Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 202014
Covid-19 faraldurinn hefur sett
mark sitt á flesta ef ekki alla kima
mannlífsins það sem af er ári, þar
með talin viðskipti og þjónustu.
Skessuhorn tók hús á örfáum versl-
unareigendum á Akranesi og spurði
þá hvernig reksturinn hefði gengið
það sem af er ári, í ljósi faraldursins
og þeirra takmarkana sem lands-
mönnum hafa verið settar vegna
hans.
Hans og Gréta
„Það hefur bara gengið vel. Reynd-
ar kom niðursveifla þegar Co-
vid stóð sem hæst í vor, en þá kom
vefverslunin rosalega sterk inn hjá
mér,“ segir Hrefna Björnsdóttir,
eigandi Hans og Grétu, í samtali
við Skessuhorn. „Maður fann al-
veg að það minnkaði í búðinni og
jókst í vefversluninni í vor og mikið
af fólki að biðja um heimsending-
ar hérna á Akranesi,“ segir Hrefna
sem sendir frítt innanbæjar. „en
svo breyttist það aftur í átt til fyrra
horfs þegar fólk fór að fara út aftur,
þá dró úr vefversluninni en heim-
sóknum í búðina fjölgaði að nýju,“
segir hún.
Aðspurð segist Hrefna merkja
þær breytingar á árinu að fólk versli
meira í heimabyggð. Þannig kveðst
hún til að mynda hafa orðið þess
vör að yngri foreldrar séu farnir að
beina viðskiptum sínum til hennar
í ríkara mæli en áður. en hún hef-
ur líka sjálf verið að gera breyting-
ar á versluninni, breyta vöruúrval-
inu, bæta það og auka, undanfarin
tvö og hálft ár. „Núna er ég orðin
sterkari í íþrótta- og sundvörum
fyrir bæði börn og fullorðna. Það er
helst það sem hefur breyst hjá mér
undanfarið,“ segir hún, en Hans og
Gréta var alfarið barnavöruverslun
í upphafi. Síðan þá hefur Hrefna
smám saman aukið vöruúrvalið og
breikkað aldurshópinn. „Núna hafa
viðskiptin vaxið í fullorðinsvörun-
um, eftir því sem fólk heyrir meira
af því að ég er að sinna þeim hópi
líka. Ég er komin með eitthvað fyr-
ir alla fjölskylduna,“ segir Hrefna
Björnsdótir að endingu.
Gallerý Snotra
„Reksturinn hefur gengið mjög
vel,“ segir Sigurlína Júlíusdótt-
ir, eigandi Gallerýs Snotru, í sam-
tali við Skessuhorn. „Þetta hafa
verið uppgangstímar í svona búð,“
bætir hún við létt í bragði. Gallerý
Snotra er hannyrðavöruverslun og
segir Sigurlína marga hafa lagt leið
sína þangað undanfarna mánuði til
að kaupa prjóna og garn, lopa og
tvinna og hvers kyns hannyrða-
vörur. Fólk hafi haft góðan tíma
til að sinna þessu áhugamáli sínu.
Já, nema kannski helst hún sjálf.
Hún hefur ekki haft mikið rúm til
að sinna sínu handverki, enda hef-
ur Snotru verið haldið opinni svo
aðrir geti sótt sér allt sem þarf til
hannyrða.
Aðspurð segist Sigurlína ekki
merkja neina sérstaka breytingu í
vöruvali hjá sínum kúnnahópi. Við-
skiptavinir sæki í sömu vörur og
venjulega, en í meira mæli. „Það er
bara almennt meira að gera,“ segir
Sigurlína í Snotru að endingu.
Verslunin Bjarg
Verslunin Bjarg á Akranesi er versl-
un með föt og snyrtivörur. Ásta
Gísladóttir, annar eigenda Bjargs,
segir reksturinn hafa verið mjög
kaflaskiptan það sem af er ári. „Það
gekk ekki vel í mars og apríl, þessa
vormánuði. Svo var bara gott ástand
í sumar og síðan breyttist það aftur
í ágúst eftir að íslenski ferðamaður-
inn hætti að vera á ferðinni og Co-
vid kom aftur, þá minnkuðu við-
skiptin,“ segir Ásta. Hún merkir
þannig bein tengsl milli ástandsins
af völdum faraldursins, og þeirra
aðgerða sem honum hafa fylgt, og
verslunarinnar í búðinni. „Það er
alveg beint samband þar á milli,
finnst okkur hér,“ segir hún. Þeg-
ar ástandið var sem verst, samko-
mubann og fleira, var fólk vita-
skuld minna á ferðinni og flestöll-
um veislum og viðburðum var sleg-
ið á frest eða hreinlega aflýst. „en
sumarið var fínt, mikið betra en við
áttum von á og betra en mörg önn-
ur sumur. Það var svo mikið af ís-
lenskum ferðamönnum sem voru
duglegir að versla. Fólk var að gera
sér dagamun með því að skreppa á
Skagann, fara í Guðlaugu, á kaffi-
hús eða matsölustaði og brjóta upp
daginn,“ segir hún en bætir því við
að nú í september sé staðan orðin
mjög sambærileg og verið hefur á
sama tíma undanfarin ár. Framund-
an er hins vegar mikilvægur tími
fyrir verslanir og hún vonast auðvi-
tað til þess eins og aðrir að takist að
koma böndum á þessa þriðju bylgju
faraldursins svo daglegt líf hér inn-
anlands geti færst til eðlilegra horfs
á ný. „Núna eru framundan árshá-
tíðir og jólahlaðborð. Vonandi
verður hægt að halda þessa við-
burði. Þeir eru líka mikilvægir fyr-
ir okkur, þetta hefur áhrif svo víða,“
segir Ásta í Bjargi að endingu.
kgk/ Ljósm. kgk.
„Þetta hefur áhrif svo víða“
- rætt við verslunareigendur á Akranesi um áhrif Covid-19
Hrefna Björnsdóttir, eigandi Hans og Grétu. Barnaföt á rekka í Hans og Grétu.
Íþróttaskór í Hans og Grétu.
Sigurlína Júlíusdóttir, eigandi Gallerýs Snotru.
Garn í úrvali í Snotru. Ljósm. Gallerý Snotra.
Hjónin Ásta Gísladóttir og Örlygur Stefánsson eru eigendur Verslunarinnar Bjargs.
Ljósm. úr safni/bþb
Hattar fyrir herrana í Bjargi.
Kápur á rekka í Bjargi.