Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 27

Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 27 Vísnahorn Einu sinni þóttu það tölu- verð tíðindi þegar sláttur hófst í sveitum og stöku sinnum er þess getið enn. Vorið 1939 var með af- brigðum gott og Ólafur í Brautarholti á Kjalarnesi byrjaði slátt óvenju snemma. Var þess getið í fjölmiðlum og varð tilefni þessarar vísu Bjarna Ásgeirssonar: Brautarholtstúnið grænkar og grær, grösin þar falla á svig. Ólafur slær og Ólafur slær. Ólafur slær um sig. Kreppulánasjóður var á þessum tíma nok- kuð í umræðunni en hann hafði verið stof- naður til styrktar bændum eftir gífurlegt verðfall afurða í heimskreppunni. Ekki var trú manna að innheimtuaðgerðir yrðu harkalegar þar á bæ en menn þó misdjarfir í lántökum. Oft mun hafa orðið lítið um endurheimtur en í ljósi þessara mála þarf að skoða ýmsar af þes- sum vísum. Bæði Ólafur og Bjarni munu hafa gengið nokkuð rösklega í þann góða sjóð þannig að nú svaraði Kolbeinn í Kollafirði fyrir sveitun- ga sinn: Ólafi þarf ekki að lá, aðra menn ég þekki. Þeir eru’ að slá og þeir eru’ að slá, þótt þeir slái ekki. Næst komst á flot vísa eignuð Magnúsi Sveinssyni í Leirvogstungu: Ólafi háir hefðarþrá sem hann í bláinn setur. Litlu stráin leggst því á svo lýðurinn sjá’ ann betur. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi sendi þá Mag- núsi þessa kveðju: Allvel beit og Ólafsreit yfir leit eg sleginn. Málinu sleit sem margur veit er Magnús skeit í teiginn. Hjálmar var talinn ölkær en þessi sending mun ótryggilega feðruð: Býr við kvígur bóndi snar, býr og lýgur hér og þar. Flösku sýgur sífellt stút sínu mígur kaupi út. Kolbeinn í Kollafirði orti nú til varnar Ólafi sveitunga sínum: Fleirum háir hefðarþrá, heimska’ í bláinn rekur þá. Þeir eru smáir, það má sjá, þótt þeir slái lengri strá. Nú kom nafnlaust skeyti sem eignað var Lárusi Halldórssyni skólastjóra á Brúarlandi: Þegar örbirgð hæla hjó að hækka þurfti gengið, kænn til ráða Kolbeinn sló kreppulánaengið. Kolbeinn lét hvorki ímyndaðan né raun- verulegan andstæðing eiga hjá sér og sendi nú Lárusi sem talinn var vinstri sinnaður svar: Ill var raun að engi því, annan kaustu veginn. Rauðsmáranum öslar í allan Héðinsteiginn. Hér er sveigt að því, að Lárus mun hafa tekið eindregna afstöðu með róttækum sósíal- istum og Héðni Valdimarssyni, sem stofnuðu Sameingarflokk alþýðu og klufu Alþýðuflok- kinn 1938. En hér galt saklaus fyrir sekan. Lárus hafði engan þátt tekið í þessum slát- tuvísnalaunvígum og lýsti sakleysi sínu á sn- jallan hátt: Verður þrátt í vísnarann vandhitt áttarslóðin. Engan þátt eg óf né spann inn í sláttarljóðin. Síðar var reyndar álitið að vísa sú, sem Lárusi var eignuð væri eftir mann, sem nýlega hafði gengið í fjórða sinn í hjónaband og ho- num sendi Kolbeinn þessa kveðju: Borið var að berserkinn brysti karlmennskuna, er fór hann að slá í fyrsta sinn fjórðu dagsláttuna. Tveir menn aðrir lýstu yfir sakleysi sínu opinberlega og bætti þá Kolbeinn við: Vart hefur slegið vel það lið, vont mun heyið reynast, er kemur sér ei að kannast við krabbaðan teiginn seinast. Næst komst sú saga á kreik að