Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Page 12

Skessuhorn - 23.08.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 202012 Heimili Guðmundar Sigurðssonar og Hildar Þorsteinsdóttur stend- ur á gróðurvaxinni og fallegri lóð í Garðabænum. Þegar inn er kom- ið má sjá fjölbreytt listaverk um alla veggi eftir listamenn alls staðar að úr heiminum. „endilega skoðaðu þig um,“ sagði Guðmundur við blaðamann um leið og hann rað- aði kræsingum á bakka og hafði til kaffi með aðstoð Hildar. Við feng- um okkur sæti á litlu notalegu lofti með yfirsýn yfir fallegu stofu þeirra hjóna og ræddum um listina og líf- ið. Guðmundur bendir á stórt mál- verk í miðri stofunni og segir: „Ég var einu sinni með þessa á sýningu og það kom þangað kona með lít- inn strák, svona 6-7 ára. Hann stóð fyrir framan myndina og segir við mömmu sína að hann hafi aldrei séð svona fallega mynd áður. Og ég trúði honum,“ segir Guðmund- ur og hellir kaffi í bollana. erindi heimsóknarinnar var myndlistar- sýning með verkum Guðmundar í Hallsteinssal sem opnuð verður í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkom- andi mánudag. Kynntist listinni á Hornafirði Guðmundur ólst upp á Hornafirði til átta ára aldurs. Þar bjó fjölskyld- an í sama húsi og myndlistarmað- urinn Höskuldur Björnsson. „Þetta var á stríðsárunum og þá var afskap- lega lítið til í verslunum. Höskuld- ur málaði mjög mikið með vatnslit- um sem voru í litlum ferköntuðum dollum. Þegar það var bara smá eft- ir af lit í hornunum á dollunum, og hann nennti ekki að nota þær leng- ur, gaf hann okkur krökkunum þær. Hann gaf okkur líka pensla sem voru orðnir of slitnir fyrir hann. Við stóðum svo yfir honum og fylgdumst með þegar hann var að mála og svo reyndi maður að gera eins, með alveg frábærum árangri eins og hægt er að ímynda sér,“ seg- ir Guðmundur og hlær. Of mikill dreifbýlingur fyrir blokkina Móðir Guðmundar var mikið veik þegar hann var lítill og man hann lítið eftir henni öðruvísi. Sökum veikindanna ákvað fjölskyldan að flytja til Reykjavíkur þegar Guð- mundur var átta ára. „Móðir mín fór á undan og hún lést reynd- ar áður en ég kom svo til Reykja- víkur. en í Reykjavík þótti mér aldrei gaman,“ segir hann. „Ég var of mikill dreifbýlingur í mér fyrir borgarlífið. Það var svo mikil frels- isskerðing að koma beint af bryggj- unni, þar sem maður hafði eytt tím- anum í að veiða og leika sér, í blokk í Reykjavík. en kannski má segja að þetta hafi magnað upp föndur- vinnuna hjá manni. Maður þurfi að finna sér eitthvað að gera og ekki var hægt að vera bara alltaf úti svo maður var bara inni að mála,“ bæt- ir hann við. Guðmundur er kennari að mennt og kenndi hann í eitt ár í Njarðvík sem ungur maður áður en hann tók við stöðu skólastjóra í Grindavík þar sem hann var í eitt ár. „Skólastjórinn fór í árs frí og það vantaði mann í hans stað. Ég var svona kaldur og djarfur unglingur sem treysti sér í hvað sem var og ákvað að taka starfið að mér,“ segir Guðmundur og hlær. Næst lá leið- in í Borgarnes þar sem hann tók við stöðu kennara í Grunnskólanum í Borgarnesi og varð síðar skólastjóri. „Við svona rétt skruppum í Borgar- nes í 43 ár,“ segir hann kíminn. Upphafsmaður körfu- boltans í Borgarnesi Guðmundur kunni vel við sig í Borgarnesi og tók hann þar þátt í uppbyggingu körfuboltans innan Skallagríms en hann hafði einnig komið af stað körfuboltanum bæði í Njarðvík og Grindavík. „Ég hef alltaf verið dálítið í íþróttum. Ég tók meira að segja þátt í víðavangs- hlaupi einu sinni. Ég stóð mig ekki vel,“ segir Guðmundur og bros- ir. „Svo tók ég eiginlega bara ást- fóstri við körfuboltann og lét setja upp körfuboltaspjöld í Krossin- um í Njarðvík og byrjaði að kenna þar. Þegar ég kom til Grindavíkur gerði ég svo það sama en í Borgar- nesi voru komnar upp körfur svo ég þurfti ekki að koma þeim upp áður en ég byrjaði að kenna,“ segir Guð- mundur sem byrjaði að bjóða upp á skipulagðar æfingar innan Skalla- gríms fljótlega eftir að hann flutti í Borgarnes. „Það var mikill munur á skóla- haldi í Borgarnesi og í Grindavík. Borgarnes er iðnaðarbær og þar var hugsun allra að það væri gott að læra til að eignast betra líf. Í Grindavík var sjórinn og frystihúsið og skól- inn var bara að tefja fyrir. Krakk- ar gátu farið beint í frystihúsið að vinna og fengið gott kaup í staðinn fyrir að hanga svona yfir bókum. Þó voru vissulega inn á milli góð- ir námsmenn sem vildu læra. Þetta var bara allt öðruvísi en hugsunin í Borgarnesi,“ segir Guðmundur. Virkur