Skessuhorn - 23.08.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 202016
Þessa dagana er sanddæluskip-
ið Dísa að dýpka í Ólafsvíkurhöfn.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri seg-
ir í samtali við Sksesuhorn að dælt
verði 50 þúsund rúmmetrum úr
innsiglingunni í höfnina og innan
hafnar auk þess sem dæla á tíu þús-
und rúmmetrum í uppfyllinguna
við Norðurgarð. Þegar þessu verki
lýkur mun Dísa halda til Rifs en
þar er áætlað að dæla upp 80 þús-
und rúmmetrum einnig úr inn-
siglingaleiðinni og innan hafnar.
Björn segir að þessar framkvæmd-
ir munu kosta um 130 til 140 millj-
ónir króna.
af
„Það voru misgóðar heimtur hjá
okkur á Hellisandi,“ sagði Þorvarð-
ur Jóhann Guðbjartsson fjárbóndi
í samtali við Skessuhorn. „Það var
einn fjárbóndinn sem fékk að vísu
ekki nema eina kind af þeim 60
sem hann á og nokkrir náðu aðeins
helmingi af því sem þeir eiga, en um
helmingur okkar frístundabænd-
anna fékk góðar heimtur,“ sagði
Þorvarður. Ólafur Helgi Ólafsson,
fjárbóndi í Ólafsvík. Hann sagði
að heimtur hafi verið þokkalegar
og hann vantaði einungis 17 kind-
ur af fjalli, en átti von á því að þær
næðust fljótlega. Veður til smala-
mennsku um liðna helgi var ekkert
sérstakt, en þó var smalað.
Meðfylgjandi myndir voru tekn-
ar í réttinni í Ólafsvík. Þar gekk á
með kalsarigningu og því var fátt
fólk í réttinni að þessu sinni. af
Undanfarna fjóra mánuði hefur
frumkvöðullinn eva Michelsen,
ásamt góðu teymi, unnið hörðum
höndum að því að standsetja hús-
næði í Kópavogi og gera það klárt
fyrir eldstæðið, deilieldhús fyrir
matarfrumkvöðla, smáframleiðend-
ur og áhugasama matgæðinga. eld-
stæðið er nú komið með starfsleyfi
og fyrstu framleiðendur að hefja
þar starfsemi. „Við erum afskaplega
ánægð með viðtökurnar sem við
höfum fengið og streyma inn alls-
konar fyrirspurnir í tengslum við
aðstöðuna og hvað sé hægt að gera
þar,“ segir eva.
Icelandic Startups tilkynnti á
dögunum að valin hefðu verið tíu
sprotafyrirtæki úr hópi 70 umsókna
til þátttöku í tíu vikna viðskipta-
hraðli fyrir nýjar lausnir í landbún-
aði, haftengdum iðnaði og smá-
sölu sem hefur göngu sína í byrjun
næstu viku. Stór hluti þeirra lausna
byggir á framleiðslu og vinnslu
matvæla og hefur Matarauður Ís-
lands veitt eldstæðinu styrk til að
taka á móti hópnum án endurgjalds
meðan á hraðlinum stendur. „Við
erum afskaplega stolt og þakklát
að geta unnið með frumkvöðlun-
um sem taka þátt í viðskiptahrað-
linum,“ bætir eva við.
„Markmiðið með hraðlinum
er að aðstoða frumkvöðla við að
byggja upp næstu kynslóð fyrir-
tækja með því að veita þeim fag-
lega undirstöðu og hraða ferlinu
frá því að hugmynd kviknar þar
til viðskipti taka að blómstra. Að-
gangur að eldstæðinu er því kær-
komin og mikilvæg viðbót við verk-
efnið,“ segir Salóme Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Icelandic
Startups, sem hefur umsjón með
hraðlinum í samstarfi við Íslenska
sjávarklasann með stuðningi Nettó,
Matarauðs Íslands og Landbúnað-
arklasans.
Um þessar mundir er verið að
vinna úr öllum þeim umsóknum
sem eldstæðinu hafa borist. Til
stendur að hafa opið hús þegar að-
stæður leyfa þar sem áhugasömum
gefst tækifæri til að kynna sér að-
stöðuna og það sem eldstæðið hef-
ur upp á að bjóða. Nánari upplýs-
ingar eru að finna á www.eldstæðið.
is og samfélagsmiðlum. mm
Þemadagar í átthagafræði á
mið- og unglingastigi í Grunn-
skóla Snæfellsbæjar voru dagana
9. og 10. september. Ýmis verk-
efni tengd námsskrá skólans í átt-
hagafræði voru unnin þessa daga
og lögð áhersla á upplifun og úti-
veru. Nemendur í 6. og 7. bekk
fóru t.d. í fjöruferð á Fróðárrif þar
sem þeir tíndu rusl úr fjörunni og af
fjörukambinum. Þeir unnu saman í
litlum hópum og héldu skrá yfir það
sem fannst og þar var ýmislegt sem
vakti athygli. Þótti þeim athyglis-
vert hvað fannst mikið af skófatn-
aði, allt frá heilum skóm yfir í staka
hæla og sóla. Nemendur voru mjög
áhugasamir um verkefnið og lögðu
mikið á sig við að losa netadræsur
og bera sjórekið timbur langar leið-
ir. Alls tíndu nemendur 230 kg úr
fjörunni.
þa
Í fjöruhreinsun í átthagafræðináminu
Feed the Viking - Þátttakendur í hraðlinum árið 2019.
Eldstæðið opnar dyr fyrir matarfrumkvöðla
Sanddæling í gangi utan við innsiglinguna í Ólafsvíkurhöfn.
Dýpktunarframkvæmdir í höfnum Snæfellsbæjar
Hér er Dísa að dæla
sandi í uppfyllinguna
í Ólafsvíkurhöfn.
Áætluð verklok eru
fyrir áramót.
Misjafnar heimtur hjá
frístundabændum