Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Side 18

Skessuhorn - 30.08.2020, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202018 10 ÁRA LENGRI OPNUN 13-21 LENGRI OPNUN FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 13- 21 Dalbraut 16 Akranesi www.smaprent.is NÝJAR VÖRUR TILBOÐ Á VINSÆLUM VÖRUM Opnunartími: Mán-fös 14-17 / lau 13-16 Grunnskóli Snæfellsbæjar, í sam- starfi við Bókasafn Snæfellsbæjar, stóð fyrir sumarlestri í fjórða sinn nú í sumar. Markmiðið með sum- arlestri er að hvetja börn til lest- urs og að njóta góðra bóka ásamt því að viðhalda færni sína í lestri milli skólaára. Að þessu sinni var sumarlesturinn í formi lestrarpóst- korts fyrir 1. til 4. bekk og 5. til 9. bekk þar sem áhersla var lögð á lestur. Alls var lesin 45.621 blaðsíða og hefur þátttaka í sumarlestrinum aukist ár frá ári, en 75 póstkortum var skilað inn að þessu sinni og var dregið úr þeim í síðustu viku. Að þessu sinni voru veitt pen- ingaverðlaun. Þau sem voru dreg- in út voru Oliver Mar Jóhannsson í 3. bekk, Ísey Fannarsdóttir í 5. bekk, Stefanía Klara Jóhannsdóttir í 8. bekk og patrycja Stepinska í 10. bekk. þa Sumarlestri lokið í Snæfellsbæ Þegar Skagamaðurinn Lárus Beck Björgvinsson sótti um inngöngu í Leiklistarskólann árið 2011, og átti sér draum um leiklistarferil, kom honum ekki til hugar að þess í stað hæfist nýtt ævintýr í Mið-Austurlöndum sem átti eftir að breyta öllum hans framtíðar- áformum. Lárus fékk snemma áhuga á leiklist en hann hafði tekið þátt í nokkrum verkefnum Leiklistarklúbbs NFFA en útskrifaðist síðan af leiklist- arbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ, en sá skóli var sá eini á landinu sem bauð þetta nám. „Ég sótti um í Leik- listarskólanum árið 2011 og komst ekki inn í það skiptið en einungis 8-10 manns komust inn í skólann af um eitt hundrað sem sóttu um. Auk þess sem ekki eru teknir inn nemendur á hverju ári. Það er því nálarauga sem þarf að fara í gegnum til þess að komast inn.” sagði Lárus. „Þá gerðist það að fað- ir minn sá auglýsingu frá flugfélag- inu Qatar Airways um að félagið væri að leita eftir flugliðum og áhugasamir gætu komið á kyningarfund á Íslandi í janúar 2014.“ Strangar reglur Í Lárusi blundaði ævintýraþrá og „Að aðlagast nýrri menningu og siðum var mjög krefjandi“ Rætt við Lárus Beck sem um tíma starfaði sem flugliði í Katar löngun til þess að skoða sig um á fjar- lægum og framandi slóðum. Hann vildi auk þess nýta tímann meðan hann væri frjáls og óbundinn og það væri því kjörið tækifæri að gerast flug- liði á framandi slóðum. Hann sló því til og mætti í viðtal hjá fulltrúm Qat- ar Airways. Leist strax vel á það sem þeir höfðu að bjóða og gekk frá ráðn- ingu og hugsaði sér að starfa hjá þeim í a.m.k. tvö ár. „Við vorum fjögur frá Íslandi sem réðum okkur hjá félaginu, ég og þrjár stelpur. Hófst nú mik- ið ferli. Við urðum að fara í læknis- skoðanir og gert að framvísa ítarleg- um gögnum um heilsufar okkar, sem allt gekk að óskum. Við héldum svo til Katar í apríl 2014. Eins og gefur að skilja voru viðbrigðin mikil að koma til landsins héðan frá Íslandi og aðlagast nýrri menningu og siðum. Reglur og fyrirmæli flugfélagsins voru krefjandi fyrir okkur starfsfólkið. Okkur var út- veguð íbúð í Doha, höfuðborg lands- ins, og voru við tveir saman í íbúð. Auk mín strákur frá tékklandi. Regl- ur voru strangar og við urðum að vera komnir heim ekki seinna en klukkan ellefu á kvöldin fyrstu tvo mánuðina á meðan við vorum í þjálfun, sem var framandi fyrir unga menn. Áfengis- bann var eins og tíðkast hjá múslim- um og ekki mátti sjást að þú værir undir áhrifum á almannafæri og voru þung viðurlög við því.