Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Síða 4

Skessuhorn - 23.08.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Rifjum upp trixin í skúffunni Þegar þetta er skrifað á þriðjudegi er þriðja bylgja kórónuveirunnar hafin af krafti. Nú hefur svokallað grænt afbrigði veirunnar, sem upprunnið er frá frönsku ferðafólki sem kom sér undan skimun, náð að lauma sér víða um samfélagið og virðist hafa kraumað í skúmaskotum um tíma. Nú allt í einu hefur veiran því náð að breiða úr sér á nokkrum dögum þannig að hin raun- verulega ógn sem við upplifðum síðasta vor krælir á sér að nýju. Smit breiðist nú með ógnarhraða samhliða auknu samneyti fólks í skólum, líkamsræktar- stöðvum, öldurhúsum, sjúkrastofnunum og líklega á miklu fleiri stöðum sem ekki hafa verið nefndir. Það sem skilur að þessa þriðju bylgju veirunnar frá þeirri fyrstu er að fólk virðist veikjast minna. Kannski er skýringin sú að al- mennt er það yngra fólk sem nú ber veiruna, en meðalaldurinn er nú 41 ár, og verður því ekki eins veikt og þeir sem eldri eru og hafa auk þess aðra und- irliggjandi sjúkdóma. Allavega er líkleg ástæða að margir telji veiruna vera venjulega kvefpest og geri því ekkert í málunum – annað en að breiða ómeð- vitað út smit. Nú sem fyrr er því mikilvægast af öllu að hver og einn passi upp á eigin sóttvarnir. Haldi í heiðri fyrirmæli um hæfilega fjarlægð frá öðru fólki, hafi sprittbrúsann nánast sem staðalbúnað í bílnum eða vasanum, beri grímur í mannmergð og gæti þess að vera að ekki að káfa á fleiru en nauðsynlegt er, svo sem í verslunum og öðrum fjölförnum stöðum. Forsvarsmenn verslana mættu alveg taka sig á að nýju, því mér finnst nokkuð hafa vantað upp á sótt- varnir í þeim að undanförnu. Tómir sprittbrúsar og enginn að gæta að sótt- hreinsun á innkaupakerrum, svo dæmi séu tekin. Þar að auki eru sífellt fleiri verslanir að taka upp sjálfsafgreiðslukerfi sem síst er til að bæta sóttvarnir. Sökum þess að veiran breiddist út á Akranesi í síðustu viku í gegnum lík- amsræktarstöð bæjarins hefur mörgum verið gert að sæta sóttkví síðustu daga. Þeir áttu að fara í skimun í gær, þriðjudag, og í dag ætti niðurstaðan að liggja fyrir. Vonandi fjölgar ekki stjarnfræðilega í hópi smitaðra og vonandi náum við að koma í veg fyrir aukna útbreiðslu smits þannig að samfélagið lamist ekki meira og minna næstu vikurnar. Í framhaldsskólum var strax um helgina ákveðið að nemendur lærðu heima í þessari viku, en í Borgarnesi, þar sem ekki hefur verið greint smit í þessum umgangi, mæta allir í skólann með grímu fyrir vitum. Stjórnendur skólanna hafa þannig sýnt röggsemi og taka mið af aðstæðum. Unga fólkið kann flest á því tökin að stunda heimanám og kippir sér því ekki upp við breytinguna. Öllu erfiðara er fyrir eldra fólk og þá sem háðir eru þjónustu annarra að þurfa á nýjan leik að takmarka sam- skipti sín við aðra. Almennt finnst mér Íslendingar hafa tekið af skynsemi og festu á sótt- vörnum og ráðstöfunum vegna kórónuveirunnar, nánast allt þetta ár. Við vorum heppnari með stjórnvöld en íbúar margra annarra landa víðs vegar um heiminn og er ég þá ekki endilega að tala einungis um lönd með appels- ínugulhærða forseta. efnahagslega er okkur auk þess auðveldara að takast á við faraldurinn en t.d. íbúum vanþróaðra og fátækra ríkja. Því þótti mér vænt um að sjá frétt þess efnis að Íslendingar og Norðmenn hafa ákveðið að kosta kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni gegn veirunni fyrir vanþróuð lönd, þ.e.a.s. þegar búið verður að finna það upp. Ég kýs að rifja það upp sem ein ágæt kona sagði í blaðaviðtali í mars síð- astliðnum. Hún uppskar að vísu engin sérstök fagnaðarlæti, þegar hún sagði það skoðun sína að veiran yrði í samfélaginu þar til bóluefni yrði