í félagi trérennismiða Í Borgarnesi var Guðmundur virk- ur í ýmsu félagsstarfi og var hann um tíma formaður Ungmennasam- bands Borgarfjarðar auk þess sem hann tók þátt í sveitarstjórnarmál- um og var lengi sóknarnefndarfor- maður. „Ég var allt í öllu á þess- um tíma og fékk líka eiginlega al- veg nóg. Þegar ég flutti ákvað ég að skrúfa alveg fyrir og halda mig frá öllu félagabasli - og hef staðið við það að mestu. Ég er reyndar með- limur í tveimur félögum og hef ver- ið lengi, annars vegar í Myndlistar- félagi Garðabæjar og svo Trérenni- smiðafélaginu,“ segir Guðmund- ur. Aðspurður segist hann þó ekki vera smiður að mennt. „Ég lenti nú í söginni með fingurnar einu sinni. Það var hægt að tjasla þeim svona saman aftur þó þeir séu nú frek- ar skrítnir núna og ekki mikið líf í þeim. en þegar þetta gerðist sagði mágur minn mér að ég væri nú loksins orðinn smiður, svo kannski er ég það bara,“ segir Guðmundur. en hvernig endaði hann í félagi tré- rennismiða? „Félagið fer alltaf í ár- legar ferðir og í einni slíkri ferð var farið í Borgarnes og var þá komið á sýningu hjá mér þar sem ég var að sýna verk sem ég málaði nán- ast eingöngu á tré. Þeir sögðu mér að ég ætti fullt erindi í félagið svo ég gekk í það. Þetta er í sjálfu sér mjög merkilegt félag en það telur um 200 félagsmenn, þar af svona 6-8 konur. Þetta er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, en þó mest eldra fólk sem er komið á eftirlaun og er að leita að dundi. Yfir vetrar- tímann hittumst við einn laugardag í mánuði og á hverjum fundi mæta um 70-100 manns. Ég þekki ekkert félag sem er jafn virkt,“ segir Guð- mundur. Uppáhalds listamaður- inn alvöru snillingur Við snúum spjallinu því næst að myndlistinni. Hvað er það sem Guðmundi þykir sjálfum skemmti- legast að mála? „Það er ekkert ein- falt að svara. Ætli það sé ekki bara að gera alltaf eitthvað nýtt. Ég er lítið fyrir að mála það sama í mörgum útfærslum, þó vissulega komi það fyrir að eitthvað festist í manni,“ svarar hann. „Þegar ég skoða sjálfur list eftir aðra horfi ég á verkið og spái í því hversu mikil hugsun og vinna fór í það. ef það er eitthvað sem er málað á fimm mínútum er ég ekki hrifinn en ef ég sé að það er mikil vinna á bakvið verkið finnst mér það mun áhuga- verðara,“ segir hann og bætir við að uppáhalds listamaðurinn hans sé Spánverjinn Salvador Dalí. „Hann gerir mjög sérstök verk sem að- eins alvöru snillingur gæti gert,“ segir hann. Aðspurður segist hann enn draga fram pensilinn ann- að slagið þó skiptunum hafi fækk- að með árunum. „Að vera í þessu félagi myndlistarmanna í Garðabæ heldur manni aðeins við efnið. Við erum með sýningar á hverju vori og hausti auk þess að við setjum upp sýningu á Jónsmessunni við göngu- stíg sem liggur hér með ströndinni í Garðabæ. Ég reyni alltaf að eiga verk til að setja upp á þessum sýn- ingum,“ segir hann og bætir við að á vor- og haustsýningunum fái hver meðlimur félagsins pláss fyrir eitt listaverk. „Á sýningunum er alltaf eitthvað eitt þema ákveðið en hver listamaður hefur svo frjálsar hend- ur með að túlka það þema í sínu verki,“ segir Guðmundur. Sýningin opin til 27. október eins og fram hefur komið opnar Guðmundur sýningu í Hallsteins- sal í Safnahúsi Borgarfjarðar næst- komandi mánudag en þar mun hann sýna ýmis verk sem hann hef- ur málað síðasta áratuginn. Sýning- in nefnist „Síðasta sýningin“ en er þetta í síðasta sinn sem hann ætlar að setja upp einkasýningu í Borg- arnesi. Guðmundur hefur í gegn- um árin haldið ellefu einkasýningar auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. „Ég hef ekki tölu á öllum samsýningunum sem ég hef tekið þátt í en ég hef sýnt hér á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.“ Sýningin er sölusýning og verð- ur opin til 27. október. Í ljósi að- stæðna í samfélaginu nú verður engin formleg sýningaropnun. arg Síðasta sýningin verður opnuð í Hallsteinssal á mánudaginn Rætt við Guðmund Sigurðsson fyrrum skólastjóra og myndlistarmann Guðmundur gerir ekki aðeins málverk. Hann hefur einnig gert fjölda fugla úr tré og hér heldur hann á einum jaðrakan. Guðmundur Sigurðsson tók vel á móti blaðamanni á heimili sínu í Garðabæ í síðustu viku. „Ég var einu sinni með þessa á sýningu og það kom þangað kona með lítinn strák, svona 6-7 ára. Hann stóð fyrir framan myndina og segir við mömmu sína að hann hafi aldrei séð svona fallega mynd áður. Og ég trúði honum,“ segir Guðmundur og bendir á verkið. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.