Skessuhorn - 23.08.2020, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 2020 9
EB Flutningar
Sækjum vörur í allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu
og komum heim að dyrum sama kvöld á Akranesi.
Einnig er ferð kl. 10 úr Reykjavík.
Tökum einnig að okkur búslóðaflutninga.
Hafið samband í síma 788-8865
Safnahús Borgarfjarðar
Mánudagurinn 28. september er upphafsdagur nýrrar sýningar sem nefnist
Síðasta sýningin. Þar má sjá fjölbreytt verk eftir Guðmund Sigurðsson
myndlistarmann og fyrrverandi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi.
Guðmundur er á 85. aldursári og segir þetta verða sína síðustu sýningu og
vel við hæfi að halda hana í Borgarnesi þar sem hann bjó í rúm fjörutíu ár.
Sýningin er í Hallsteinssal. Ekki verður um formlega opnun að ræða vegna
aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar.
Verið velkomin
Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að
Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er
13.00-18.00 virka daga. Ókeypis
aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.
433 7200 - www.safnahus.is
Verk Guðmundar Sigurðssonar
28.09. - 27.10. 2020
Síðasta sýningin
Garða- og
Saurbæjarprestakall
Miðvikudagar í Akraneskirkju
Bænastund alla miðvikudaga kl. 12.15
Súpa í Vinaminni eftir stundina
Opið hús verður tvo miðvikudaga
í mánuði í vetur (2. og 4. miðvikud. í mán.)
30. sept. Bingó, spjall og söngur
Pétur Jóhannesson stjórnar
14. okt. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir
kennir gömlu dansana
28. okt. Bingó, spjall og söngur
Pétur Jóhannesson stjórnar
11. nóv. Hallgrímur Ólafsson leikari
kemur í heimsókn
25. nóv. Bingó, spjall og söngur
Pétur Jóhannesson stjórnar
9. des. Starfsfólk kirkjunnar í aðventu-
skapi og leikur á alls oddi
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2020
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudagurinn 1. október
Föstudagurinn 2. október
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
02
0
Á mánudaginn var altaristafla Akra-
neskirkju tekin niður til forvarn-
ar og viðgerðar. Skagamaðurinn
Bjarni Skúli Ketilsson listmálari,
Baski, tók að sér viðgerð á mál-
verkinu og mun hann vinna verk-
ið í húsnæði gamla Iðnskólans við
Skólabraut. Baski hefur sérhæft sig
í lagfæringum á eldri málverkum
samhliða listsköpun sinni í Hol-
landi. Hann býst við að vinnan taki
um tvo mánuði, verði í síðasta lagi
lokið fyrir næstu jól. Um vandaverk
er að ræða þar sem bakhlið verks-
ins er fyrst hreinsuð og striginn
lagfærður samkvæmt kúnstarinnar
reglum. Til fyrsta hluta verksins fær
hann sér til aðstoðar hollenska sam-
starfskonu sína. eftir það tekur við
mikil nákvæmnisvinna við hreins-
un og skerpingu sjálfs málverksins.
Sérstök efni eru notuð þegar göm-
ul málverk sem þessi eru lagfærð,
meðal annars olíulitir með mjög lít-
illi olíu til að halda réttu áferðinni
og forðast t.d. skarpan mun milli
nýrra og gamalla lita. Altaristafl-
an er nokkuð sprungin enda fyrstu
árin geymd í óupphituðu húsnæði
Garðakirkju þar sem rakastig var
mjög breytilegt. Þá eru litir í mynd-
inni farnir að fölna, einkum efri
hluti verksins. Auk þess hefur ná-
lægt við kerti; vax og hita í tímans
rás, sett mark sitt á myndina.
Altaristaflan í Akraneskirkju er
150 ára og því eldri en kirkjan sjálf.
Verkið prýddi upprunalega Garða-
kirkju en var síðar flutt á hestvagni
upp á Akranes þar sem það hefur
verið síðan. Sigurður Guðmunds-
son málaði myndina sem eftirmynd
af altaristöflunni sem enn þann dag
í dag prýðir Dómkirkjuna í Reykja-
vík. Upphaflega stóð til að Baski
myndi stækka ljósmynd af altaris-
töflunni í raunstærð til að koma
fyrir í rammanum og hafa sem alt-
aristöflu í kirkjunni meðan viðgerð
stæði yfir. Hann ákvað hins vegar að
mála aðra mynd eftir þeirri gömlu.
Það verk segist hann hafa málað
með svipuðum aðferðum og lista-
menn fyrri tíma beittu. eftirmynd-
in er því býsna lík frummyndinni.
Aðspurðum um hvað hann hyggist
gera við eftirmyndina þegar viðgerð
á gömlu myndinni lýkur, segir Baski
að hún verði einfaldlega föl.
mm
Altaristafla Akraneskirkju tekin
niður til viðgerðar
Baski er hér með altaristöfluna eftir að búið var að ná henni úr rammanum.
Guðmundur Sigurðsson og Bjarni Skúli bera málverkið frá kirkjunni og í gamla
Iðnskólann þar sem forvörn og lagfæringar á verkinu verða unnar.
Hér er verið að losa bakhlið altaristöflunnar þannig að ná mætti myndinni úr
rammanum.
Pappír borinn við rammann til að undirbúa að koma eftirmynd altaristöflunnar
fyrir.