel og það er ekkert útilokað í mínum huga. Stærsta áskorunin að mínu mati er sú að í landfræðilega stóru samein- uðu sveitarfélagi hafi kjörnir full- trúar staðbundna þekkingu á mál- um sem koma upp,“ segir Eyjólfur. Ekki mótfallinn skógrækt Áður hefur verið greint frá því í aðsendri grein í Skessuhorni að í Dalabyggð kom upp ágreining- ur sveitarfélagsins við landeiganda á Ósi í Saurbæ um skógrækt. Sak- aði landeigandi Dalabyggð um að draga afgreiðslu um umsókn á land- nýtingu sem ekki byggir á búfjár- beit „eða öðrum 19. aldar búskap- arháttum,“ eins og segir í greininni. Aðspurður segir Eyjólfur sveitar- stjórn Dalabyggðar ekki hafa neitt á móti skógrækt í sveitarfélaginu heldur þvert á móti. „Við afgreið- um mál um skógrækt samkvæmt settum reglum. Hitt er annað mál að það hefur lengi verið á stefnu- skrá hjá okkur að flokka landbún- aðarland í aðalskipulagi og því var afgreiðslu um skógrækt frestað þar til það lægi fyrir, og ekki voru allir sáttir við það. Einnig má vel vera að málsmeðferð hefði mátt vera hrað- ari hjá okkur en það kom bara upp sú staða að skipulagsfulltrúi hætti og á tímabili vorum við ekki með starfandi skipulagsfulltrúa á svæð- inu og því varð málsmeðferðartím- inn lengri í stjórnsýslunni,“ útskýr- ir Eyjólfur. „Skógrækt er háð fram- kvæmdaleyfi, það felur í sér að fram þarf að fara minjaskráning áður en framkvæmdir hefjast. Sum sveitar- félög hafa ekki sett slíkt sem skil- yrði þótt lögin séu skýr. Okkur bera að viðhafa vandaða stjórnsýslu og mögulega mættu ríkisstofnanirnar Skógræktin og Minjastofnun tala betur saman og gefa út leiðbeining- ar til verðandi skógarbænda varð- andi þetta atriði,“ bætir hann við. Ekki leggja ræktað land undir skóg „Við erum ekki mótfallin skóg- rækt í Dalabyggð og sjálfur var ég með ráðgjafa Skógræktarinn- ar í heimsókn þar sem ég vil leggja land undir skógrækt á minni jörð. Ég sé alveg tækifæri í þessari bú- grein en ólíkar búgreinar þurfa að vinna saman og það gerir maður ekki með því að úthrópa og rífast í gegnum fjölmiðla heldur með sam- tali,“ segir Eyjólfur. „Skógræktin er að mínu mati mun öflugra verkfæri í aðgerðum við kolefnisbindingu en nokkurn tímann að moka ofan í skurði,“ bætir hann við. Þá seg- ir hann það afstöðu sveitarfélags- ins að ekki sé verið að leggja rækt- að land undir skógrækt. „Ég tel að skógrækt og sauðfjárbúskapur eigi vel saman en fólk þarf bara að tala saman, önnur búgreinin á ekki að hindra hina. Varðandi samþykki að- liggjandi jarða snýst það um að ekki sé verið að setja niður skógrækt þar sem kannski eru rekstrarleiðir fyrir sauðfé, með öðrum orðum að ná- grannar tali saman.“ Hluti af grunnþjónustu að versla í heimabyggð Spurður um hver staðan sé með sölu á Laugum í Sælingsdal segir Eyjólfur engar fréttir af því máli. „Eignirnar eru enn til sölu. Við fengum tilboð síðasta haust sem var samþykkt en það gekk ekki eft- ir. Við fundum áhuga í vetur en svo kom þessi blessaða veira og síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim að- ilum. Þegar þessi veira er farin er ég fullviss um að áhuginn kvikni aftur. En eins og staðan er í dag er tjaldstæðið og sundlaugin opin en hótelbyggingin er lokuð,“ seg- ir Eyjólfur. Greint var frá því í Skessuhorni fyrir fáeinum vikum að verslun- inni í Búðardal var breytt úr Kjör- búð í Krambúð en samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á landsvísu er verð á matvöru oftast hæst í Krambúðinni. Er þetta mál eitthvað sem sveitarstjórn Dala- byggðar getur brugðist við með einhverjum hætti? „Það er erf- itt fyrir sveitarfélagið að bregð- ast við. Þarna sýnist mér að búið sé að hækka verð og lengja opn- unartíma og það eigi að ná tekjum inn á umferðinni í gegnum bæinn. En þetta kemur mest niður á þeim íbúum sem hafa ekki kost á að fara annað til að versla. Að geta verslað í heimabyggð er partur af grunn- þjónustu sem skiptir miklu máli í almennum lífskjörum. Ég tel að ríkið þurfi að skoða þetta mál út frá því sjónamiði að jafnræði sé til búsetu um allt land,“ segir Eyjólfur og bætir við að þetta mál hafi ver- ið til umfjöllunar hjá sveitarstjórn og nú sé verið að safna gögnum til að geta sýnt fram á það með óyggj- andi hætti hvernig hækkun á verð- lagi hafi verið við þessar breyting- ar. Vindorkugarðar í Dölum Eins og fram kom hér að ofan hef- ur sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkt að auglýsa breytingar á aðal- skipulagi á tveimur jörðum í Laxár- dal þar sem svæðunum yrði breytt úr landbúnaðarsvæðum í iðnaðar- svæði. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið á málinu og hafa marg- ir látið í ljós óánægju með að settir verði upp vindorkugarðar á þessum stöðum. En nú er unnið að undir- búningi íbúakönnunar um málið. „Maskína mun framkvæma þessa íbúakönnun fyrir okkur og niður- staða hennar mun væntanlega liggja fyrir í haust,“ segir Eyjólfur og bæt- ir við að niðurstaða könnunarinn- ar verði höfð að leiðarljósi við end- anlega afgreiðslu málsins. „Þó við séum búin að samþykkja að auglýsa þessar breytingar er ekki þar með sagt að þarna verði komnir vind- orkugarðar nærri strax. Núna er boltinn í raun hjá Skipulagsstofnun en þar verður ákveðið hvort tillag- an, eins og hún er núna, sé hæf til að fara í auglýsingu. Ef það verð- ur ákveðið að senda tillöguna í aug- lýsingu gefst öllum tækifæri í sex „Það er fullkomlega eðlilegt að ekki séu allir sammála um mál af þessari stærðargráðu“ -segir Eyjólfur Ingvi oddviti í Dalabyggð um vindorkugarða í Laxárdal Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Eyjólfur segir það erfitt fyrir sveitarfélagið að bregðast með einhverjum hætti við því að Kjörbúðinni í Búðardal hafi verið breytt í Krambúð og verðlag þar af leiðandi hækkað. Ljósm. úr safni/sm

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.