Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 202022 Hver er þinn helsti kostur? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Eiríkur Jónsson „Ég er bara ágætur held ég.“ Jakob Ólason „Ég er góður bílstjóri.“ Hildur Hjaltadóttir „Stundvísi.“ Katrín Ósk Bjarkadóttir „Ég er listræn.“ Jytta Juul „Ég er góður kokkur.“ Skallagrímur hefur leik í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, miðvikudaginn 23. októ- ber, þegar liðið mætir Haukum í Hafnarfirði. Skallagrímskonur áttu góðu gengi að fagna í körfunni síð- asta vetur. Liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í febrú- ar og sat í 4. sæti deildarinnar þegar tímabilið var blásið af í mars. Það er útlit fyrir að Skallagríms- konur mæti með afar sterkt lið til leiks þegar deildin hefst í kvöld. er stefnan sett á Íslandsmeistara- titilinn? „Markmiðið er að kom- ast í úrslitakeppnina og svo ætlum við að taka stöðuna í framhaldi af því,“ segir Guðrún Ósk Ámunda- dóttir, þjálfari Skallagríms, í sam- tali við Skessuhorn á föstudag. „en við erum með sterkt lið og auðvitað erum við allar í þessu til að vinna og ná árangri,“ segir hún. Ánægð með hópinn Guðrún segir að aðstandendur liðsins hafi snemma farið að huga að því að setja saman liðið. Vinna við það hófst strax í maí og hún er ánægð með hvernig til tókst. „Sum- arið fór í þetta og ég held að okk- ur hafi tekist vel að fullmanna lið- ið. Ég er mjög ánægð með hópinn. Þetta eru flottar stelpur, mikil gleði í hópnum og við erum spennt- ar fyrir tímabilinu,“ segir hún. Frá því síðasta vor hefur framherjinn Sanja Orozovic gengið til liðs við Skallagrím, en hún lék áður með KR og var ein af bestu leikmönn- um deildarinnar í sinni stöðu síð- astliðinn vetur. Landsliðskonan embla Kristínardóttir gekk til liðs við Borgnesinga síðastliðið vor og í sumar var samið við miðherjann Nikitu Telesford. Þá hafa samn- ingar verið endurnýjaðir við kjarna leikmanna sem spilað hafa með lið- inu undanfarin ár. Leikstjórnand- inn Keira Robinson verður áfram í herbúðum Skallagríms, en hún var einn besti leikmaður Íslandsmóts- ins síðastliðinn vetur. Þá var ný- verið greint frá því að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Maja Michalska myndu taka slaginn með Skalla- grími á komandi keppnistímabili, en þær hafa leikið stórt hlutverk í liðinu undanfarin ár. Sterk vörn og góður andi Þjálfarinn segir undirbúning Skalla- grímsliðsins hafa gengið vel, þrátt fyrir að stutt sé síðan körfuknatt- leikslið landsins máttu hefja æfing- ar vegna sóttvarnaráðstafana. Þess utan byrjar tímabilið í ár örlítið fyrr en venjulega, eða rúmri viku fyrr. en það á jafnt við um öll lið deild- arinnar. „Þetta er auðvitað minni undirbúningur en maður hefði vilj- að fá. en þá þarf maður bara að nýta vel þann tíma sem maður fær og við verðum alveg klárar í slaginn þegar mótið byrjar,“ segir Guðrún. Spurð hvort stuðningsmenn megi eiga von á einherjum breyt- ingum í leik liðsins segir Guðrún svo ekki vera. „Við fórum langt á varnarleiknum í fyrra og mark- miðið er að vera með sömu ákefð í vörninni í vetur. Liðsheldin var sömuleiðis virkilega sterk í fyrra og kom okkur mjög langt. Við munum áfram leggja áherslu á að hafa góð- an liðsanda, hafa gaman af þessu og njóta þess að spila körfubolta,“ seg- ir Guðrún Ósk Ámundadóttir að endingu. kgk Keppni í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld, mið- vikudaginn 23. október. Í opnun- arleiknum mæta Snæfellskonur liði Fjölnis á útivelli kl. 18:30, en aðrir leikir hefjast þremur korterum síð- ar. Snæfellsliðið vitist ekki finna al- mennilega taktinn