Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 20

Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202020 Laxveiðinni er nú að ljúka í ánum á Vesturlandi. Við rennum hér laus- lega yfir sumarið, skoðum lokatöl- ur þar sem þær liggja fyrir. Lax- veiðin í sumar var undir meðal- lagi víðast hvar í vestlensku ánum, þótt á því séu vissulega ánægjulegar undantekningar. Fyrirfram höfðu sérfræðingar spáð góðri laxveiði í sumar, en þær væntingar gengu þó ekki upp víða þar sem heildar- veiðin var léleg, en svona er veiði- skapurinn. Aldrei er á vísan að róa og því felst einnig spenna. Silungs- veiði var hins vegar mjög góð víða um Vesturland í sumar. „Já, við vorum að loka Efri Haukadalsá fyrir fáum dögum og það veiddust sex laxar og 70 bleikj- ur, nokkrar vel vænar,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson er við spurðum um Efri-Haukadalsá í Dölum, en öllum fiski var sleppt aftur í ána og verður svoleiðis eitthvað áfram. Síðustu tölur úr Hvolsá og Stað- arhólsá í Dölum voru yfir 100 laxar og mikið af bleikju. Lokatölur úr Búðardalsá eru 140 laxar sem er heldur betri veiði en í fyrra. ,,Það eru komnir um 60 laxar á land og hellingur af sjóbirtingi. Það gengu líklega um 350 fiskar í gegnum teljarann, mikið af sjóbirt- ingi,“ sagði trausti Bjarnason á Á er við spurðum hann um Krossána. „Við fórum um daginn og fengum sex laxa og níu sjóbirtinga, það var fiskur um alla á,“ sagði trausti enn- fremur. Flekkudalsá endaði í 135 löxum og eitthvað kom á land af silungi. „Veiðin hættir hjá okkur 30. sept- ember og núna eru komnir 260 lax- ar,“ sagði Einar Kristján Jónsson þegar við spurðum um Fáskrúð í Dölum og hann bætti við að þetta sé helmingi betri veiði en í fyrra. Laxá í Dölum er að detta í 800 laxa núna en veitt er fram að mán- aðamótum. Haukadalsá er að detta í 370 laxa og síðustu fréttir úr Miðá í Dölum voru 110 laxar og mikið af bleikju. „Við erum að klára en það eru komnir yfir 60 laxar og 140 bleikj- ur,“ sagði Níels Sigurður Olgeirs- son á Seljalandi í Hörðudal, um stöðuna í Hörðudalsá. Litlar fréttir eru af Dunká og sömuleiðis frá Álftá á Mýrum, en Álftá gaf fiska þegar veiði var reynd í henni. En lítið er um veiðitölur. Straumfjarðará gaf að minnsta kosti 270 laxa og eitthvað af silungi. Mikið virðist hafa veiðst af sjóbirt- ingi á stórum hluta Vesturlands þetta árið. Fyrir þremur árum var það flundran, en núna er birting- urinn meira áberandi. Svona getur veiðin breyst ár frá ári. Haffjarðará gaf vel af fiski í sum- ar, eða 1.126 laxa sem er helmingi meira en í fyrrasumar. Áin trónir líklega á toppi vestlensku ánna þeg- ar upp er staðið, en Langá og Þverá fylgja fast á eftir. Mikið af laxi var í Haffjarðará núna þegar veiðitím- anum lauk. Hítará kom vel undan þessu sumri þrátt fyrir skriðuna sem féll í hitteðfyrra og lokaði stóru veiði- og hrygningarsvæði. Í sumar skilaði áin 503 löxum sem er miklu betra en fyrir ári og umfram væntingar. Þegar allt er talið í Langá á Mýr- um, fjallið og allur pakkinn, er heildarveiðin nálægt 1100 löxum og er áin líklega sú næstaflahæsta eftir sumarið. „Þetta er betri veiði en í fyrra, 979 laxar núna,“ sagði Einar Sig- fússon um lokastöðuna í Norðurá í Borgarfirði. Síðustu tölur úr Gljúfurá eru í kringum 200 laxar og eitthvað að- eins af silungi einnig. Síðustu tölur úr Þverá í Borgar- firði eru 1056 laxar en eitthvað á eftir