fundið upp gegn henni. Svo virðist sem hún hafi hitt naglann á höfuðið. Veira þessi mun verða á sveimi eitthvað lengur, mánuði eða jafnvel ár, koma í bylgjum og fara. Meðan svo er verðum við því áfram að sýna allt í senn; þolinmæði, staðfestu, fara að leiðbeiningum um smitvarnir og að sjálfsögðu að hlýða Víði. Hvert og eitt okkar gætir ítrustu varfærni í samskiptum við annað fólk. Í stuttu máli þurfum við að rifja upp öll þau trix sem sóttvarnaryfirvöld og stjórnvöld kenndu okkur síðasta vor. Þetta er nefnilega ekki búið, verður það ekki fyrr en búið verður að þróa bóluefni og koma því á markað. Magnús Magnússon Þessa dagana er unnið að uppsetn- ingu kantljósa í Hvalfjarðargöng- um. Um er að ræða LeD ljós sem er komið fyrir meðfram vegarköntum ganganna, ásamt uppsetningu stjórn- búnaðar. Það er fyrirtækið Orkuvirki sem annast framkvæmdina en undir- verktaki þeirra er Sagtækni, sem sér um að saga fyrir streng og bora fyrir ljósunum. Ljósin verða alls 506 tals- ins og sett upp með 25 metra milli- bili ofan á steyptri vegöxl, rétt fyr- ir ofan kantsteininn. „Uppsetning- in verður bylting í umferðaröryggi í göngunum,“ segir í frétt á vef Orku- virkis. Unnið verður að uppsetningu ljósanna frá kl. 22:00 til 7:00 sunn- udaga til föstudaga næstu vikur. eru vegfarendur sem eiga leið um göngin á þessum tímum beðnir að aka varle- ga og sýna tillitssemi á meðan fram- kvæmdum stendur. Áætluð verklok eru 15. október, að því er Vegagerðin hafði áður gefið út. kgk Vinna við endurgerð skólalóðar Brekkubæjarskóla á Akranesi hófst fyrir helgi. Um er að ræða fyrsta áfanga verksins, en í honum felst m.a. ný aparóla, körfuboltavöllur og ný leiksvæði, ásamt gróðursetn- ingu. Það er Inga Rut Gylfadótt- ir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sem er hönnuður verksins en það er unnið af Se Garðyrkju ehf. „Nem- endur og starfsfólk Brekkubæjar- skóla hefur beðið óþreyjufullt eft- ir því að vinna við endurgerð lóð- ar hæfist og því er mikil ánægja og tilhlökkun innan skólans að fram- kvæmdir séu hafnar við þennan fyrsta áfanga,“ segir um málið á vef Akraneskaupstaðar. kgk Horfur atvinnulífs í Stykkishólmi voru til umræðu á fundi atvinnu- vega- og nýsköpunarnefndar bæj- arins fimmtudaginn 10. septem- ber síðastliðinn. Formaður gerði grein fyrir stöðu fyrirtækja í bæn- um næstu mánuði, á grundvelli at- hugunar bæjarskrifstofu Stykkis- hólmsbæjar. Í máli hans kom fram að þrengingar væru í ferðaþjón- ustu vegna Covid-19, en hugsan- lega færi að rofa til með vorinu. Þá hefði starfsemi í sjávarútvegsgrein- um dregist saman að undanförnu vegna þrengri útflutningsmark- aða, sem einnig má rekja til heims- faraldursins. Hins vegar væri stað- an í byggingariðnaði mjög góð og opinber þjónusta og önnur þjón- usta í góðu jafnvægi. Nefndin hvetur íbúa í Stykkis- hólmi til að beina viðskiptum sín- um til fyrirtækja í bænum eins og unnt er, með það fyrir augum að verja störf sem kunna að vera í hættu. kgk Maður féll af hestbaki skammt frá Hellissandi síðastliðinn laugar- dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum til að sækja manninn, að beiðni Lög- reglunnar á Vesturlandi. Lenti hún á flugvellinum í Rifi kl. 14:23 og flutti manninn til Reykjavíkur. ekki er vitað hvort áverkar mannsins eru alvarlegir. kgk Þyrla Land- helgisgæslunnar á leið á Snæfellsnes. Ljósm. Landhelgisgæslan. Sóttu knapa á þyrlunni Í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. Hvetja íbúa til að skipta við heimamenn Unnið á lóð Brekkubæjarskóla. Ljósm. Akraneskaupstaður. Endurgerð skólalóðarinnar hafin Unnið við kantlýsingu Hvalfjarðarganga. Ljósin má sjá til hægri í mynd. Ljósm. Orkuvirki. „Bylting í umferðaröryggi í göngunum“

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.