Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 20206 Einnota drykkjar- vöruumbúðir LANDIÐ: Umhverfis- og auð- lindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að frum- varpi til breytinga á lögum um ráðstafanir gegn umhverfis- mengun af völdum einnota um- búða fyrir drykkjarvörur. Það hefur verið til kynningar í sam- ráðsgátt stjórnvalda og er at- hugasemdafrestur til 3. október. Með frumvarpinu er ætlunin að fylgja eftir hluta þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu starfs- hóps um drykkjavöruumbúðir frá júlí 2018, auk þess sem lagð- ar eru til breytingar á skilagjaldi og umsýsluþóknun. Meðal til- lagna er að markmiðsákvæði sé bætt við lögin, að skilakerfið nái til fleiri aðila en verið hefur og heimild ráðherra til að setja ákvæði um söfnunarmarkmið og stærð umbúða í reglugerð. -mm Atvinnuleysi er 9,4% LANDIÐ: Heildaratvinnuleysi í ágústmánuði var 9,4%, að því er fram kemur á vef Vinnumála- stofnunar. Almennt atvinnu- leysi var 8,5%, sem er nokk- ur aukning frá fyrri mánuð- um, en atvinnuleysi var 7,9% í júlí, 7,5% í júní og 7,4% í maí. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist lítið eitt í september, en meira þeg- ar lengra er komið fram á haust- ið. Atvinnuleysi tengt minnk- uðu starfshlutfalli var óbreytt í ágúst frá júlí, eða 0,9%, en það hefur lækkað hratt frá því í maí- mánuðu síðastliðnum. Alls voru 17.788 einstaklingar atvinnu- lausir í lok ágústmánaðar og 3.843 í minnkuðu starfshlut- falli. Samtals gera þetta 21.271 manns. -kgk Birta tölur að nýju VESTURLAND: Mikill erill hefur verið hjá lögreglu und- anfarna viku vegna uppgangs Covid-19 faraldursins. eins og kunnugt er hafa smit greinst á nokkrum stöðum í landshlutan- um og víða um Vesturland hef- ur fólk þurft að sæta sóttkví og einangrun vegna faraldursins. Vegna þessa hyggst Lögregl- an á Vesturlandi ætla að fara að birta tölur með yfirliti yfir smit í landshlutanum að nýju, eins og gert var þegar faraldurinn stóð sem hæst síðasta vor. Þá liggur fyrir að öllum lögreglustöðvum landshlutans verði lokað vegna faraldursins, eins og gert var í vor. -kgk Dekk sprengt SNÆFELLSBÆR: Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverk laugardaginn 12. september síð- astliðinn. einhver óprúttinn að- ili hafði farið og stungið á fjög- ur dekk bíls sem stóð á bifreiða- stæði við Hraðfrystihús Hellis- sands. Verið er að skoða mynd- ir úr öryggismyndavélakerfi og rannsaka málið, að sögn lög- reglu. -kgk Mótmæla að starf héraðsdýra- læknis sé lagt niður BORGARBYGGÐ: Á fundi í umhverfis- og landbúnað- arnefnd Borgarbyggðar síð- astliðinn fimmtudag var lögð fram tilkynning frá Matvæla- stofnun um fækkun umdæma héraðsdýralækna. Matvæla- stofnun tilkynnti það ein- hliða í byrjun síðustu viku, og án samráðs við hlutaðeig- andi sveitarfélög, að embætt- um héraðdýralækna verður fækkað um eitt, úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp og raun lagt niður, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tileyra N-Vesturumdæmi. Þarna er því um að ræða beina fækkun opinberra starfa á Vesturlandi. „Umhverfis- og landbúnað- arnefnd lýsir furðu sinni á að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélög vegna ákvörðunar um fækkun héraðsdýralækna. Þá hvetur nefndin Matvæla- stofnun til að endurskoða þá ákvörðun að umdæmisskrif- stofa S-Vestursvæðis sé á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir í bókun frá fundi nefndarinnar. -mm Margir í sund SNÆFELLSBÆR: Þrátt fyr- ir Covid-19 og verulega færri ferðamenn vegna faraldurs- ins hafa fleiri gengið til laug- ar í Sundlaug Snæfellsbæjar í ár en undanfarin ár. Heildar- fjöldi gesta sundlaugarinnar í sumar var 8.122 í júní, júlí og ágúst. Á sama tímabili í fyrra voru gestirnir 7.911. Gesta- fjöldinn á liðnu sumri er sá mesti frá árinu 2017, að því er fram kemur í bæjarblaðinu Jökli í Ólafsvík. -kgk Farþegi sem lést af völdum áverka sinna eftir árekstur á Borgarfjarð- arbraut við Grjóteyri í septem- ber í fyrra var með bílbeltið rang- lega spennt. Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa telur líkur á því farþeginn hefði lifað slysið af hefði öryggisbelt- ið verið spennt með réttum hætti. Fram kemur í skýrslu nefndarinn- ar að Nissan-jepplingi hafi verið ekið austur Borgarfjarðarbraut að morgni dags. Í honum voru ökumaður og tveir farþegar í aftursæti. Rigning var og bjart í veðri, en talsverður vind- ur og gekk á með hviðum. Rétt aust- an Seleyrarár ók ökumaðurinn yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Hy- undai-bifreið sem ekið var úr gagn- stæðri átt. Við áreksturinn kastaðist Huyndai-bifreiðin aftur um rúma tíu metra og snerist í hálfhring. Nissan- jepplingur snerist og rann áfram, um það bil fimm metra. Snörp vindhviða Talið er að snörp vindhviða hafi valdið því að ökumaður jepplingsins missti hann yfir á rangan vegarhelm- ing. Ökumenn beggja bifreiða sögðu báðir frá kröftugri hviðu rétt áður en áreksturinn varð. Í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar segir að ökumaður jepplingsins hafi haft litla reynslu af akstri á Íslandi og þótt erfitt að aka við þessar aðstæður. Ökumaður Hy- undai-bifreiðarinnar hafi sömuleið- is ekki verið reynslumikill ökumað- ur. Þá reyndust hjólbarðar jepp- lingsins slitnir og tjara í mynstrinu, sem talið er getað hafa skert mögu- leika ökumannsins á að bregðast við snarpri vindhviðu á blautu yfirborði vegarins. Með beltið undir handarkrikanum Farþeginn sem lést sat vinstra megin í aftursæti jepplingsins og var með öryggisbeltið ranglega spennt. Hafði hann sett axlarbelt- ið undir handarkrikann og hlotið við áreksturinn banvæna brjóst- og kviðarholsáverka, að því er fram kemur í skýrslunni. „Að mati nefndarinnar eru líkur á að farþeg- inn hefði lifað slysið af hefði ör- yggisbeltið verið spennt með rétt- um hætti,“ segir í skýrslu nefndar- innar. Hinn farþegi bílsins, sem einn- ig sat í aftursætinu, var ekki í bíl- belti og kastaðist fram á sætisbak- ið fyrir framan sig. Ökumaðurinn hlaut ekki mikla áverka. Hann var spenntur í belti og loftpúði í stýri blés út við áreksturinn. Ökumaður Hyundai-bílsins var einn á ferð. Hann var í belti og loftpúði í stýri blés út. Hann hlaut hins vegar mikla áverka, sem nefndin telur að rekja megi til þess að ökumannsrými bílsins aflagað- ist við áreksturinn. Belti séu rétt spennt Í ábendingum sínum í skýrslunni leggur nefndin áherslu á að öku- menn og farþegar séu alltaf með öryggisbeltin rétt spennt. Afar mikilvægt sé að axlarbeltið liggi yfir brjóstkassa og viðbeini. Annars sé hætta á að álagið frá beltinu sem myndast við árekstur lendi á kvið- arholinu. Það geti valdið miklum og lífshættulegum áverkum, eins og gerðist í slysinu á Borgarfjarðar- braut í september í fyrra. Þá kemur einnig fram að frá 1998 hafi nefndin rannsakað ellefu bana- slys í umferðinni þar sem vindhviða er talin orsakaþáttur. Jafnframt er því beint til ökumanna að mikil- vægt sé að halda hjólbörðum bif- reiða hreinum og þrífa þá ef tjara safnast upp í þeim, því uppsöfnuð tjara minnki veggrip. kgk Var með öryggisbeltið undir handarkrikanum Hlaut banvæna áverka á brjóst- og kviðarholi Á Grjóteyri, skammt frá þeim stað þar sem slysið varð. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.