að bætast við þá tölu. Flókadalsá í Borgarfirði endaði í 222 löxum sem er aðeins minna en fyrir ári. Við fréttum af veiðimönn- um undir það síðasta og fengu þeir fjóra laxa. Grímsá var komin með 561 lax og eitthvað af sjóbirtingi hefur einnig komið á land. Svipuð veiði og fyrir ári síðan. Straumarnir gáfu 190 laxa og mikið af silungi. Á Seleyrinni veiddist töluvert af silungi í sumar og einn og einn lax. Andakílsá er nú öll að koma til sem betur fer og veiðin var frábær á eina stöng í sumar, eins og við fjölluðum um nýverið. ,,Það verða seld veiðileyfi í ána á næsta ári,“ staðfesti Jón Þór Ólason formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, eftir þetta góða sumar í Andakílsá. Leirá hefur tekið góða spretti síðan í vor og hefur bæði gefið laxa og sjóbirtinga. ,,Við fengum flott- an sjóbirting og þetta var gaman,“ sagði Kári Jónsson sem var að veiða á mánudaginn í ánni ásamt syni sín- um. „Það er ágætt að enda sumarið í sjóbirtingi,“ sagði Kári við Leirá. Áin var reyndar mjög vatnsmikil eftir rigningar síðustu daga og svip- aða sögu er reyndar að segja um allt Vesturland. Ennþá er því sjóbirt- ingurinn að ganga í árnar, meðal annars í Leirá. Laxá í Leirársveit endaði í 600 löxum og er það mun betri veiði en í fyrra. Mikið veiddist af silungi líka. gb Lára Hólm Heimisdóttir stund- ar nú framhaldsnám í barnatann- læknum við University of North Carolina (UNC) í Chapel Hill í Norður Karólínu í Bandaríkjnum. Lára „gæti ekki verið meiri Skaga- kona,“ eins og hún orðar það sjálf, en hún er dóttir Sigþóru Ævars- dóttur og Heimis Hallssonar sem bæði eru fædd og uppalin á Akra- nesi. Í UNC eru árlega veitt verð- launin Beyond Excellence í fjórum flokkum; flokki tannlæknanema, framhaldsnema, kennara og starfs- manna. Í ár hlaut Lára þessi verð- laun í flokki framhaldsnema. Oftast hægt að koma í veg fyrir skemmdir Lára vinnur að rannsóknarverk- efni við skólann um tengsl milli tannskemmda í ungum börnum og þeirra lífefna (biochemicals) sem finnast í tannsýklu þeirra, slík- ar rannsóknir hefur verið erfitt að framkvæma til þessa. „tæknin hefur einfaldlega ekki boðið upp á að rannsaka þetta svo ítarlega fyrr en nú. Við erum að taka sýni af tannsýklunni í börnum á aldrin- um 3-5 ára og greina efnin í sýkl- unni sjálfri til að sjá hvaða efni er hægt að tengja við börn með tann- skemmdir og hvaða efni eru hjá þeim sem ekki hafa tannskemmd- ir. tilgangurinn er að finna hvort það séu efni sem gætu veitt auka varnarþætti og hvort það eru efni sem rjúka upp við tannskemmd- ir,“ útskýrir Lára og bætir því við að tannskemmdir séu í raun afleið- ing af tannátu sjúkdómnum og því mikilvægt að rannsaka hvað það er sem veldur sjúkdómnum svo hægt sé að finna frekari forvarnarþætti. „Í flestum tilfellum má koma í veg fyrir tannskemmdir með góðri tannhirðu. Í sumum tilfellum er um glerungsgalla að ræða sem ger- ir það erfiðara að halda tönnunum hreinum en í flestum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir skemmdir með forvörnum,“ segir hún. Stærstu verðlaun í Bandaríkjunum Þetta eru ekki fyrstu verðlaun Láru fyrir hennar rannsókn en árið 2019 hlaut hún, ásamt leiðbein- anda sínum, enn stærri verðlaun. „Við fengum verðlaun fyrir besta verkefni framhaldsnema í barna- tannlæknum í öllum Bandaríkjun- um. Árlega er haldið þing á vegum Ameríska barnatannlæknafélagsins og þá getur maður sent