“ Langar flugleiðir „Við tók tveggja mánaða þjálfun á flugvélar félagsins. Farið var yfir ör- yggismál og þjónustu. Katar Airwa- ys gerir strangar kröfur sem hágæða flugfélag og verkefnin voru frá al- mennri umönnun farþega og í það að búa til ljúffenga kokteila í flug- inu. Qatar Airways flýgur til um 150 áfangastaða víðsvegar í heiminum. Lengstu flugferðirnar gátu tekið um 16 klukkustundir á Boeing 777 vélum en slíkum ferðum fylgir auðvitað mik- ið álag. Einn mánuðinn náði ég 120 flugstundum. En vélarnar eru útbún- ar þannig í þessum löngu flugferðum að það er svefnaðstaða fyrir flugliðana og fáum við hvíld í 2-3 klukkutíma í hverju flugi. Þessar vélar voru mikið notaðar á flugleiðinni til Bandaríkj- anna. Flaug ég til því mikið til borg- anna Dallas, Miami og Houston og naut þess að eiga frí þar og skoða mig um í þessum fallegu og fjölbreyttu borgum.“ Skoðað sig um Að sögn Lárusar voru fleiri eftir- minnilegir staðir sem hann ferðað- ist til; svo sem Jóhannesarborg og Myanmar, sem var áður Burma og Delhi. „Í Myanmar var fólkið afskap- lega vinalegt en við fundum samt að það var vart um sig að segja ekkert sem gæti verið óþægilegt stjórnvöld- um. Á Delhi á Indlandi, og þar sem við dvöldum á milli þess að farið var til baka, var ekki leyfilegt af hendi flug- félagsins að fara út úr borginni en við gerðum það samt stundum þegar við vildum berja augum staði eins og taj Mahal á Indlandi sem er ein falleg- asta bygging eða minnismerki heims, byggt á 17. öld. En ferðin þangað tók 6-7 klukkustundir frá Delhi. En við sluppum með það.“ Lárus segir að flugliðarnir hjá Qatar Airways hafi komið alls stað- ar að úr heiminum. En flestir þeir sem komu frá Evrópu voru frá aust- ur-Evrópu, en stærsti hlutinn var þó frá Asíu. Eftir tvö og hálft ár í flug- inu í Katar ákvað Lárus að láta gott heita. En hann hafði kynnst núver- andi eiginkonu sinni, Kathleen sem er frá Filippseyjum, í gegnum sam- eiginlega vini í Katar. Fór hann með henni til Flórens á Ítalíu þar sem hún fór í nám í innanhússhönnun, nám sem tók tvö ár. Að því loknu flutt- ust þau til Íslands, en höfðu reynd- ar farið heim um sumarið til þess að vinna. Byggðu tvíburahús við Vesturgötuna Lárus og Kathleen hafa nú flutt á Akranes og eru að byggja sér hús á Vesturgötu 49. „Upphaflega vorum við og systir mín að spá í að byggja á þessari lóð við Vesturgötuna, en faðir minn hafði upphaflega sótt um lóðina hjá Akraneskaupstað. Ætlun- in hjá okkur var að byggja tvíbýlis- hús. En síðan breyttust þau áform og Björn bróðir minn kom inn í þetta og niðurstaðan voru tvö eins hús hlið við hlið. Við fluttum efnið í húsin inn frá Lettlandi og einnig keyptum heil- mikið þaðan af innréttingum. Okkur finnst hafa vel tekist til og Kathleen hefur séð um innanhússhönnunina. Við höfum heyrt frá fólki almennt hérna að það sé hrifið af húsunum og þau falli vel inn í umhverfi eldri húsa á neðri Skaganum,” segir Lárus. Nú starfar Lárus starfar hjá Au- tomatic heildverslun sem sérhæfir sig í varahlutum í bíla, iðnaðarvélar og tæki og er staðsett að Smiðjuvegi 42 í Kópavogi og Stakkahrauni 1, Hafnarfirði. se Húsin tvö sem bræðurnir Björn og Lárus eru að byggja við Vesturgötu. Ljósm. mm.Lárus og unnusta hans Kathleen. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.