á síðasta keppn- istímabili og sat í 6. sæti deildarinn- ar þegar keppni í Íslandsmótinu var hætt vegna Covid-19 í mars. Lengst af tímabilinu höfðu Snæfellskonur siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deildina. Þeim hafði ekki tekist að blanda sér í baráttuna um sæti í úr- slitakeppninni áður en mótið var blásið af en voru heldur aldrei í neinni alvöru fallbaráttu. Haiden snýr aftur Leikstjórnandinn Haiden Palmer snýr aftur í Hólminn, en hún varð Íslands- og bikarmeistari með Snæ- felli vorið 2016, setti stigamet í úr- slitakeppninni og var einhver allra besti leikmaður deildarinnar þann veturinn. Þá hefur bakvörðurinn Iva Georgieva samið við Stykkishólms- liðið fyrir komandi leiktíð og mið- herjinn emese Vida, sem átti gott tímabil með Snæfelli í fyrra, mun leika með liðinu í vetur. en stærstu breytingar á Snæfells- liðinu fyrir komandi tímabil eru án efa þær að systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur munu ekki leika með liðinu eins og þær hafa gert fjölmörg undanfarin ár. Gunn- hildur lagði körfuboltaskóna á hill- una í vor og Berglind systir hennar er frá keppni eftir að hafa slasast al- varlega í rútuslysi í upphafi árs. Þéttur og góður hópur Halldór Steingrímsson er nýr þjálf- ari liðsins. Aðspurður segir hann að Snæfellsliðið vilji spila hraðan en ag- aðan leik í vetur, hreyfa boltann vel og ljúka hverri sókn með góðu skoti. Honum líst vel á komandi keppnis- tímabil. „Ég vissi áður en ég kom hingað að ég yrði með ungt lið í höndunum og fámennan æfingahóp. Núna erum við akkúrat átta á æfing- um, Haiden Palmer verður níundi maðurinn og við erum að skoða að fá jafnvel tíunda leikmanninn til að ná að vera með tíu manna æfinga- hóp,“ segir Halldór. en þrátt fyr- ir að hópurinn sé kannski fámenn- ari en gengur og gerist segir þjálf- arinn hann einstaklega samheldinn. „Þetta er mjög þéttur og góður og skemmtilegur hópur,“ segir hann. „Núna eru þær líka allar í Hólm- inum, sem hefur ekki gerst í langan tíma að mér skilst,“ bætir hann við, en Snæfellsliðið hefur mörg und- anfarin ár þurft að skipta hópnum í tvennt; hluti hans hefur æft í Stykk- ishólmi og annar hluti á höfuðborg- arsvæðinu. „Það er mjög jákvætt að það séu allir að æfa saman,“ segir þjálfarinn og telur að það muni skila sér inni á vellinum. Ætla í úrslitakeppnina Aðspurður segir hann undirbúning- inn hafa gengið ágætlega það sem af er. Þó sé stutt síðan emese og Iva komu til liðs við hópinn og Haiden var enn væntanleg þegar blaðamað- ur ræddi við hann á fimmtudag- inn síðasta. Hann er þó fullviss um að liðið verði tilbúið í slaginn þeg- ar mótið hefst. „Við erum ekki al- veg komin þangað sem við viljum vera en við náum því fyrir mótið og verðum klár í fyrsta leik,“ seg- ir Halldór. en hvert er markmið Snæfells í Domino‘s deildinni í ár? „Markmiðið er að fara í úrslita- keppnina og við ætlum að gefa allt í það verkefni,“ segir þjálfarinnn að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. „Erum allar í þessu til að vinna og ná árangri“ - segir Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms Keira Robinson setur niður stökkskot í bikarúrslitum síðasta vetur. Ljósm. úr safni/ kgk. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. „Markmiðið er að fara í úrslitakeppnina“ - segir Halldór Steingrímsson, þjálfari Snæfells Haiden Palmer lætur vaða á körfuna í leik með Snæfelli veturinn 2015-2106. Hún snýr aftur í Hólminn í vetur. Úr leik Snæfells og Skallagríms síðasta vetur. Anna Soffía Lárusdóttir á mikilli siglingu með boltann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.