Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 19

Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 19 Búðakirkja Sumartónleikar laugardaginn 4. júlí Hljómórar flytja alþýðumúsík við allra skap fyrir þrjár raddir og stofuhljóðfæri Fara leikar fram í Búðakirkju, Staðarsveit kl. 17:00 Allir velkomnir - panta má sæti Aðgangur ókeypis Menningarsjóðurinn undir Jökli Staðastaðarkirkja Máríudægur á miðsumri 5. júlí Maríumessa verður flutt sunnudaginn 5. júlí kl. 15:00 Tónstund helguð minningu hinnar tignu meyjar. Frumflutningur verka eftir Jóngunnar Biering Margeirsson & Rúnu Esradóttur Listrænn stjórnandi: Dagný Arnalds Flytjendur eru Hljómórar ásamt Maríusystrunum María Birhen Ng Ngiti, María Sabiduría de la Cruz og María de Pentecostés. Lestra annast sóknarprestur og annar gestur. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands Menningarviðburðir í Staðarsveit vikur að skila inn athugasemdum og á þeim stað í ferlinu ber okkur að bóka afstöðu til allra innsendra athugasemda. Þetta er bara eitt af fjölmörgum skrefum í þessu ferli,“ segir Eyjólfur. Boltinn hjá ríkinu Stærð verkefnisins við vindorku- garða er þannig að framkvæma þarf mat á umhverfisáhrifum. „Það er ekki ljóst hjá stjórnvöldum hvort vindorkuver eigi að vera innan rammaáætlunar eða ekki. Verk- efnið í Sólheimum var tilkynnt inn til verkefnastjórnar en ekki verk- efnið á Hróðnýjarstöðum og þarna þarf löggjafinn að ákveða hvernig ferli af þessu tagi eigi að vera. Við sem sveitarfélag getum ekki ákveð- ið hvort þetta eigi að vera inni á rammaáætlun eða ekki. Hið opin- bera er enn með ómótaða stefnu þegar kemur að nýtingu vindorku og ríkið getur ekki endalaust stað- ið hjá og sagt pass,“ segir hann og bætir við að enn séu eftir ótal skref þar sem hægt verður að stoppa og hætta við þessar framkvæmd- ir. „Boltinn er hjá ríkinu núna sem þarf að ákveða sína afstöðu en það liggur fyrir að við erum tilbúin að gera þessa aðalskipulagsbreytingu. En svo taka við fleiri skref áður en vinmylla rís í Dalabyggð.“ Störf við uppbygginguna Aðspurður segir Eyjólfur það ljóst að vindorkugarðarnir komi til með að stuðla að uppbyggingu í sveitar- félaginu. „Það liggur í augum uppi að þessu fylgir uppbygging og störf sem munu skapast á meðan á því stendur. En það er deilt um hversu mörg störf verði til á rekstrartíma vindorkugarðs. Þau verða eflaust einhver en í ljósi þeirrar tækni sem við búum við í dag má vel vera að því verði öllu stjórnað í gegnum tölvu og krefjist því ekki fastrar búsetu í Dalabyggð. En þá liggur einnig ljóst fyrir að af þessu þarf að greiða fasteignagjöld,“ segir hann. En er það teljandi peningur fyrir sveitarfélagið? „Já, við erum að tala um upphæð sem mun skipta miklu máli. Þetta mun verða talsvert há prósenta af heildarfasteignagjöld- um í sveitarfélaginu,“ svarar Eyj- ólfur. „Ég skil samt alveg líka gagn- rýni þeirra sem eru næst þessu svæði og vilja ekki fá þetta. Það er fullkomlega eðlilegt að ekki séu all- ir sammála um mál af þessari stærð- argráðu,“ bætir Eyjólfur við. Hvaðan viljum við fá orku? „Þetta mál um vindorkugarða er af því tagi að við þurfum að kynna okkur það vel og ég tel sveitarstjórn hafa staðið sig vel í að hafa ferlið allt uppi á borðum og öll gögn hafa verið aðgengileg með fundargerð- um. En fyrir mér snýst þetta líka um að pressa á ríkisvaldið. Það er ekki hægt að sitja bara hjá í þessu endalaust líkt og mér finnst það hafa gert frá upphafi þessa máls. Hvernig á að afla framtíðar orku á Íslandi? Nú er talað um orkuskipti í samgöngum og það mun krefj- ast mikillar orku og ég held að það vilji enginn Íslendingur í dag fara til baka varðandi öll nútíma þæg- indi sem við höfum vanist, en þau krefjast mikillar orku á hverjum degi. Hvaðan viljum við fá þessa orku? Alþingi og ríkisstjórnin þarf að segja sína afstöðu til þessa máls,“ segir Eyjólfur. En hvað telur Eyjólfur að íbúa- könnun muni sýna? „Ég tel fyrst og fremst að mörgum sé bara sama eða hafa ekki kynnt sér þetta mál mikið. En heilt yfir held ég að íbúar séu frekar fylgjandi þessu en á móti, það er mín tilfinning hjá heima- mönnum. Vissulega hef ég alveg orðið var við utanaðkomandi gagn- rýni, sérstaklega frá fólki sem bjó hér áður en býr einhverra hluta vegna ekki hér lengur. Þá spyr ég bara; af hverju býr þetta fólk ekki hér? Er það af því það vantar at- vinnukosti? Það er nákvæmlega það sem við erum að reyna að byggja upp, fjölbreyttara atvinnulíf. Hér hefur verið neikvæð byggðaþróun í áratugi og hún verður það áfram ef ekki verður gerð breyting á at- vinnuháttum. Ég sé ekki fyrir mér að það verði sprenging í landbún- aði og störfum tengdum honum. Ferðaþjónustan mun skila störfum en við höfum verið minnt ræki- lega á það með áratuga millibili að það þarf að vera fjölbreytt atvinnu- líf. Ég vil auka atvinnumöguleika í Dalabyggð og mér persónulega er alveg sama hvaðan atvinnan kemur, bara að hún sé til staðar,“ segir odd- viti Dalabyggðar. arg Íbúakönnun verður gerð varðandi afstöðu íbúa gagnvart vindorkugörðum í Dalabyggð. Ljósm. úr safni. Lítið er að frétta af sölu á Laugum í Sælingsdal en Eyjólfur er bjartsýnn á að þegar kórónufaraldurinn verður yfirstaðinn kvikni áhugi kaupenda á ný. Ljósm. úr safni/mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.