Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 20

Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202020 Ingileif Aðalheiður Gunnarsdótt- ir hárgreiðslumeistari í Borgarnesi fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Ingileif rekur Hárgreiðslustofuna Heiðu á Kveldúlfsgötu. Hún var staðráðin í því sem ung stelpa að verða hárgreiðslukona þegar hún yrði stór. „Ég var nú bara fimm ára þegar ég ákvað þetta,“ rifjar Ingileif upp við blaðamann Skessuhorns á stofunni sinni í Borgarnesi. „Systir mín var ungfrú Dalasýsla árið 1968 og ég hef líklega verið svona tíu ára gömul þegar ég greiddi henni fyr- ir þetta kvöld. Þá komu vinkonur mömmu í saumaklúbbnum reglu- lega í heimsókn. Þá komu þær yfir- leitt með rúllur í hárinu. Ég fékk þá að vera inni hjá þeim og hafði vit á því að steinþegja á meðan ég greiddi úr rúllunum. Á meðan prjónuðu þær og spjölluðu. Ég vildi nefnilega ekki minna á mig og vera þá rekin út svo ég lærði að þegja og lærði líka að segja ekki frá því sem var verið að tala um,“ bætir Ingileif við sem lýsir hárgreiðsluhlutverk- inu við að vera trúnaðarmaður við- skiptavina sinna. Dalakona með samning í Borgarnesi Ingileif er fædd og uppalin í Döl- unum og flytur í Borgarnes ellefu ára gömul með draum um að verða hárgreiðslukona. Eftir grunnskóla- nám hafði Ingileif verið lofað plássi á hárgreiðslustofu í Kjörgarði á Laugarveginum í Reykjavík. Ekk- ert varð úr því tækifæri því stof- an fór skyndilega á hausinn og brá Ingileif á það ráð að fara í hjúkrun- arskólann í staðinn. „Eftir eitt ár í hjúkrunarnáminu kom ég heim og fór að vinna í Esso sjoppunni hérna hinum megin við götuna. Þar kem- ur inn kona að versla. Ég heilsa henni glaðhlakkalega og segi við hana; „ég var heima hjá þér í nótt“. „Hvað ertu að segja,“ svarar kon- an. „Ég fór í þvottahúsið hjá þér og stal af þér skóm,“ bætti ég við. Mig hafði dreymt þetta. Konan fer út í bíl og kemur svo stuttu seinna aftur inn og segir; „mamma er úti í bíl, hún er mjög draumspök og segir að þú eigir eftir að feta í mín fótspor.“ Þremur mánuðum seinna bauð þessi kona mér samning hjá sér. Þetta var því eiginlega mjög skond- ið hvernig þetta kom til. En ég sem sagt lærði af Eddu Hinriksdóttur á Hárgreiðslustofu Eddu í Borgar- nesi og keypti svo seinna af henni reksturinn,“ útskýrir Ingileif. Þegar Ingileif hóf samning sinn hjá Hárgreiðslustofu Eddu var stofan staðsett þar sem Skartgripa- verslunin Kristý var til húsa og síð- ar meir Blómasetrið – Kaffi Kyrrð, að Skúlagötu 13 í Borgarnesi. „Ég byrjaði hjá Eddu Númínu 1977 og sat Iðnskólann hér í Borgarnesi. Allar fagteikningar og allt er við- vék mínu fagi tók ég hjá skólastjóra í Iðnskólanum í Borgarnesi. Þar sat ég ein, tók mín próf og Guðmund- ur skólastjóri sat yfir mér. Mað- ur var bara hjá meistara á þessum tíma og lærði af honum. Ég var svo heppin að það komu tveir meistar- ar að náminu mínu um lengri eða skemmri tíma.“ Ingileif tók við rekstrinum og breytti nafninu í Hárgreiðslustof- una Heiðu. „Ég flyt árið 1981 á Egilsgötuna, þar var ég lengst. Ég nefndi stofuna Heiða vegna þess að þegar ég var lítið grjón þá átti stof- an mín alltaf að heita Heiða, því ég heiti Aðalheiður að millinafni og stundum kölluð Heiða fyrir vest- an,“ útskýrir Ingileif. Úr pari yfir í einn Árið 2016 féll Magnús Valsson eig- inmaður Ingileifar frá og hagkvæm- ara virtist að flytja stofuna heim á Kveldúlfsgötuna þar sem hún hef- ur verið síðan. „Það er mikil breyt- ing að fara úr pari yfir í einn. Ég sá fljótt að það var ekkert vit í því að láta húsið standa autt á meðan ég væri á stofunni að vinna. Borga síma þar og hér, kyndingu, rafmagn og þess háttar. Hér er ég í þvotta- húsinu, sem ég breytti í hárgreiðslu- stofu. Í fyrstu var ég efins með þess- ar breytingar en í dag sé ég að þetta var það allra besta í stöðunni, úr því sem komið var. Mér finnst þetta al- veg dásamlegt í dag.