Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2020, Side 8

Skessuhorn - 21.10.2020, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 20208 Lækka verð í Krambúðum LANDIÐ: „Það er fagnað- arefni að geta lækkað vöru- verð á tímum sem þessum, þegar gengi krónurnar hefur lækkað um 11% frá því í júlí með tilheyrandi verðhækk- unum á innfluttum vörum,“ segir Gunnar Egill Sigurðs- son, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa í frétta- tilkynningu. „Við erum í samstarfi við stærstu versl- anakeðju Danmerkur og með sameiginlegum inn- kaupakrafti okkar og þeirra og með auknu vöruúrvali náum við að flytja inn vör- urnar með mun hagkvæmari hætti en ella - viðskiptavin- um okkar til hagsbóta,“ segir Gunnar Egill. „Vöruflokk- arnir eru yfir 600 talsins en um er að ræða vörumerk- in X-tra, Coop og Ängla- mark, sem eru gæðavörur en mun ódýrari en sambæri- legar merkjavörur. Í lang- flestum tilvikum er verð- ið á þessum vörum í Kram- búðinni og Kjörbúðinni það sama og í lágvöruverðsversl- uninni Nettó. Samkaup reka ríflega 60 verslanir víðsveg- ar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsversl- unum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Sam- kaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup Strax.“ -mm Útihurð skemmd GRUNDARFJ: tilkynnt var um innbrot í sumarbú- stað í Grundarfirði að kvöldi síðasta fimmtudags. Rann- sóknarlögregla var á leið á staðinn var tilkynningin aft- urkölluð og málið eftirleiðis bókað sem eignaspjöll. til- kynnandi hafði komið að sumarbústaðnum og séð að útihurð hafði verið skemmd. Ekkert hafði hins vegar verið tekið úr bústaðnum og engin merki um að farið hefði ver- ið inn í húsið . -kgk Undir áhrifum HVALFJSV: Lögregla stöðvaði för ökumanns um Akrafjallsveg síðastliðinn föstudag, vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Strokpróf sem framkvæmt var á staðnum gaf jákvæða svörun á neyslu fíkniefna. Var maðurinn handtekinn og kallaður til hjúkrunarfræðingur til að taka blóðsýni. -kgk Féll á hlaupahjóli AKRANES: Kona féll á raf- magnshlaupahjóli á Akraesi laugardaginn 17. október síð- astliðinn, skömmu eftir mið- nætti. Féll hún af hjólinu þegar hún var að reyna að komast upp á gangstétt. Hlaut hún áverka á olnboga og er talið að hún hafi brotnað, að sögn lögreglu. Fór hún á spítala og fékk læknisað- stoð. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 10.-16. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 5.656 kg. Mestur afli: Ísak AK-67: 1.953 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 858 kg. Mestur afli: Gestur SH-187: 626 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 255.976 kg. Mestur afli: Hringur SH-153: 88.172 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 109.582 kg. Mestur afli: Egill SH-195: 16.020 kg í tveimur róðrum. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 66.680 kg. Mestur afli: Hamar SH-224: 31.965 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 3.562 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.562 kg í þremur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH-153 - GRU: 68.172 kg. 14. október. 2. Runólfur SH-135 - GRU: 66.136 kg. 12. október. 3. Sigurborg SH-12 - GRU: 32.383 kg. 12. október. 4. Farsæll SH-30 - GRU: 53.919 kg. 13. október. 5. Hamar SH-224 - RIF: 26.871 kg. 12. október. -kgk Flosi H. Sigurðsson hefur ver- ið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggð- ar. Sveitarstjórn samþykkti ráðn- inguna á fundi sínum í dag. Flosi lauk BA gráðu í lögfræði árið 2008 og MA gráðu í lögfræði 2010. Sama ár öðlaðist hann rétt- indi til að flytja mál fyrir héraðs- dómi og árið 2018 hlaut hann rétt- indi til að flytja mál fyrir Landsrétti. „Flosi hefur undanfarin ár unnið sem framkvæmdastjóri og lögmað- ur hjá oPUS lögmönnum, auk þess er hann einnig einn af eigendum stofunnar. Sérsvið hans hafa verið forsjármál, fjárskipti, skiptastjórn og stjórnsýslumál. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Greiðslu ehf. samhliða því að sinna stunda- kennslu við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð. 18 umsóknir bárust um starf sviðsstjóra en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. mm „Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi í Skagafirði. Mat- vælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár (sauð- og geitfjár) innan tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest.“ Í tilkynn- ingu frá Matvælastofnun fyr- ir helgi kom fram að bóndinn hafi haft samband við starfandi dýralækni sem tilkynnti hér- aðsdýralækni um kind með ein- kenni riðuveiki. Héraðsdýra- læknir skoðaði kindina sem síð- an var aflífuð, sýni tekin og send til tilraunastöðvar Háskóla Ís- lands að Keldum. Bráðabirgða- niðurstöður liggja fyrir og benda sterklega til að um riðuveiki sé að ræða. Von var á staðfestingu þeirra rannsókna í þessari viku. Búið er í tröllaskagahólfi og á svæði þar sem ekki hefur greinst riða síðan árið 2000. Á búinu er nú um 500 fullorðið fé auk um 300 lamba. „Á meðan beðið er eftir staðfestingu vinnur héraðs- dýralæknir að undirbúningi að- gerða og öflun faraldsfræðilegra upplýsinga.“ mm Ný reglugerð Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra um sótt- varnarráðstafanir tók gildi í gær, þriðjudaginn 20. október og gild- ir til 10. nóvember. Allar reglurnar miða að því að gætt sé að því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli ein- staklinga. Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna, m.a. í verslunum. Á þetta við um landið allt. Almennar samkomutakmarkanir miðast áfram við 20 manna hámarksfjölda. Þó er 50 manns heimilt að sækja útfarir. Utan höfuðborgarsvæðisins verður allt að 50 manns heimilt að koma saman á æfingum og keppnum á vegum ÍSÍ, en sú heimild gildir ekki fyrir höfuðborgarsvæðið. Áfram verður óheimilt að hafa áhorfend- ur á íþróttaviðburðum. Sund- og baðstöðum á höfuðborgarsvæðinu skal loka fyrir almenningi á höf- uðborgarsvæðinu, en laugarnar mega vera opnar á landsbyggðinni að uppfylltum skilyrðum. Þá verð- ur áfram óheimilt að nýta sér þjón- ustu til að mynda hárgreiðslustofa og nuddstofa, en slíkt verður heim- ilt á landsbyggðinni. Á vef heilbrigðisráðuneytisins er vakin sérstök athygli á útfærslu á nálægðartakmörkunum í íþróttum og bráðabirgðaákvæði sem kveður á um strangari takmarkanir á höf- uðborgarsvæðinu en gilda á lands- vísu. Líkamsræktarstöðvum um allt land verður þannig heimilt að hafa opið, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salerni, búningsklefa, inn- og útganga o.fl. Íþróttir og keppni utan höfuðborgarsvæðisins Þrátt fyrir tveggja metra nálægðar- mörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppn- um á vegum ÍSÍ, en virða skal tveggja metra regluna í búningsklefum og öðrum svæðum utan kepni og æf- inga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatak- mörk er allt að 50 manns heimilt að koma saman á æfingum og keppn- um á vegum ÍSÍ. óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþróttir og heilsurækt ef um er að ræða skipu- lagða hópatíma þar sem allir þátt- takendur eru skráðir. Við þær að- stæður ber að virða tveggja metra regluna, þátttakendur mega ekki deila búnaði á meðan tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsað- ur á milli tíma. óheimilt verður að nota búnað sem er gólf-, loft- eða veggfastur, svo sem á heilsuræktar- stöðvum. Höfuðborgarsvæðið Heimilt er með skilyrðum að stunda íþróttir og heilsurækt í skipulögð- um hópatímum þar sem allir þátt- takendur eru skráðir. Við þær að- stæður ber að virða tveggja metra regluna, þátttakendur mega ekki deila búnaði í tíma og allur búnað- ur skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun búnaðar sem er gólf-, loft- eða veggfastur, svo sem á heilsuræktarstöðvum, er óheimil. Heimildir fyrir íþróttastarfi, æf- ingum og keppnum á vegum ÍSÍ, gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundastarf barna á leik- og grunn- skólaaldri er óheimilt, þar með talið skólasund, sem krefst frekari snert- ingar og blöndunar hópa en í skóla- starfi. kgk Lítillega hert á sóttvarnaraðgerðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Flosi H. Sigurðsson. Flosi ráðinn sviðsstjóri hjá Borgarbyggð Grunur um nýtt riðutilfelli í Skagafirði Grunur er um nýtt tilfelli riðu í Skagafirði. Ljósm. tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.