inn kynn- ingu af rannsóknarverkefnum sín- um. Það eru átta verkefni valin af um 200 verkefnum sem send eru inn til að koma á ráðstefnuna og kynna verkefnið og svara spurn- ingum. Að lokum er eitt verkefni valið sem vinnur verðlaunin og það var okkar verkefni,“ segir Lára en um er að ræða stærstu verðlaun sem framhaldsnemar í barnatann- lækningum í Bandaríkjunum geta unnið. Starfar á sjúkrahúsi Þegar blaðamaður heyrði í Láru var hún á leið í vinnuna en námið er byggt upp á fyrirlestrum í bland við vinnu á barnatannlæknadeild UNC og sjúkrahúsi UNC. „Við erum kölluð út bæði á bráðamót- töku barna og á barnaspítalann en hingað kemur fólk úr öllu fylkinu auk þess sem margir sækja þetta sjúkrahús úr öðrum fylkjum,“ segir Lára en að auki vinna nemar UNC á barnatannlæknastofu við tann- læknadeildina sem er á sjúkrahús- inu ætluð mikið veikum börnum og börnum með miklar sérþarfir. Þetta er mjög fjölbreytt og hér fæ ég því að sjá ýmsa sjúkdóma og heilkenni sem ég myndi jafnvel aldrei fá að sjá heima á Íslandi,“ segir Lára. En hvað er það sem tannlæknir gerir á bráðamóttöku? „Við erum kölluð til þegar börn verða fyr- ir áverkum á tönnum, til dæmis ef þau detta eða slasa sig sem getur meðal annars valdið því að tönn- ina tapast, eða fellur úr. Svo geta tannskemmdir haft víðtæk áhrif á sjúklinga en þetta er einn algeng- asti sjúkdómurinn hjá börnum. tannskemmdir geta valdið miklum verkjum og sýkingum eða bólgum sem getur leitt út í andlit, höfuð eða háls og orðið hættulegt ef við- komandi fær ekki strax viðeigandi meðferð,“ svarar hún. „Á sjúkra- húsum eru líka börn með skert ónæmiskerfi vegna ýmissa sjúk- dóma og kvilla sem gætu gert með- ferð við tannskemmdum erfiðari og flóknari og þá er mikilvægt að við vinnum öll saman að því að tækla vandamálið,“ útskýrir Lára. Útskrifast næsta sumar Lára lauk stúdentsprófi við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi áður en hún fór í háskólann til að læra tannlækningar. „Það er mjög erfitt að komast inn í námið. Fyrst fer maður í klásus en aðeins sjö, og núna átta, hæstu á jólaprófunum komust áfram í tannlæknanámið,“ segir hún. Lára lauk sex ára tann- læknanámi heima á Íslandi árið 2015 og starfaði sem tannlæknir í nærri þrjú ár áður en hún ákvað að fara til Bandaríkjanna. Aðspurð segist hún stefna á útskrift næsta sumar og að þá sé hún hætt í námi í bili. „Mér þykir gaman í skóla en eftir níu ára nám held ég að þetta sé gott í bili,“ svarar hún. En ætl- ar Lára þá að flytja aftur heim? „Já, ég stefni á að koma til Íslands að vinna. Eins og staðan er í dag eru bara þrír starfandi barnatann- læknar á Íslandi og það er því mik- il vöntun. Svo verður líka bara al- veg rosalega gott að komast heim til mömmu og pabba,“ segir Lára og brosir. arg Vann til verðlauna fyrir rannsókn á tannsýklun í börnum Lára Hólm Heimisdóttir lýkur brátt níu ára háskólanámi í tannlækningum Lára og Ævar, afi hennar, saman á körfuboltaleik hjá liði UNC, Tar Heels. Ljósm. úr einkasafni. Bras í laxveiðinni en góðir sprettir á milli Nokkrar veiðiár á Vesturlandi hafa komið skemmtilega á óvart í sumar. Þar má m.a. nefna Fáskrúð í Dölum, Haffjarðará, Andakílsá og Hítárá þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. mm. Lax fyrr í sumar í Efri-Haukadalsá en sex laxar veiddust í ánni og 70 bleikjur. Ljósm. gb.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.