Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 21

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 21 Sumarlesari vikunnar Bókasafn Akraness hvetur alla krakka til að taka þátt í sumar- lestrinum. Sumarlesarar taka þátt í að í að fullskapa landið á veggn- um, sem Tinna Rós bæjarlista- maður og bókavörður hefur mál- að. Börnin fá myndir þegar þau skila bókum til að líma á vegginn og skreyta það með fjöllum og náttúrufyrirbærum, setja bygg- ingar og að lokum þarf að setja krakka á ferð og flug um landið. Hver lesin bók verður sömuleið- is að lukkumiða sem dregið verð- ur úr á Húllumhæ hátíðinni í lok sumars. Veglegir vinningar eru í boði frá styrktaraðilum sumar- lestursins en þeir eru: Bókasafnið, Skaginn3X, Penninn og Íslands- banki. En sumarlesari vikunnar var hún Katla: Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Katla og ég er 7 ára. Í hvaða skóla ertu? Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Verstu börn í heimi II. Hún er fyndin og skemmtileg. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Einhversstaðar þar sem Sturla er ekki að öskra og garga. Hver er Sturla? Hann er þriggja ára bróð- ir minn. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Verstu börn í heimi 1 og 2. Ég vil halda áfram að lesa bækurnar hans David Walliams. Hvaða persóna úr bók sem þú hefur lesið væri gaman að ferðast með í sumar? Orri Óstöðvandi er skemmtileg persóna og svo hugrakkur. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Þetta er í þriðja skiptið sem ég tek þátt. Ég lærði að lesa þegar ég var þriggja ára. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég var að klára reiðnámskeið og er búin með vináttunámskeið hjá Þráni prest. Svo fer ég aftur í Öl- ver og í útilegu með fjölskyld- unni. Er eitthvað annað sem þú vilt bæta við? MÉR FINNST ROSALEGA GAMAN AÐ LESA! (Katla tók sérstaklega fram að hún vildi hafa stafina stóra og með upphrópun- armerki). Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Á þjóðhátíðardaginn 17. júní síð- astliðinn var ný fánastöng vígð við fjölbýlishúsið að Sólmundarhöfða 7 við Langasand á Akranesi að við- stöddum íbúum hússins. Fána- stöngin er gjöf frá einum íbúa húss- ins, Guðnýju Jónsdóttur (Níný), til minningar um ömmu hennar sem bjó á einu býlanna sem eitt sinn voru á Sólmundarhöfðanum. Sung- in voru viðeigandi ættjarðarlög við þetta tilefni við undirleik Gísla Gíslasonar á harmonikku og eftir atburðinn gæddu viðstaddir sér á nýbökuðum vöfflum með rjóma. bg Gísli Gíslason þenur harmonikkuna og Hallbera Jóhannesdóttir aðstoðar eiginmann sinn. Gaf fánastöng við Sólmundarhöfða 7 Íslenski fáninn við hún á nýju fánastönginni. Guðný Jónsdóttir (Níný). Prúðbúnir íbúar við vígsluna: Anna Helgadóttir, Þorgils Sigurþórsson og Sigríður Óladóttir. Störf kennslustjóra og alþjóðafulltrúa við Háskólann á Bifröst Kennslustjóri Leitað er að einstaklingi með skipulags- og stjórnunarhæfileika, reynslu á sviði skólamála og metnað og áhuga á að taka virkan þátt í frekari uppbyggingu og þróun fjarnáms Háskólans á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: •Stjórnun kennslu- og þjónustusviðs skólans. •Ábyrgð á kennslu- og prófakerfum og þátttaka í þróun stafrænnar þjónustu. •Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nema. •Ábyrgð á tölfræðilegum upplýsingum. •Þróun á sviði kennslumála, námskrár, kennslufyrirkomulags ofl. •Ábyrgð á birtingu námskeiðslýsinga og námskráa í samráði við deildarforseta. •Ábyrgð á upplýsingastreymi til kennara og nema um skipulagsmál. •Skipulagning fræðslu fyrir kennara í samvinnu við deildarforseta. •Þátttaka í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum. •Samstarf og samráð við aðra stjórnendur skólans varðandi kennslumál. •Kennslustjóri situr í framkvæmdastjórn skólans og háskólaráði. Hæfniskröfur: •Meistaragráða sem nýtist í starfi. •Þekking á skólaumhverfi, kennslukerfum, uppbyggingu og þróun náms. •Reynsla af umsjón og skipulagsmálum í skólastarfi. •Reynsla af stjórnun, skipulagsmálum og/eða kennslu á háskólastigi er kostur. •Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna. •Leiðtoga- og stjórnunarfærni. •Skipulagshæfileikar. •Samskipta- og samráðsfærni. •Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti. Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk kennslustjóra á háskólastigi, hugmyndafræði í kennslumálum og stjórnun og teymisvinnu starfsfólks. Starfsstöð er á Bifröst. Auglýst eru tvö laus störf við Háskólann á Bifröst, starf kennslustjóra og starf alþjóðafulltrúa. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2020 Alþjóðafulltrúi Leitað er að einstaklingi með þekkingu, metnað og reynslu á sviði alþjóðlegra samskipta og áhuga á virkri þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun alþjóðlegra tengsla og skiptináms við Háskólann á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: •Verkefnastjórn alþjóðlega sumarskólans og náms fyrir erlenda nema. •Markaðssetning og kynning á námsframboði. •Þjónusta við erlenda nema skólans. •Umsjón með skiptinemum. •Samskipti við erlenda samstarfsskóla. •Móttaka erlendra skiptikennara og aðstoð við heimakennara. •Umsóknir í evrópskar starfsáætlanir. •Þátttaka í erlendum tengslanetum. •Önnur þróunarverkefni og tilfallandi verkefni á alþjóðasviði. •Virkt samráð við markaðssvið, kennslusvið og deildarforseta. Hæfniskröfur: •Háskólapróf sem nýtist í starfi. •Reynsla af alþjóðasamskiptum er æskileg. •Reynsla úr skólastarfi er æskileg. •Skipulagshæfileikar. •Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. •Þjónustulipurð og jákvæðni í samskiptum. •Menningarlæsi. •Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti. Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum, ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu er nýtist í starfi alþjóðafulltrúa. Starfsstöð er á Bifröst. Nánari upplýsingar: Arney Einarsdóttir, dósent og mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is eða í síma 433-3004. Umsóknir sendist á mannaudssstjori@bifrost.is.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.