“ Aðspurð segir Ingileif ekkert mál að aðskilja heimilislíf og vinnu. „Ég meina, ég er bara ein og ég er ekki að trufla neinn. Eina sem er erf- itt við þetta jafnvægi er þegar það koma gestir í heimsókn. Þá er ég oftast að vinna og gestirnir fara inn í eldhús og þurfa að redda sér. Það er að vísu orðinn ágætis kostur, núna eru gestirnir farnir að koma með nesti með sér í heimsókn, og ég nýt góðs af,“ segir hún og hlær. „Núna vill enginn koma á föstudegi“ Ingileif segir tískuna hafa breyst mikið yfir árin og þarfir viðskipta- vina sömuleiðis. Sum hár-trendin eiga það til að dúkka upp á nokk- urra ára fresti og hafa gert síðustu áratugi. „Þegar ég byrjaði voru strípur mjög vinsælar. Þær væru settar í einn stóran og góðan lokk og í álpappír. Svo var þetta hitað og konurnar þurftu oft að hlaupa út til að kæla á sér hausinn “ seg- ir hún og hlær. „Þetta var trendið á 8. áratuginum, svona klessu-stríp- ur og það þótti mjög flott á sínum tíma. Nú er meira um sólstrípur í dag, það þykir náttúrulegra, svona eins og maður hafi verið úti í sól- inni, og svo auðvitað litastrípur,“ bætir Ingileif við. „Permanent var líka svakalega vinsælt, alveg ofboðslega mikið af því í gamla daga og það virðist vera að koma inn aftur núna bæði hjá strákum og stelpum. Annars var vinnan allt öðruvísi frá sirka 1980-95. Þá var svo mikið af túber- ingum og greiðslum. Allir föstu- dagar voru alveg stappfullir af kon- um sem voru að koma í lagningu, þetta var trendið þá og stór hóp- ur sem gerði þetta. Núna vill helst enginn koma á föstudegi, vilja vera farnir eitthvað á föstudögum, lögð af stað í ferðalög, taka þjófstart á helgina.“ Lokagreiðslan Ingileif hefur átt suma viðskiptavin- ina í fleiri, fleiri ár og jafnvel fylgt þeim til hinstu hvílu. „Ég man þegar ég var stödd á Spáni í fríi að ég fékk hringingu. „Heyrðu, mamma er dáin, hún bíður eftir þér. Hún sagði að þú hafir verið búin að lofa því að greiða henni og gera hana fína þeg- ar hún færi.“ Þetta var Freyja heit- in, mamma Imbu Hargrave hérna í Borgarnesi. Þá hafði Freyja rætt þetta við mig áður og spurt hvort ég vildi ekki greiða henni þeg- ar hún væri öll. Hún var sú fyrsta sem ég greiddi í kistunni. Þetta gaf mér mikið og góð tilfinning að geta hjálpað þeirra nánustu að sjá og kveðja fólkið sitt vel tilhaft.“ Ingileif hefur fylgt og greitt sex konum í kistunni og segir tilfinn- inguna vera góða. „Allar þessar kon- ur voru yndislegar perlur og miklar vinkonur mínar. Í rauninni þá eru allir mínir viðskiptavinir orðnir vin- ir mínir,“ bætir hún við. Margir hattar Ingileif lýsir hárgreiðslustarfinu sem krefjandi oft á tíðum. „Þetta er rosalega mikil vinna að vera svona ein í rekstri. Maður klæðist mörg- um höttum og þarf að ganga í öll hlutverk fyrirtækisins. En þetta er samt sem áður dásamlegt og hér er alltaf glatt á hjalla hjá okkur,“ seg- ir hún á meðan hún greiðir í gegn- um hárið á viðskiptavini í stólnum hjá sér sem tekur undir orð Ingi- leifar. Blaðamaður spyr viðskipta- vin í kjölfarið um að lýsa Ingileif sem hárgreiðslukonu, sem svarar. „Hún er vandvirk og ég kem alltaf ánægð frá henni. Hér er heimilis- legt og eins og hún segir, mjög oft glatt á hjalla.“ Flestir viðskiptavinir Ingileifar eru búsettir í Borgarbyggð en tölu- vert af kúnnum koma frá Reykja- víkursvæðinu, eitthvað úr Dölunum eða af Snæfellsnesi. „Ég vinn ekki um helgar, er al- gjörlega búin með þann pakka. Ég var svo samviskusöm í gamla daga að við fjölskyldan komumst aldrei neitt,“ bætir Ingileif við. Heldur áfram á meðan hún stendur Blaðamaður spyr hvort það sé allt- af búið að vera gaman að vera hár- greiðslukona? „Nema hvað! Þetta er geggjað. Ég gæti ekki hugsað mér neitt annað. Það var kannski eftir tíu ár í starfi að mér fannst þetta eitthvað leiðinlegt en svo rann það blessunar- lega og fljótt af mér,“ svarar Ingileif. „Ég hélt ég myndi aldrei endast í þessu til 35 ára aldurs, en hér er ég ennþá. Ég ætla að halda áfram á meðan ég stend. Ég vil vera hérna, í þessu húsi, og ég er búin að einsetja mér það að á meðan ég get haldið garðinum fínum og flottum þá verð ég áfram að klippa. Þegar ég hætti að ráða við garðinn og lokkana ætla ég að vonast til þess að hafa vit á að daga mig til hlés,“ segir Ingileif vongóð og brosandi að endingu. glh Ákvað að verða hárgreiðslukona fimm ára gömul Ingileif Aðalheiður fagnar 40 ára starfsafmæli sem hárgreiðslumeistari Hártískan hefur tekið miklum breytingum en alltaf koma sömu „trendin“ upp aftur og aftur. Ingileif hefur alltaf haft gaman af því að vera hárgreiðslumeistari. Stofan hennar Ingileifar er staðsett efst á Kveldúlfsgötunni í Borgarnesi. Ingileif breytti þvottahúsinu í hárgreiðslustofu þegar hún flutti sig um set árið 2016.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.