Skessuhorn - 23.08.2020, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 2020 13
Veiðifélag Haukadalsár neðri hyggur á endurbætur og stækkun
á núverandi veiðihúsi í Haukadal.
Endurbætur felast í nýju eldhúsi, ásamt endurbyggingu á gólfi,
veggjum og lofti.
Stækkun/viðbygging; verður u.þ.b. br.40m²
Áhugasamir fagmenn/verktakar hafi samband við;
arkteikn slf. - sími 897 9131 - netfang gislisam@internet.is
Veiðihús Haukadalsá neðri
Dalabyggð
ENDURBÆTUR OG STÆKKUN
Núverandi
Eftir stækkun
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Hundaeigendur
athugið
Af gefnu tilefni eru hundaeigendur minntir á að lausaganga
hunda er algjörlega bönnuð innan bæjarmarkanna þar með
talið Langisandur, Garðalundur og Klapparholt.
Virðum reglur og tökum tillit til þeirra sem af einhverjum
ástæðum eru óöruggir í nálægð hunda.
Einnig er mikilvægt að muna að hafa með sér poka þegar farið
er með hundana í gönguferð og hirða upp eftir þá. Verum til
sóma í umgengni um bæinn.
Háskólinn á Bifröst hefur ákveð-
ið að bjóða fólki að hefja háskóla-
nám nú á haustmánuðum. Í ljósi
ástandsins í þjóðfélaginu opnar skól-
inn fyrir möguleika á námi í seinni
lotu haustannar sem hefst mánudag-
inn 19. október nk. „Boðið verður
upp á einingabær námskeið bæði í
grunn- og meistaranámi sem nýtast
í áframhaldandi nám eða símenntun.
Nemendur geta skráð sig í stök nám-
skeið í gegnum símenntunarmiðstöð
skólans. Námskeið þessi eru kennd
í grunn- og meistaranámi skólans.
Nemendur geta í framhaldinu, eða
um næstu áramót sótt um formlega
skólavist á Bifröst óski þeir þess.
Námskeiðin sem hægt er að taka nú
verða þá metin inn í námsferil nem-
andans ef viðkomandi hefur formlegt
nám á Bifröst,“ segir í tilkynningu.
Þátttakendur í þessu haustnámi
þurfa að uppfylla aðgangsviðmið
háskóla en hugsunin er sú að nám-
skeið þessi geti verið fyrsta varðan á
háskólagöngu viðkomandi á Bifröst.
„Hér er sem sagt um að ræða nokk-
urs konar glugga fyrir fólk til að hefja
háskólanám á miðri önn. Þeir sem
ekki innritast formlega í Háskólann
á Bifröst fá skjal frá símenntuninni
um að viðkomandi hafi lokið nám-
skeiðinu.“
mm/ Ljósm. James Einar Becker.
Landbúnaðarháskóli Íslands tekur
þátt í stóru evrópuverkefni, Future
Arctic, sem hlotið hefur 700 millj-
óna króna styrk til fjögurra ára. Um
er ræða stóra rannsókn á þurrlend-
isvistkerfum. Markmið verkefn-
isins er að skoða hvernig íslenskt
graslendi og skógar bregðast við
breytingum í loftslagi og loftgæð-
um. Í verkefninu er rannsóknarað-
staða skólans að Reykjum í Ölfusi
nýtt til þjálfunar fimmtán doktors-
nema í vistfræði, erfðafræði, lífeðl-
isfræði, verkfræði og tæknifræði.
Auk þeirra doktorsnema sem eru
innritaðir í LBHÍ eru nemendur
innritaðir við aðra háskóla, svo sem
í Austurríki, Belgíu, Danmörku,
eistlandi og á Spáni. Auk þessara
háskóla koma sex einkafyrirtæki að
þjálfun nemanna, svo sem dróna-
fyrirtækið Svarmi ehf.
„Ástæða þess að verkefnið er
unnið hérlendis er sú að eftir Suð-
urlandssjálftann í maí árið 2009
röskuðust jarðhitakerfi á um fjög-
urra km löngu svæði á Reykjum.
Berggrunnur undir áður köldum
svæðum tók þá að hitna, bæði undir
náttúrulegum graslendum og rækt-
uðum skógum. Þetta skapaði ein-
staka náttúrulega tilraun um hvað
gerist í náttúrunni í kjölfar hlýn-
unar. Árið 2011 hófst forverkefni á
svæðinu sem fékk nafnið ForHot.
Var það samstarfsverkefni LBHÍ,
Rannsóknastöðvar skógræktar á
Mógilsá, Náttúrufræðistofnun-
ar, Háskólans á Akureyri og Há-
skóla Íslands. Fyrstu niðurstöður
þess verkefnis voru kynntar á ráð-
stefnum erlendis og kviknaði mik-
ill áhugi í kjölfarið,“ segir í tilkynn-
ingu frá LbhÍ.
Í dag eru þátttakendur í þessum
rannsóknum á Reykjum alls 51 vís-
indamaður, sjö nýdoktorar og 22
doktorsnemar og þrír meistara-
nemar frá 31 stofnun og háskól-
um frá 15 löndum, þar af 13 evr-
ópulöndum. „Þetta er því ein allra
stærsta náttúrufræðirannsókn sem
er í gangi á Íslandi í dag.“ mm
Býðst að hefja nám á miðri önn
Viðamikil náttúrufræðirannsókn
Heilbrigðisráðherra féllst í lok síð-
ustu viku á tillögu sóttvarnalækn-
is um að loka skemmtistöðum og
krám á höfuðborgarsvæðinu, tíma-
bundið í fjóra daga frá 18. – 21. sept-
ember. Þetta er gert til að sporna
við útbreiðslu COVID-19. Reglu-
gerð heilbrigðisráðherra þessa efn-
is hefur þegar tekið gildi. Strax um
helgina þótti svo ljóst að framlengja
þyrfti bannið og er það nú í gildi til
27. september. nk.
Lokunin tekur til kráa og
skemmtistaða í Reykjavík, Mos-
fellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ,
Kópavogi, Kjósarhreppi og á Sel-
tjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar
nr. 1277/2016 eru taldar upp og
skilgreindar mismunandi tegundir
veitingastaða. Í tilvikum þar sem
staðir eru með rekstrarleyfi fyrir
fleiri tegundum veitingastaða en
krám og skemmtistöðum er áfram-
haldandi starfsemi heimil hvað þær
tegundir varðar. Þannig geta veit-
ingastaðir sem í rekstrarleyfi eru
skráðir sem veitingahús eða kaffi-
hús, haldið áfram starfsemi á þeim
grundvelli, en kráar- og skemmti-
staðastarfsemi er óheimil.
mm
Krám og skemmtistöðum á höfuð-
borgarsvæðinu lokað tímabundið