Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Page 1

Skessuhorn - 23.08.2020, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 23. árg. 23. september 2020 - kr. 950 í lausasölu Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands Tilboðið gildir út september 2020 Smurt rúnstykki & Kókómjólk 499 kr. ALLA LEIÐ EF ÞÚ SÆKIR, 21.–27. SEPT. 2020 Með því að bóka tíma losnar þú við biðina í útibúinu, hvort sem erindið snýst um ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þú byrjar á að fara á arionbanki.is/bokafund og panta símtal. Við hringjum svo í þig og �innum tíma sem hentar. Markmiðið er alltaf að bankaþjónustan sé eins þægileg og hægt er. arionbanki.is Bókaðu þægilegri bankaþjónustu Á mánudaginn var hin 150 ára gamla altaristafla í Akraneskirkju tekin niður til forvörslu og viðgerðar. Bjarni Skúli Ketilsson myndlistarmaður, Baski, tók verkið að sér, en hann hefur sérhæft sig í viðgerðum af þessu tagi á gömlum málverkum. Upphaflega stóð til að setja ljósmynd af altaristöflunni til að hafa í rammanum í kirkjunni þá tvo mánuði sem viðgerð stendur yfir. Baski tók sig hins vegar til og málaði aðra mynd með þá gömlu sem fyrirmynd. Hér er listamaðurinn ásamt Guðmundi Sigurðssyni með myndirnar tvær. Nýja málverkið er til vinstri. Sjá nánar á bls. 9 í blaðinu í dag. Ljósm. mm. Tilraunaveiðar á humri í gildr- ur eru hafnar á Breiðafirði. Þær verða stundaðar á bátnum Ingu P SH-423. Skipstjóri er Klemens Guðmundsson en útgerðarfélag- ið Kvika hefur tekið að sér veið- arnar fyrir Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum. Á mánudagskvöldið var 71 gildra lögð norður af Bárð- argrunninu. Fyrst voru gildrurn- ar lagðar án beitu til prufu, en síð- an var dregið og beitt í þær og þær lagðar að nýju. Nú liggja þær því í sjó þangað til veður leyfir til þess að draga þær upp og vitja um aflann í þeim. Gildrurnar eru settar á leið- ara og eru 15 faðmar á milli hverrar gildru. Beitt var síld sem veidd var á Færeyjamiðum. Vinnslustöðin hefur verið með tilraunaveiðar í humargildrur út frá Suðurlandi með ágætum ár- angri. Þessar veiðar hafa hins veg- ar ekki verið reyndar áður í Breiða- firði svo nú bíða menn spenntir efir hvernig mun ganga. Veiðar í gildr- ur eru mun umhverfisvænni veiði- aðferð í samanburði við humar- troll. Bæði er botninn ósnertur með þessu móti og minni olíueyðsla en á stærri trollbátum. af Tilraunaveiðarnar verða stundaðar á Ingu P SH-423. Tilraunaveiðar á humri hafnar á Breiðafirði Hjörtur Guðmundsson útgerðarmaður var með þegar gildrurnar voru lagðar í fyrsta skipti.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.