Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 20202 Covid-19 smitum fer fjölgandi á Vesturlandi eins og á landinu öllu og því er mikilvægt að við hugum vel að persónulegu hreinlæti. Þvoum og sprittum hendur og höldum okkur heima ef við finnum flensueinkenni. Á morgun er útlit fyrir norðlæga átt 8-13 m/s og dálitlar skúrir eða él verða fyrir norðan, en víða létt- skýjað á sunnanverðu landinu. Læg- ir síðdegis og styttir að mestu upp um kvöldið. Hiti 1-8 stig yfir daginn og mildast syðst á landinu. Á föstu- dag verður hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 2-8 stig en um og undir frostmarki fyrir norðan. Vax- andi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi seinni part- inn. Á laugardag er spáð ákveðinni suðlægri átt og rigningu, en yfirleitt verður þurrt norðaustanlands. Hiti 4-9 stig. Á sunnudag er útlit fyrir suð- læga átt og skúri á Suður- og Vestur- landi en bjart norðanlands. Hiti 5-10 stig. Á mánudag er útlit fyrir norð- læga átt með rigningu um landið austanvert, en léttskýjað suðvestan- lands og fer heldur kólnandi. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvað íslensk kjötsúpa sé. Niðurstaðan var mjög afgerandi en að mati 86% svarenda er hún herramannsmatur. 8% sögðu íslensku kjötsúpuna vera þokkalegt fæði, 4% sögðu hana með öllu óæta og 1% sögðu hana uppfyllingarfæði í neyð. Í næstu viku er spurt: Hvar kaupir þú mest inn af matvöru? Skallagrímur sigraði Val í leik um tit- ilinn Meistarar meistaranna í körfu- knattleik kvenna um síðustu helgi. Skallagrímskonur eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Stal „löggubíl“ og ók á brott GRUNDARFJ: Haft var sam- band við Lögregluna á Vestur- landi að morgni mánudags og tilkynnt um innbrot í Grunn- skóla Grundarfjarðar. Lögregla kannaði málið og við eftir- grennslan hennar kom í ljós að sami aðili hafði farið inn í læsta aðstöðu kvikmyndafyrirtæk- is, sem nú er við tökur á sjón- varpsþáttaröð í Grundarfirði og tekið þar bíllykla ófrjálsri hendi. Lyklarnir voru að bíl sem gegn- ir hlutverki lögreglubíls í sjón- varpsþáttunum. Hann er í eigu Lögregluminjasafnsins og lít- ur út eins og alvöru lögreglu- bíll. Þennan „löggubíl“ tók maðurinn og ók af stað sem leið lá að Borgarnesi. Að sögn lögreglu sneri hann við þar en ekki er vitað hvort hann ætl- aði sér að fara lengra. Um er að ræða ungan einstakling sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, að sögn lögreglu. Kæra liggur fyrir vegna þessa athæfis en málið er til rannsóknar. -kgk Kallað inn í bakvarðasveitina LANDIÐ: Yfirvöld hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfs- fólks í bakvarðasveit heilbrigðis- þjónustunnar. Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðu- búið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var sett á fót í upphafi COVID-19 far- aldursins í vor þegar ljóst var að mikilvægar heilbrigðisstofnan- ir gætu lent í mönnunarvanda vegna veikindafjarvista starfs- fólks eða fjarvista vegna sóttkví- ar. Þetta fyrirkomulag gaf góða raun og gerði heilbrigðisstofn- unum kleift að manna í stöð- ur með hraði þegar á þurfti að halda. Í ljósi þess hvernig far- aldurinn hefur þróast síðustu daga er bakvarðasveitin nú end- urvakin og er nú óskað eftir heilbrigðisstarfsfólki á skrá sem er reiðubúið að hlaupa í skarðið ef á reynir. -mm Smit í Stykkishólmi STYKKISH: Nýtt Covid-19 smit greindist í Stykkishólmi fyrir helgi. Viðkomandi ein- staklingur er kominn í einangr- un vegna sjúkdómsins, að því er fram kemur á vef Stykkishólms- bæjar. eftir að smit greindist var hafist handa við að rekja ferðir þess smitaða og haft samband við þá sem höfðu verið í nánum samskiptum við hann og eftir atvikum metið hvort þeir þurfi að sæta sóttkví. Á vef Stykkis- hólmsbæjar segir að í ljósi þessa sé rétt að minna bæjarbúa sem aðra á að fylgja leiðbeiningum um persónubundnar sóttvarnir. Þá eru íbúar sem hafa einkenni Covid-19 hvattir til að hringja á heilsugæslu sem metur hvort þörf sé á sýnatöku. „ekki er tal- in þörf á hertari aðgerðum í Stykkishólmi að svo stöddu og fólk beðið að fylgja áfram fyrir- mælum landlæknis,“ segir á vef bæjarins. -kgk Veðurhorfur Tilraunaverkefni um heimaslátr- un sauðfjár er farið af stað og taka samtals 35 býli, víðsvegar um land- ið, þátt í verkefninu. Markmið þess er að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að upp- fyllt séu skilyrði regluverks um mat- vælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fal- ið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi, að stýra verkefninu fyrir hönd ráðu- neytisins. Síðustu misserin hefur verið unn- ið ötullega að undirbúningi í sam- ráði við Matvælastofnun, landssam- tök sauðfjárbænda og þátttakendur. Í sumar undirrituðu landbúnaðar- ráðherra og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, samkomulag um til- raunaverkefni um heimaslátrun. Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir framkvæma heimaslátrun á bæjum en heilbrigðisskoðun verður framkvæmd af dýralæknum Mat- vælastofnunar með tvenns konar hætti. Annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum. Þátttakendur munu jafnframt mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurð- ir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum. mm/ Ljósm. Stjórnarráðið/Golli. Íslensk stjórnvöld hafa ákveð- ið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öll- um þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjár- magna kaup á allt að tveimur millj- ónum bóluefnaskammta fyrir lág- tekjuþjóðir. Þetta kemur fram í til- kynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fjöldi þjóða hefur tekið höndum saman um samstarf í þágu COVAX (Friends of the COVAX Facility) og gefið út sameiginlega tilkynn- ingu þar að lútandi. Þar kemur fram að þjóðirnar styðji eindregið fjölþjóðasamstarf vegna bóluefnis við COVID-19 og það markmið að tryggja aðgang að öruggu og skil- virku bóluefni fyrir alla. Singapúr og Sviss leiða samstarfið en þátt- tökulönd auk þeirra eru öll ríki evrópusambandsins, Ástralía, Bret- land, Ísland, Ísrael, Japan, Sádi-Ar- abía, Nýja Sjáland, Noregur, Katar, Suður-Kórea og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi evrópuþjóða þar sem aðildarríki eSB og eeS leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóð- um heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur millj- ónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100.000 bóluefnis- skömmtum. mm Kórónuveirufaraldurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarið og farið er að ræða um þriðju bylgju hans, eins og kunnugt er. Sóttvarnalækn- ir telur þó enn sem komið er ekki ástæðu til að herða sóttvarnarað- gerðir frekar. Heilbrigðisráðherra staðfesti tillögur hans í gær, þriðju- daginn 22. september, og verða að- gerðir því óbreyttar út þessa viku. Í gær voru ellefu manns í einangrun á Vesturlandi og 196 í sóttkví. Þá höfðu alls 234 smit greinst á lands- vísu frá og með þriðjudeginum í vikunni á undan. Tvö smit komu upp á því tímabili í tengslum við líkamsræktarstöðina á Jaðarsbökkum á Akranesi. Var ná- lægt 170 manns gert að sæta sóttkví vegna þessa og líkamsræktarsalnum lokað. Í gær var stór skimunardagur í tengslum við smitin á Akranesi, en einnig hefur verið boðað til skim- unar á föstudagin vegna þeirra. Smit greindist í Stykkishólmi fyrir helgina og viðkomandi ein- staklingur þurfti að fara í einangr- un. Þá kom upp smit í Reykhóla- hreppi, en það greindist hjá gest- komandi einstaklingi sem þegar var í sóttkví og því er ekki talin hætta á útbreiðslu smits, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Nokkrir einstaklingar eru í sóttkví í hreppn- um. Reykhólaskóla var lokað síð- astliðinn mánudag, að ákvörðun skólastjóra til að gæta fyllsta örygg- is en skólinn opnaður að nýju í gær, þriðjudag. Þá má sjá á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi að þeim tilmælum er beint til foreldra að sækja ekki börn sín inn í skólann né í frístund. ef nauðsynlegt er að for- eldrar komi inn í húsnæði skólans eru þeir beðnir að ganga með grím- ur. Gestakomur eru ekki leyfðar. Fjarkennsla er í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði þessa vikuna, vegna smitsins sem greind- ist í Stykkishólmi. Staðan verður endurmetin eftir helgi. Allt bók- nám við Fjölbrautaskóla Vestur- lands er sömuleiðis í fjarkennslu í þessari viku. Verknám er kennt á staðnum með grímuskyldu og íþróttir eru kenndar undir beru lofti. Mötuneytið er opið fyrir þá sem eru í skólanum og nemendur heimavistar. Grímuskylda er jafn- framt á heimavistinni. Tekin var upp grímuskylda til óákveðins tíma í Menntaskóla Borgarfjarðar og tóku nemendur vel í þá ákvörðun, að því er fram kemur á Facebook-síðu skólans. Staðkennsla heldur þannig áfram í MB að óbreyttu, en stjórnendur eru undir það búnir að hverfa til fjarkennslu ef þörf krefur. Hjúkrunar- og dvalarheimili landshlutans hafa eitt af öðru upp- fært heimsóknarreglur sínar og eru þær nú verulega takmarkaðar mið- að við vikurnar á undan. er að- standendum íbúa bent á að kynna sér þær reglur sem gilda á hverjum stað áður en ástvinir eru heimsótt- ir. Grímuskylda hefur verið tekin upp á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands og þurfa allir sem leita eftir þjónustu á starfsstöðvum stofnun- arinnar í landshlutanum að bera grímu. Gildir það jafnt fyrir þá sem eiga bókaða tíma á heilsugæslum, hjá sérfræðingum eða í rannsóknir og meðferðir. kgk Nemendur og starfsmenn Menntaskóla Borgarfjarðar bera grímur innandyra þessa dagana. Í öðrum framhaldsskólum í landshlutanum eru bóknámsnemendur í fjarnámi þessa vikuna. Ljósm. MB. Veiran sækir í sig veðrið Skimað fyrir Covid-19 á Akranesi síðastliðið vor. Ljósm. úr safni/ kgk. Fjármagna saman kaup á bóluefni 35 býli taka þátt í tilraunaverk- efni um heimaslátrun sauðfjár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.