Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 22

Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202022 Á síðasta ári fékk Sigurður R. Guðmundsson, kennari og fyrr- um skólastjóri Heiðarskóla, þá hugmynd að koma af stað skóg- rækt við Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit. Hann fékk til liðs við sig Eyjólf Jónsson bónda og fleira gott fólk sem kom saman og setti niður um 100 tré fyr- ir ofan skólann. „Hugmyndin er að hafa þarna svolítið af trjám sem gætu veitt aðeins skjól við skólann og jafnvel að búa þar til lund fyrir krakkana og fyrir aðra að koma og njóta á sumrin, eða hvenær sem er,“ segir Sig- urður en reiturinn hefur feng- ið nafnið Sigurðarlundur. Næst- komandi mánudag verður Sig- urður níræður og biðlar hann til þeirra sem vilja gleðja hann með gjöfum að gera það í þágu skógræktarinnar. „Það er óhætt að senda mér aura fyrir hríslum eða bara hríslur til að setja nið- ur í þennan skóg,“ segir Sigurð- ur í samtali við Skessuhorn. Ólst upp á Hvanneyri Sigurður er frá Hvanneyri og ólst hann þar upp. Faðir hans var Guð- mundur Jónsson og var hann kenn- ari á Hvanneyri þegar Sigurður fæddist, en síðar skólastjóri. „Það var gott að alast upp á Hvann- eyri, þar var mikið líf og nóg að gera. Ég hafði alltaf eitthvað fyr- ir stafni hvort sem það var um sumar, vetur, vor eða haust. Mað- ur bara vann á Hvanneyrarbúinu en þar voru um 80 mjólkandi kýr á þessum tíma og eitthvað af kind- um, hestum og hænum,“ segir Sig- urður. Hann var ungur þegar hann ákvað að verða íþróttakennari og lá því leiðin í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Sigurður lauk námi vorið áður en hann varð 21 árs og fór hann strax, ásamt samnemanda sínum, að leita uppi íþróttahús til að kenna í. „Við fundum tvö ný íþróttahús á þessum tíma, annað í Ólafsfirði og hitt í Stykkishólmi. Ég fór að skoða húsið í Ólafsfirði og félagi minn fór í Stykkishólm og sóttum við báðir um og fengum starfið,“ segir Sigurður. Fyrsti skólastjóri Heiðarskóla Sigurður kenndi í Ólafsfirði í fimm ár. „Íþróttakennslan var bara einn hluti af allri kennslu svo ég kenndi bæði íþróttir og svo almenna barna- og unglingakennslu,“ útskýrir Sig- urður. Hann og Katrín Árnadótt- ir, þáverandi eiginkona Sigurðar, fluttu því næst að Núpi í Dýrafirði þar sem Sigurður kenndi í níu ár. „Við vorum á þessum tíma komin með fimm börn svo þetta var heil- mikil fjölskylda,“ segir Sigurður en hann eignaðist alls sex börn. Árið 1965 flutti Sigurður aftur á Vest- urland og gerðist þá skólastjóri Heiðarskóla. „Ég heyrði af því að það væri verið að byggja hvern skólann á fætur öðrum hér á Vest- urlandi. Þetta voru allt nýir skól- ar, vel búnir með öllu því nýjasta og allt ungir menn sem komu og tóku við stjórn þessara skóla. Þess- ir nýju skólar voru eins vel búnir tækjum og hægt var á þessum tíma og kennararnir allir tæknivædd- ir eins og best átti að vera,“ segir Sigurður og brosir. Opnaði skíðaskóla Fjórum árum áður en Sigurður tók til starfa í Heiðarskóla, sumar- ið 1961, stofnaði hann í samstarfi við Valdimar Örnólfsson og Eirík Haraldsson skíðaskóla í Kerlingar- fjöllum. „Ég hef alltaf dálítið verið að skipta mér af íþróttum svona al- mennt og komum við okkur sam- an um að stofna skíðaskóla um sumarið. Við fórum með hópa af fólki þarna upp í Kerlingarfjöll og kenndum á skíði en þarna var mik- ill snjór og rosalega fallegt svæði, bæði til að skíða og ganga á. Fyrst bjuggum við í skála Ferðafélagsins sem var búið að byggja þarna. Það var vel þröngt, tveir saman í hverri koju og sofið á loftinu í fleti með litlu plássi á milli. En þetta gekk allt bærilega og menn létu ekk- ert svo illa í svefninum,“ segir Sig- urður og hlær. Skíðaskólinn varð til þess að þeir félagar byggðu töluvert upp þarna í fjöllunum. „Fljótlega voru komið þarna húsnæði fyrir um 100 þátttakendur og 20 manna starfsteymi,“ segir Sigurður. Mikið líf var í Kerlingarfjöllum á þessum tíma en allt til ársins 1988 sáu þeir félagar um skíðaskólann. Dagskrá- in var þétt frá morgni til kvölds alla Vill skilja eitthvað lifandi eftir sig og hefur komið af stað skógrækt við Heiðarskóla Rætt við Sigurð Guðmundsson um skólastarf fyrr á tíðum, söng, skíði og skógrækt Sigurður R. Guðmundsson verður níræður næstkomandi mánudag, 6. júlí. Ljósm. arg Skagakvartettinn. Þrír stofnendur skíðaskólans í Kerlingarfjöllum. Sigurður varði miklum tíma í sólinni þar sem hann sá um íþrótta- og félagsstarf eldri borgara. Sigurður eignaðist sex börn og er orðinn forríkur af barnabörnum, barna- barnabörnum og barnabarnabarnabörnum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.