Kolbeinn hefði ort allar vísurnar nema þá fyrstu og bæt- ti hann þá við: Stóð eg sláttaryrkju í, ei varð mikil raunin. Enda líka eftir því urðu sláttulaunin. Enn flaug fast skot yfir Leirvogsá og veit enginn hvaðan kom: Af Ólafs gróðri öfund heit óx um kaldan vetur. Bjarni meig en Magnús skeit, svo mætti spretta betur. Eftirfarandi hnúta gæti verið svar en um hana gildir einnig að enginn veit, hver kastaði: Illan fnyk af Ólafs drít ofan leggur veginn. Kreppulána- keytu’ og skít karlinn bar á teiginn. Þegar leið á sumarið góða höfðu blöð landsins fengið veður af þessum kveðskap og birtu sumar af vísunum, sem urðu strax land- skunnar og tilefni þeirra ekki síður. Blönduðu þá hagyrðingar víða að sér í leikinn. Sigurður Baldvinsson orti þessar vísur og komst þar með í höggorustu við Kolbein: Þrátt í flýti þurfti’ að slá þykir ýtum skrýtið. Ólafur hlýtur aumleg strá, Ólafur nýtir lítið. Krónu- gáir kompás á. Kolbein má því virða. Karlinn sá í kreppulág kann að slá og hirða. Krytinn há um kreppustrá og kveðast á við grannann. Þeir eru að slá og þeir eru að slá Þeir eru að slá hvern annan. Kolbeinn var sem fyrr ekki seinn til svars: Sumir dengja launaljá, landsjóðsengi’ í múga slá. Kreppa engin þjáir þá. Þar er lengi hægt að slá. Aftur fékk Kolbeinn sendingu frá Sigurði: Varla þarf að vænta góðs til viðreisnar hjá slíkum, þessum krummum kreppusjóðs sem kroppa’ augu’ úr sínum líkum. Og ekki stóð á svari Kolbeins: Fór á gægjum móts við menn, murkaði hræin sveinninn dýri. Honum nægir ekki enn einkaslægja’ í Landsjóðsmýri. Sumir hafa fyrir satt að sr. Sveinn Víkingur hafi slegið botninn í sláttuvísnasyrpuna með þessum vísum: Ólafur rær og Ólafur hlær, Ólafur værðar nýtur. En Kolbeinn slær, já Kolbeinn slær, Kolbeinn slær og bítur. Þótt veröld hendist endum á og öllum lendi saman. Við skulum slá, við skulum slá, við skulum slá á gaman. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 849 2715 dd@simnet.is Ólafur rær og Ólafur hlær, Ólafur værðar nýtur Á leikskólanum Uglukletti í Borg- arnesi hafa elstu krakkarnir verið duglegir í vetur að tína rusl og gera fínt í bænum sínum. Samhliða rus- latínslunni hafa börnin safnað dós- um og voru komin með nokkuð safn af þeim. Á fimmtudaginn í síð- ustu viku fóru þrír elstu árgangar leikskólans í Brákargöngu, sem er farin annað hvert ár. Þau gengu frá Uglukletti að Brákarsundi og komu við á söguslóðum Egilssögu þar sem voru leiknir eða lesnir þættir úr sögunni. „Að þessu sinni nýttu elstu krakkarnir tækifærið og tóku með sér flöskurnar og dósirnar sem þau höfðu safnað. Þau voru auðvi- tað búin að flokka þær og telja. Við fórum með þær í Ölduna og feng- um pening fyrir, sem við gáfum svo til félags Einstakra barna,“ seg- ir Heiðrún Harpa Marteinsdóttir leikskólakennari á Uglukletti í sam- tali við Skessuhorn. arg/ Ljósm. Heiðrún Harpa Mar- teinsdóttir. Dósirnar taldar og allt skráð samviskusamlega niður. Styrktu Einstök börn með ágóða dósasöfnunar Gengið út í Brákarey með dósirnar í Ölduna. Farið með dósirnar í Ölduna. ræðst um Egilssögu í Brákar- göngu. Áhugasamir krakkar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.